Höfundur: Gunnar Þór

Meistaramót GS 2018 – Skráning hafin.

Meistaramót Golfklúbbs Suðurnesja 2018 fer fram dagana 4.–7. júlí. Leikið verður með hefðbundnu sniði líkt og undanfarin ár og nálgast má allar upplýsingar um mótið hér í skjölunum að neðan.

Hægt er að skrá sig í mótið á golf.is og þá geta kylfingar einungis skráð sig á rástíma fyrsta daginn en það liggur svo rástímamappa í klúbbhúsi fyrir rástíma á fimmtudeginum. Raðað verður í rástíma á föstudeginum  og laugardegi eftir skori. 

Meistamót GS flokkaröðun og annað 2018

Meistamót GS Keppnisskilmálar 2018

Veglegt lokahóf verður síðan Laugardaginn 7.júlí og er það innifalið í mótsgjaldi.

Golfnámskeið hjá Sigurpáli Sveinssyni

2 skipta golfnámskeið
Nú er sumarið að detta inn og rétti tíminn til að fínpússa
leikinn hjá sér. Sigurpáll og Andrea Ásgríms PGA
kennarar ætlar að bjóða uppá 2 skipta námskeið þar sem
ýmist farið yfir stuttaspilið, langaspilið eða bæði.
Námskeið nr. 1. Járnahöggin tekin fyrir í fyrri tímanum og
dræver og brautartré í seinni tímanum.
Dags. 5. Og 12. júní kl. 19-20.
Námskeið nr. 2. Stuttaspilið tekið fyrir í fyrri tímanum og
járn og dræver tekið fyrir í seinni tímanum.
Dags. 5. Og 12. júní kl. 20-21.
Mæting við golfkálann í Leirunni.
Skráning hjá sp@gs.is
Verð: 5.000 kr.

Öldungamótaröðin (1) Heimferðamótið FRESTAÐ

Ágætu þátttakendur í fyrsta móti á Öldungamótaröðinni. Mótastjórn og vallarnefnd hefur ákveðið að fresta Öldungamótinu sem á að fara fram á morgun 27.maí. Ástæða fyrir frestuninni er sú að völlurinn er mjög blautur eftir rigningar í nótt og mun ekki þorna fyrir morgundaginn og er það mat okkar að völlurinn verði óleikhæfur á morgun.

Fyrirhugað er halda þetta mót 9.júní nk,

Þeir kylfingar sem höfðu skráð sig og greitt mótsgjald munu fá bakfærslu næstkomandi mánudag, eins mun ný dagsetning um mótið vera tilkynnt á mánudag.

kv
Móta og vallarnefnd GS.

gs@gs.is
www.gs.is

 

Gleðilegt sumar og velkomin í Leiruna

Kæru kylfingar,

Ég vil byrja á því að óska ykkur gleðilegs sumars og vona það svo innilega að það eigi eftir að vera veðursælt fyrir okkur kylfingana svo við getum notið Hólmsvallar í sumar.

Hólmsvöllur í Leiru kom ágætlega undan vetri en teigar, brautir og flatir komu vel út að undanskildu þriðju flöt. Þriðja flötin fór illa úr ágangi sjávar veturinn 2016—2017 og var mikil vinna lögð í flötina síðasta sumar. Sú vinna fólst í því að yfirsá miklu magni af fræjum í flötina og virðist svo að um 10% flatarinnar hafi fengið sýkingu s.l. haust og sýkinging hafi drepið grasið. Vallarstarfsmenn eru nú þegar byrjaðir að viðhalda þessu og vonum að flötin verði orðin góð um miðjan maí.

Hólmsvöllur í Leiru var opnaður formlega 14. apríl s.l. en fyrsta mótið var haldið 29. mars og alls voru haldin fimm opin mót í mars- og aprílmánuði.  Þátttaka í þessum mótum var með prýði og skipta þessi opnu mót á vorin klúbbinn fjárhagslega miklu máli.

Þriðjudaginn 8. maí verður fyrsta Þ-mótið haldið og stefnt er að því að halda Þ-mót á öllum þriðjudögum í sumar. Verð í Þ-mótin verður kr. 2.000 og innifalið í mótsgjaldi er súpa frá honum Issa. En eins og var greint frá mars hefur hann Jóhann Issi Hallgrímsson (Issi) tekið við rekstri golfskálans okkar og tilvalið að kíkja inn til Issa eftir leik og fá sér eitthvað flott og gott í gogginn.

Rástímaskráning á Hólmsvelli hefur verið ábótavant nú í vor og viljum við hvetja kylfinga að skrá sig á rástíma áður en leikur hefst á Hómsvelli og tilkynna sig í skála áður en leikur hefst. Sú nýbreytni verður tekin upp í sumar að við verðum með tvo vallarverði sem koma út á völl og fylgjast með hvort að menn eru búnir að skrá sig á rástíma og hvort að menn eru með leikheimild á vellinum (búnir að tilkynna sig til leiks). Viljum við biðja félagsmenn og aðra kylfinga um að taka vel á móti þessum aðilum og framvísa félagsskírteinum ef þess er óskað. Vallarverðir verða mest á ferðina seinniparts dags og á kvöldin.

