Færslur

Hola í höggi hjá Loga

Í síðasta Þ-móti gerði Logi Sigurðsson sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 16. braut Hólmsvallar.

Logi, sem er aðeins 15 ára, lék við hvern sinn fingur í mótinu og lék sinn besta hring frá upphafi – 74 högg (+2) og landaði 42 punktum fyrir vikið. Á hringnum fékk Logi sex skolla, níu pör, tvo fugla og einn örn (hola í höggi).

Vel gert Logi og til hamingju!

Scroll to top