Höfundur: Gunnar Þór

Nýtt forgjafarkerfi

Nýtt forgjafarkerfi

 

Síðastliðinn sunnudag, 1. mars, var tekið í notkun nýtt forgjafarkerfi, World Handicap System (WHS).

Vinna við þróun kerfisins hófst árið 2011 með það að markmiði að koma í stað þeirra sex ólíku kerfa sem verið hafa við lýði í heiminum til þessa. Hvert golfsamband ræður hvenær það tekur kerfið í notkun, sums staðar var kerfið innleitt um síðustu áramót, önnur golfsambönd stefna að innleiðingu í vor og enn önnur í haust.

Í WHS forgjafarkerfinu er forgjöfin reiknuð út frá 8 bestu hringjum leikmannsins af síðustu 20. Tekið er tillit til leikaðstæðna á þann hátt að skor leikmanns er leiðrétt m.t.t. almenns skors á viðkomandi velli á leikdegi. Einnig er notast við sérstaka útreikninga til að taka tillit til óvenju góðra skora leikmanna og ákveðnar skorður settar við hækkun forgjafar.

Við innleiðingu WHS kerfisins á Íslandi verður forgjöf kylfinga endurreiknuð, út frá eldri forgjafarhringjum og í samræmi við nýju reglurnar. Byggt verður á öllum forgjafarhringjum sem skráðir eru á golf.is frá 1. janúar 2017. Langflestir kylfingar munu sjá minniháttar breytingar á forgjöf sinni.

Nánari upplýsingar um nýja forgjafarkerfið má finna á vefsíðunni golf.is/forgjof.

 

 

 

Nýtt tölvukerfi golfklúbbanna orðið virkt

Eins og margir vita hefur Golfsamband Íslands gangsett nýtt tölvukerfi golfklúbbanna. Kerfið heitir Golfbox og eru golfklúbbarnir á fullu að innleiða kerfið hjá sér.

Mikilvægt er að þeir kylfingar sem stofna aðgang að kerfinu sýni þolinmæði og átti sig á að ekki eru allir golfklúbbar búnir að setja inn í kerfið upplýsingar um sína golfvelli, rástímaskráningu eða mót.

Áætlað er að innleiðing golfklúbbanna taki einhverjar vikur í viðbót en verði lokið áður en golftímabilið hefst.

 

Hvernig stofna ég aðgang inn á GolfBox?

 1. Ferð inn á www.golf.is.
 2. Smellir á Nýskráning efst í hægra horninu.
 3. Þá opnast vefsíða GolfBox
 4. Slærð inn kennitölu og eftirnafn þitt eins og það er skrifað með íslenskum stöfum.
 5. Smellir á Leita.
 6. Ef þú ert skráð(ur) sem virk(ur) félagi í golfklúbbi í kerfinu ertu látin(n) staðfesta að þetta sért þú og flyst þá yfir á Forsíðuna þína í GolfBox.
 7. Ef upplýsingar um þig birtast ekki við leit hefurðu samband við klúbbinn þinn.

Hvernig breyti ég notandanafni, lykilorði og netfangi?

Þú ferð í Forsíðan mín ofarlega vinstra megin á síðunni.

 1. Smellir á Breyta prófílnum.
 2. Neðarlega á síðunni smellir á Breyta notandanafni og aðgangsorði >.
 3. Slærð inn nýtt notandanafn og lykilorð.
 4. Slærð inn farsímanúmer og netfang.
 5. Smellir á Uppfæra >.

Smelltu hér til að skoða hjálparmyndband við nýskráningu https://youtu.be/sjwTsNUMFVo

Nafnakeppni

Kæru GS félagar.
Eins og mörgum er nú þegar kunnugt um munum við, Golfklúbbur Suðurnesja, sjá sjálf um veitingasöluna í Leirunni næsta árið. Undirbúningur er hafinn af krafti en hugmyndin er að bjóða upp á góðar einfaldar veitingar í kaffihúsastíl. Við viljum að félagsmenn og gestir fái löngun til að setjast niður í huggulegu umhverfi í klúbbhúsinu okkar fyrir eða eftir golfhring og gæða sér á því sem í boði er.
 