Félagsskírteini GS koma í hús 10. maí nk.

Eindagi félagsgjalda GS er liðinn og nú á næstu dögum munum við fjarlægja þá aðila af skrá sem ekki hafa samið um eða greitt árgjaldið. Verða því þessir einstaklingar ekki virkir á golf.is og geta því ekki leikið Hólmsvöll án þess að greiða vallargjald.

Stjórn GS ákvað nú á dögunum að takmarka félagsfjölda í GS við 600 einstaklinga. Eitthvað vantar upp á þá tölu en um leið félagsfjöldin nær 600 munum við loka fyrir skráningar í klúbbinn fyrir árið 2018. Þetta er gert með hagsmuni félagsmanna að leiðarljósi og tryggja aðgang þeirra að Hólmsvelli á þessu stutta golftímabili sem við búum við. Þessi tala verður svo endurskoðuð fyrir árið 2019.

En líkt og hefur komið fram hér að ofan þá er sumarið byrjað hér á Hólmsvelli og bjóðum við kylfinga velkomna á völlinn og í skálann. Frá og með þriðjudeginum 8. maí verður skálinn opinn frá 08:00 til 22:00 fram á haust.

Ef það eru einhverjar frekari upplýsingar sem ykkur vantar er hægt að kíkja á www.gs.is eða einfaldlega senda mér póst á gs@gs.is og ég svara um hæl.

Með golfkveðju
Gunnar Þór Jóhannsson
framkvæmdastjóri GS
846-0666
gs@gs.is

 

 

Úrslit úr mótinu í dag

Það voru 90 keppendur sem tóku þátt í Opna Bláa Lóns mótinu sem fram fór í dag. Það var blíðskaparveður og höfðu keppendur orð að því að veður og völlur voru upp á sitt besta miðað við árstíma.

Úrslit urðu sem hér segir.
1.sæti án fgj. Jón Jóhannsson 72.högg
1.sæti punktar Haraldur Óskar Haraldsson 44.punktar
2.sæti Andrés Þ Eyjólfsson 38.punktar
3.sæti Guðmundur Jónason 38.punktar.

Næst holu á 9 Jóhann Gunnar 78 Cm
Næst holu á 16 Haffi Hilmars 58 cm
Næst holu Atli Kolbeinsson 35 cm

Gs þakkar kylfingur kærelga fyrir og minnum á a völlurinn er gal-opinn á morgun og næstu daga.

 

Úrslit úr opna texas Scramble mótinu í Leirunni í dag.

Það voru um 90 keppendur sem tóku þátt í mótinu í dag, veðrið var þokkalegt og skánaði í sæmilegt seinni partinn.

