Mánuður: maí 2017

Frábær árangur í Íslandsbanka- og Áskorendamótaröðunum um helgina

Alls voru 10 keppendur frá Golfklúbbi Suðurnesja að keppa í GSÍ-mótunum um helgina, þrjú kepptu á Íslandsbankamótinu á Hellu og sjö á Áskorendamótinu á Selfossi. Sjö GS-ingar komust á verðlaunapall.

´
Í Íslandsbankamótinu lauk Zuzanna Korpak leik í þriðja sæti í aldursflokki 17-18 ára kvk., Logi Sigurðsson endaði í 28. sæti í flokki 15-16 ára kk, hins vegar stóð Kinga Korpak uppi sem afgerandi sigurvegari í aldursflokki 14 ára og yngri kvk. Hún lauk leik 20 höggum betri en sú sem lenti í öðru sæti.
Í Áskorendamótinu áttum við sjö keppendur: Erna Rós Agnarsdóttir lenti í 2. sæti í flokki 15-18 ára kvk, Lovísa Björk Davíðsdóttir lenti í 4. sæti 14 ára og yngri kvk, Sören Cole K. Heiðarsson lenti í þriðja sæti pilta 12 ára og yngri, Snorri Rafn Willliam Davíðsson lenti í öðru sæti pilta 10 ára og yngri, Fjóla Margrét Viðarsdóttir lenti í öðru sæti og Ylfa Vár Jóhannsdóttir lenti í fjórða sæti stúlkna 10 ára og yngri og að lokum sigraði Auðunn Fannar Hafþórsson flokk pilta 14 ára og yngri.

Vel gert krakkar!

Bjarki fékk gullverðlaun á Nordic Special

Þrír íslenskir keppendur úr röðum Golfsamtaka fatlaðra á Íslandi tóku þátt á Nordic Special Golf Cup 2017 sem fram fór í Helsingør í Danmörku um s.l. helgi. Árangur þeirra var glæsilegur en keppt var á frábærum og krefjandi golfvelli í Helsingør. Bjarki Guðnason úr GS lék á 42 punktum þegar mest á reyndi og sigraði hann í B-flokki leikmanna með 14,1-30 í forgjöf. Elín Ólafsdóttir úr GK varð fimmta í B-flokknum.

Pálmi Þór Pálmason úr GKB keppti í A-flokki þar sem keppendur voru með forgjöf 0-14. Pálmi endaði í sjötta sæti en í A-flokki var keppt í höggleik. Sannarlega glæsilegt hjá okkar fólki og við sendum þeim hamingjuóskir með árangurinn.

Eimskipsmótaröðin: Egils Gull-mótið í Leirunni

Í dag hefst Egils Gull-mótið í Leirunni, völlurinn er því lokaður meðan á því stendur. Hólmsvöllur opnar aftur fyrir almenna kylfinga á sunnudaginn kl. 16.00.

Við minnum GSinga á vinavellina okkar og jafnframt á að GSingar eiga rétt á að leika aðra velli á afsláttarkjörum (50% af fullu flatargjaldi) meðan á mótinu stendur.

Sjálfboðaliðar óskast helgina 19-21 maí.

Nú fer að styttast í stærsta mót ársins hjá Golfklúbbi Suðurnesja, fyrsta mót Eimskipsmótaraðarinnar sem frem fer dagana 19-21 maí n.k,  allir bestu kylfingar landsins mæta á í Leiruna og etja kappi við okkar frábæra völl. Við framkvæmd slíks móts er ljóst að starfsmannaþörf okkar eykst til muna. Þess vegna verður þörfin eftir sjálfboðaliðum þessa vikuna mikil. Óskum við því eftir ykkar hjálp. Við myndum meta það mikils ef klúbbmeðlimir gætu lagt lóð á vogaskálarnar við framkvæmd mótsins.

Verk sem þarf að vinna er m.a.
Ræsing
Framverðir
Skortöflumenn út á velli. (ipad)
Hægt er að skrá sig með því að smella á slóðina hér að neðan.

 

https://docs.google.com/a/gs.is/spreadsheets/d/1bUpOZpmdyqjYJXYiupFMRjx-JbP9M3HEJJn21xfSlzk/edit?usp=sharing

Ef þið sjáið ykkur fært um að hjálpa okkur við að gera þetta Eimskipsmót með „stæl“ vinsamlegast hafið samband við;

Gunnar Jóhannsson gs@gs.is eða í síma 846-0666 eða að skrá sig á slóðina hér að ofan.

Hlaðborð í hádeginu

Axel vert er búinn að galdra fram glæsilegt hádegishlaðborð og er það í boði alla daga á milli 11.30 og 16.00 og kostar einungis 1.950 kr. Lambalæri, lasagne, pasta, meðlæti, súpa og brauð. Ekki amalegt að njóta góðra veitinga og útsýnis í golfskálanum í Leiru.

Hola í höggi í Leirunni

Valgarður M. Pétursson gerði sér lítið fyrir og lék áttundi holuna á einu höggi í dag.

Valgarður var við leik ásamt eiginkonu sinni og notaði blending við höggið sem heppnaðir fullkomlega.

Til hamingju með að komast í hóp Einherja Valgarður!

Úrslit úr fyrsta Þ-mótinu – Olsen Olsen

Fyrsta Þ-mót sumarsins fór fram í gær við erfiðar aðstæður (blés hraustlega aldrei þessu vant). 34 þátttakendur voru skráðir til leiks. Það var Olsen Olsen Hafnargötu sem styrkti mótið. Úrslit urðu sem hér segir:

Björgvin Sigmundsson, 36 punktar
Vilmundur Ægir Friðriksson, 35 punktar (sex punktar á þremur síðustu)
Hermann Guðmundur Jónasson 35 punktar (fimm punktar á þremur síðustu)

Björgvin Sigmundsson sigraði höggleikinn á pari vallarins, 72 höggum.

Guðríður Vilbertsdóttir var næst holu á 16. braut (1,78 m).

Líf vaknar í Leirunni

Það er alltaf sérstaklega gleðilegt að fylgjast með þegar lífið kviknar í sumarbyrjun. Nú er tjaldurinn byrjaður sinn búskap og farinn að liggja á eggjum. Við biðjum alla kylfinga sem leika Leiruna að sýna þessum íbúum vallarins nærgætni.

.
Þessi tjaldur er búinn að koma sér fyrir við fyrsta teiginn á Hólmsvelli og lætur ófriðlega ef kylfingar hætta sér of nærri hreiðrinu hans

Konukvöld GS á föstudaginn

Konukvöld GS verður haldið föstudagskvöldið 5. maí. Ekki búast við öðru en skemmtilegu kvöldi sem kvennaráð GS hefur skipulagt; þriggja rétta máltíð, uppistand, tískuskýning o.fl. Sumarstarf GS-kvenna kynnt. Húsið opnar kl. 19.00.

Miðaverð aðeins 3.500 kr.

Hægt er að leggja inn á reikning 542-14-405692, kt. 050659-7049
Scroll to top