Okkur langar mikið til að finna gott nafn sem endurspeglar framangreint. Því hefur verið ákveðið að stofna til nafnakeppni meðal félagsmanna.
Allar hugmyndir skulu koma frá félagsmanni GS, sendast fyrir 1. mars á netfangið gs@gs.is merkt Nafnakeppni. Einnig skal koma fram fullt nafn og símanúmer þess sem sendir hugmyndina.
Búið er að skipa dómnefnd sem mun fara yfir allar innsendar hugmyndir nafnlausar.
Í verðlaun er 10.000 kr. inneign í veitingasölunni – fyrir utan auðvitað heiðurinn að nafninu 😉
Hlökkum til að heyra allar góðu hugmyndirnar 😃

Áríðandi tilkynning vegna skráningar 2020

Kæru félagar.

Það eru góðar fréttir frá okkur því klúbburinn hefur tekið í notkun kerfið Nóra fyrir skráningu og innheimtu félagsgjalda. Kerfið hefur verið notað af íþróttafélögum um allt land og fleiri og fleiri golfklúbbar hafa verið að taka kerfið í notkun síðustu ár með góðum árangri. 

Takið eftir að allir félagsmenn GS verða að skrá sig í kerfið fyrir árið 2020.

Félagsmenn skrá sig inn með rafrænum skilríkjum á slóðinni: gs.felog.is   Og ganga frá greiðslu félagsgjalda fyrir árið 2020. Hægt er að greiða með greiðslukorti eða fá kröfur í heimabanka. 

Öll greiðsla félagsgjalda er rafræn og ganga félagsmenn sjálfir frá greiðslu í gegnum vefinn. 

Greiðsluleiðir:

 • Hægt er að skipta greiðslum í heimabanka í 4 kröfur (kröfurnar birtast með nafni Greiðslumiðlunar í heimabanka).
 • Hægt er að skipta greiðslum með greiðslukorti í allt að 10 skipti (fer eftir hvenær greiðsla byrjar)
 • Þeir sem ganga frá greiðslu í eingreiðslu fyrir 1. janúar fá 5% afslátt af félagsgjöldum. Að auki geta þeir valið um eitt af eftirfarandi (aðeins 27 ára og eldri): Æfingaboltar (20 fötur) – kaffikort fyrir sumarið – 5 bjóra kort.
 • Þeir sem ganga frá skráningu (27 ára og eldri) fyrir 1. febrúar fá innifalið í félagsgjöldum sínum eitt af eftirfarandi: Æfingaboltar (20 fötur) – kaffikort fyrir sumarið – 5 bjóra kort.
 • Áður en greiðsla fer fram býðst félögum að kaupa vörur á lægra verði og haka þá við viðeigandi box. 
 • Einnig gefst félögum kostur á að haka við styrk við klúbbinn um 5.000 kr., 10.000 kr. eða bæði. Bætist þá upphæðin við heildarupphæðina.

Eftirfarandi eru skrefin sem fara þarf:

 • Fara inn á “gs.felog.is”.
 • Ýta á “skrá inn” hægra megin á skjánum.
 • Þá er hægt að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum eða íslykli.
 • Velja “ég er félagsmaður” og “jafnframt iðkandi”.
 • Þegar búið er að skrá inn kemur upp síða með nafni þess sem skráði sig inn.
 • Ýta á “skráning í boði” hægra megin á skjánum.
 • Síðan er ýtt á þann flokk sem á við, hægra megin á skjánum.
 • Ef valin er eingreiðsla fyrir 1. janúar reiknast 5% afsláttur sjálfkrafa af félagsgjaldinu ásamt því að hægt er að velja um æfingabolta, kaffikort eða bjórkort sem fylgir með. Ef skráning fer fram fyrir 1. febrúar er hægt að velja í næsta glugga um æfingabolta, kaffikort, bjórkort.
 • Þarna er einnig hægt að velja að kaupa vörur á afslætti en það er í boði fyrir þá sem skrá sig fyrir 1. apríl. Þá er hakað við þá vöru og upphæðin bætist við heildargreiðsluna.
 • Neðar á síðunni er valið um greiðslumáta og fjölda greiðslna.
 • Að lokum þarf að setja hak við “samþykki skilmála” neðst hægra megin og ýta svo á “áfram”.
 • Til að ljúka ferlinu er svo ýtt á “skrá greiðslu”.