Sæti  Lið  Kylfingur 1 Kylfingur 2 Forgjöf liðs Skor  Skor m/fgj.
1 Gamlir Steingrímur Hjörtur Haraldsson Hjörtur Ingþórsson 4 68 64
2 Hákon Örn Aron Skúli Ingason Sigurður Már Þórhallsson 1 66 65
3 BootCamp Kjartan Einarsson Bjarni Sigþór Sigurðsson 1 66 65
4 Dekkið Pétur Geir Svavarsson Pétur Runólfsson 4 69 65
5 Feðgar Sigurjón Árni Ólafsson Árni Freyr Sigurjónsson 2 68 66
6 Hlunkarnir Hafsteinn Þór Friðriksson Jóhann Jóhannsson 5 71 66
7 El Coyoteros Ásgeir Ingvarsson Helgi Róbert Þórisson 6 72 66
8 Sigurður Már Hákon Örn Magnússon Ingvar Andri Magnússon -1 66 67
9 Golfklúbbur Þistilfjarðar Magnús Kári Jónsson Þorvaldur Freyr Friðriksson 3 70 67
10 1960 Sigurður Helgi Magnússon Gísli Rúnar Eiríksson 4 72 68
11 Ragnar og Sigurður Ragnar Már Garðarsson Sigurður Arnar Garðarsson -2 66 68
12 Neville Systurnar Arnar Freyr Jónsson Steinar Snær Sævarsson 2 70 68
13 The Springs Arnar Freyr Gunnarsson Guðlaugur Kristjánsson 5 73 68
14 Buck Angels Ernir Steinn Arnarsson Emil Þór Ragnarsson 1 70 69
15 Wild dogs Hinrik Stefánsson Jóhann Kristinsson 4 73 69
16 Lurkar Sigurður Óli Sumarliðason Rúnar Sigurður Guðjónsson 4 73 69
17 Kjóarnir Guðlaugur B Sveinsson Guðmundur Arason 4 74 70
18 Snar og Snöggur Hallgrímur I Sigurðsson Ívar Guðmundsson 6 76 70
19 SANDGERÐINGARNIR Hlynur Jóhannsson Sigurjón Georg Ingibjörnsson 4 74 70
20 Golfhópurinn Gunnþór Kristján Orri Jóhannsson Ólafur Haukur Matthíasson 8 78 70
21 Frændur Hörður Sigurðsson Ólafur Sigurjónsson 2 72 70
22 Marinó Már Magnússon Marinó Már Magnússon Kristján Jökull Marinósson 2 73 71
23 Austfirðingarnir Gísli Borgþór Bogason Jón Rúnar Björnsson 5 76 71
24 Guttarnir Hjalti Rúnar Sigurðsson Elvar Logi Rafnsson 6 77 71
25 Draumahollið Jón Jóhannsson Örn Ævar Hjartarson 1 74 73
26 Merrild Árni Bergur Sigurðsson Einar Oddur Sigurðsson 6 79 73
27 Keppnis Óskar Bjarni Ingason Guðjón Steinarsson 3 76 73
28 Fylkismenn Hans Adolf Hjartarson Kristinn Wium 6 79 73
29 Folarnir Haraldur Óskar Haraldsson Gunnar Adam Ingvarsson 9 83 74
30 Calsberg Páll Antonsson Stefán S Arnbjörnsson 6 80 74
31 striker Siguringi Sigurjónsson Sólon Siguringason 7 82 75
32 Haukarnir Örn Sveinbjörnsson Vignir Örn Arnarson 7 83 76
33 Bræður Gísli Rúnar Pálmason Guðmundur Óli Magnússon 6 82 76
34 Ungir í anda Hallgrímur I Guðmundsson Sveinbjörn Bjarnason 6 82 76
35 Ónefndir Hilmar Kristjánsson Elías Karl Guðmundsson 7 85 78
36 Ég og mágkona mín Atli Kolbeinn Atlason Gerða Kristín Hammer 7 87 80
37 Turkana Dulu Stefán Viðar Sigtryggsson Þorsteinn V Sigtryggsson 8 90 82
38 Mágarnir Hallberg Svavarsson Albert Ómar Guðbrandsson 6 89 83
39 A&J Allan Freyr Vilhjálmsson Jón Vilhelm Ákason 8 100 92
40 H&V Vilhjálmur E Birgisson Hafþór Ægir Vilhjálmsson 5 100 95

 

Næst Holu 9  Gísli Bogason 2,65 m
Næst holu 16 Hákon Örn 85 cm
Næst holu 18 Arnar Freyr 20 cm

 

GS þakkar keppendum kærlega fyrir þátttökuna og minnum við á mótið hjá okkur næsta Laugardag og gal-opinn völlur á Sunnudag. Takk Takk

Úrslit úr mótinu í dag.

Það var flott þátttaka á flottum golfvelli, en Leiran var í flottu standi í dag. Um 120 keppendur tóku þátt og urðu úrslit sem hér segir;

1.sæti án Kjartan Einarsson 75.högg
1.sæti punkt  Guðlaugur B Sveinsson 43
2.sæti punkt Bjarni Sæmundsson 41
3.sæti punkt Einar Oddur Sigurðsson 40

Næst holu á 9 Steingrímur
Næst holu 16 Haraldur Óskar
Næst holu 18 Magnús Guðmundsson

Golfklúbbur Suðurnesja þakkar keppendum kærlega fyrir þátttökuna og býður kylfingum gleðilegs golfsumars. En Leiran er formlega opin 🙂

Úrslit úr fyrsta móti ársins 2018 – Nói Síríus

Fyrsta golfmót ársins var haldið í bongó blíða í Leirunni í dag. Fullt var í mótið og var völlurinn uppá sitt besta miðað við árstíma.

Úrslit urðu sem hér segir;

Besta skor Björgvin Sigmundsson 71.högg
1.sæti punkt. Björgvin Sigmundsson 40.punktar
2.sæti Bjarni Sæmundsson 40.punktar
3.sæti Davíð Jón Arngrímsson 39.punktar

Næst holu
9.braut Magnús Kári Jónssson 0 cm
16.braut Snæbjörn Guðni 1.90 cm
18. braut Hafsteinn Þór 1,49

 

GS þakkar keppendum kærlega fyrir komuna og minnum á mótið okkar næstkomandi Laugardag.

 

 

Æfingasvæðið í Leiru opnar

Búið er að opna æfingasvæðið í Leirunni.
Þeir sem eiga boltakort frá því í fyrra geta notað sín kort áfram. Hægt verður að fylla á boltakort og kaupa token í boltavélina í golfverslun GS
frá 08:00 – 16:00 alla daga þessarar viku.

Scroll to top