 

Ef einhverjar spurningar vakna varðandi félagsgjöld, greiðslu þeirra eða lenda í erfiðleikum/vantar aðstoð með skráninguna þá vinsamlegast hafið samband við skrifstofu GS í síma 421-4100 eða sendið tölvupóst á gs@gs.is

 

Aðalfundur GS 2019

Aðalfundur Golfklúbbs Suðurnesja fyrir starfsárið 2018-2019 fór fram sl. sunnudag, 1. desember í Leirunni. Um 30 manns mættu og var góð stemning hjá viðstöddum. Jóhann Páll, formaður, fór yfir árið sem gekk mjög vel enda frábært veður og völlurinn í topp standi. Mikið var um mótahald og góð þátttaka meðlima í því sem í gangi var. Fyrsta mótið var haldið um miðjan apríl og það síðasta í lok nóvember. Sigurpáll Geir, íþróttastjóri fór einnig yfir það helsta sem hefur verið í gangi hjá honum. Iðkendum hefur fjölgað og hefur GS aldrei sent eins margar sveitir í Íslandsmót félagsliða. Gaman að segja frá því að 12 ára og yngri sveitin okkar varð Íslandsmeistari annað árið í röð og hinar sveitirnar náðu flestar mjög góðum árangri. Einnig var mikil aukning nýliða sem byrjuðu í klúbbnum sem er gífurlega jákvætt.

Kynntir voru kylfingar ársins hjá GS sem eru eftirfarandi:

Kinga Korpak

Kinga hefur um árabil verið einn fremsti kylfingur landsins í sínum aldursflokki. Þetta sumarið keppti hún minna en oft áður en sannaði sig vel þegar hún mætti til leiks. Hennar helstu afrek árið 2019 eru að verða klúbbmeistari með miklum yfirburðum og einnig spilaði hún mjög vel í íslandsmóti félagsliða og það var ekki síst henni að þakka að 5. sæti náðist í 1. deild.

Logi Sigurðsson

Logi Sigurðsson er efnilegur og metnaðarfullur kylfingur sem hefur aðeins stundað keppnisgolf í 3 ár. Árið 2019 var gott hjá Loga og endaði hann m.a. í 11. sæti á Íslandsmóti unglinga í flokki 17-18 ára og var Logi þar á yngra ári. Einnig stóð hann sig vel á sterku móti sem heitir Reykjavík Junior Open en þar endaði hann í 6. sæti.

Logi tók þátt í Tulip Golf Challenge mótinu í Hollandi í október. Þetta mót er feykisterkt og telur inn á heimslista áhugamanna. Logi spilaði nokkuð vel og endaði þar í 48. sæti. Forgjöf Loga lækkaði á árinu úr 6,2 niður í 2,5 sem er einstakt á einu sumri.

Óskum við Kingu og Loga hjartanlega til hamingju.

 

Andrea, framkvæmdastjóri, fór yfir ársreikning klúbbsins sem sýndi jákvæða aukningu á helstu tölum. Sjá ársreikning

 

Fjórir stjórnarmeðlimir voru kosnir á síðasta aðalfundi til tveggja ára og munu því sitja áfram næsta ár:

 • John Steven Berry
 • Guðni Sigurðsson
 • Sigríður Erlingsdóttir
 • Gunnar Þór Jóhannsson

Eftirfarandi aðilar voru svo kosnir á fundinum til tveggja ára:

 • Sigurður Sigurðsson
 • Sveinn Björnsson
 • Rúnar Óli Einarsson
 • Karítas Sigurvinsdóttir

 

Jóhann Páll Kristbjörnsson lét af formennsku en hann hefur starfað 6 ár í stjórn GS, þar af 5 sem formaður. Viðstaddir þökkuðu Jóhanni fyrir framlag hans til klúbbsins og velvilja. Nýr formaður var kjörinn og boðinn velkominn til starfa. Ólöf Kristín Sveinsdóttir mun taka við formannskeflinu og bjóðum við hana velkomna til starfa hjá GS. 

 

Úrslit úr fysta haustmóti GS.

Eins og staðan er í dag þá geta kylfingar séð úrslit á golf.is.

Næst holu á 9. Aðalsteinn Jónsson 2,65
Næsta holu 16 Sverrir Auðunsson 2,90
Næst holu á 18.braut Grétar Helgason 1,62

 

Úrslit í Þ-mótum ársins 2018.

Nú höfum við leikið loka Þ-mót ársins. Alls voru haldin 10 mót í sumar en eins og við vitum flest þá var veðrið okkur ekki hliðholt í sumar og bitnar það á fjölda móta sem hægt var að halda. Eins og fyrr sagði voru tíu mót haldin og telja 8 af þeim í heildarstigakeppninni.

 

Mót 1 Mót 2 Mót 3 Mót 4 Mót 5 Mót 6 Mót 7 Mót 8 Mót 9 Mót 10 Samtals
1 Sigurður Guðmundsson 47 47 38 31 29 34 31 257
2 Snæbjörn Guðni Valtýsson 31 35 29 26 36 29 31 33 250
3 Jón Gunnarsson 32 26 31 28 24 29 31 35 236
4 Kristinn Óskarsson 34 32 35 27 34 36 33 231
5 John Steven Berry 29 21 27 29 34 36 33 209
6 Þorlákur S Helgi Ásbjörnsson 31 31 30 29 32 28 27 208
7 Pétur Þór Jaidee 30 39 35 33 30 37 204
8 Þröstur Ástþórsson 37 33 33 30 36 32 201
9 Sveinn Björnsson 41 29 28 29 0 38 33 198
10 Sigurþór Sævarsson 35 31 35 34 30 32 197
Mót 1 Mót 2 Mót 3 Mót 4 Mót 5 Mót 6 Mót 7 Mót 8 Mót 9 Mót 10 Samtals
1 Guðríður Vilbertsdóttir 23 36 38 28 29 29 34 33 28 255
2 Svandís Þorsteinsdóttir 18 34 23 40 38 24 177
3 Þórunn Einarsdóttir 35 30 32 35 28 160
4 Helga Björg Steinþórsdóttir 22 24 30 29 28 21 154
5 Helga Kristmundsdóttir 34 19 29 33 20 135
6 Karitas Sigurvinsdóttir 32 28 23 33 116
7 Björk Guðjónsdóttir 21 29 30 31 111
8 Ingibjörg Magnúsdóttir 34 36 22 92
9 Sólveig Björgvinsdóttir 29 20 15 22 0 86
10 Hafdís Ævarsdóttir 27 26 26 79

 

Stigameistarar GS verða svo krýndir í byrjun Október í Bændaglímu GS, sem auglýst verður síðar.

GS óskar þeim Guðríði Vilbertsdóttur og Sigurði Guðmundssyni til hamingju með tiltlana og þakkar keppendum sumarsins fyrir þátttökuna.

 

Meistaramót GS 2018 – Skráning hafin.

Meistaramót Golfklúbbs Suðurnesja 2018 fer fram dagana 4.–7. júlí. Leikið verður með hefðbundnu sniði líkt og undanfarin ár og nálgast má allar upplýsingar um mótið hér í skjölunum að neðan.

Hægt er að skrá sig í mótið á golf.is og þá geta kylfingar einungis skráð sig á rástíma fyrsta daginn en það liggur svo rástímamappa í klúbbhúsi fyrir rástíma á fimmtudeginum. Raðað verður í rástíma á föstudeginum  og laugardegi eftir skori. 

Meistamót GS flokkaröðun og annað 2018

Meistamót GS Keppnisskilmálar 2018

Veglegt lokahóf verður síðan Laugardaginn 7.júlí og er það innifalið í mótsgjaldi.

Golfnámskeið hjá Sigurpáli Sveinssyni

2 skipta golfnámskeið
Nú er sumarið að detta inn og rétti tíminn til að fínpússa
leikinn hjá sér. Sigurpáll og Andrea Ásgríms PGA
kennarar ætlar að bjóða uppá 2 skipta námskeið þar sem
ýmist farið yfir stuttaspilið, langaspilið eða bæði.
Námskeið nr. 1. Járnahöggin tekin fyrir í fyrri tímanum og
dræver og brautartré í seinni tímanum.
Dags. 5. Og 12. júní kl. 19-20.
Námskeið nr. 2. Stuttaspilið tekið fyrir í fyrri tímanum og
járn og dræver tekið fyrir í seinni tímanum.
Dags. 5. Og 12. júní kl. 20-21.
Mæting við golfkálann í Leirunni.
Skráning hjá sp@gs.is
Verð: 5.000 kr.

Scroll to top