Höfundur: Gunnar Þór

Úrslit úr Opna Sólseturshátíðarmótinu

Það var fullt í Opna Sólseturshátíðarmótið sem fram fór í blíðskapaveðri í gærkveldi. Fólk skemmti sér vel og sýndi frábær tilþrif á golfvellinum. Það var Sveitarfélagið Garður sem styrkti mótið en mótið er hluti af Sólseturshátiðinni, en hátíðin fer frá nú um helgina og hægt er að nálgast dagskrá hennar á www.svgardur.is

Úrslit mótsins vour sem hér segir;
Opna Sólseturshátiðarmóotið.

Golfklúbbur Suðurnesja þakkar Sveitarfélaginu Garði og  keppendum kærlega fyrir þátttökuna, og hvetur kylfinga á kíkja í Garðinn um helgina á Sólseturshátíðina.

Meistaramót GS 2017 – skráning hafin

Meistaramót Golfklúbbs Suðurnesja 2017 fer fram dagana 5-8 Júlí. Leikið verður með hefðbundnu sniði líkt og undanfarin ár og nálgast má allar upplýsingar  um mótið hér í skjölunum að neðan.

Hægt er að skrá sig í mótið á golf.is og þá geta kylfingar einungis skráð sig á rástíma fyrsta daginn en það liggur svo rástímamappa í klúbbhúsi fyrir rástíma á fimmtudeginum. Raðað verður í rástíma á föstudeginum  og laugardegi eftir skori. 

Keppnisskilmálar meistaramót 2017
Meistaramót flokkaröðun og annað 2017

Veglegt lokahóf verður síðan Laugardaginn 8.júlí og er það innifalið í mótsgjaldi.

 

 

 

Sjálfboðaliðar óskast helgina 19-21 maí.

Nú fer að styttast í stærsta mót ársins hjá Golfklúbbi Suðurnesja, fyrsta mót Eimskipsmótaraðarinnar sem frem fer dagana 19-21 maí n.k,  allir bestu kylfingar landsins mæta á í Leiruna og etja kappi við okkar frábæra völl. Við framkvæmd slíks móts er ljóst að starfsmannaþörf okkar eykst til muna. Þess vegna verður þörfin eftir sjálfboðaliðum þessa vikuna mikil. Óskum við því eftir ykkar hjálp. Við myndum meta það mikils ef klúbbmeðlimir gætu lagt lóð á vogaskálarnar við framkvæmd mótsins.

Verk sem þarf að vinna er m.a.
Ræsing
Framverðir
Skortöflumenn út á velli. (ipad)
Hægt er að skrá sig með því að smella á slóðina hér að neðan.

 

https://docs.google.com/a/gs.is/spreadsheets/d/1bUpOZpmdyqjYJXYiupFMRjx-JbP9M3HEJJn21xfSlzk/edit?usp=sharing

Ef þið sjáið ykkur fært um að hjálpa okkur við að gera þetta Eimskipsmót með „stæl“ vinsamlegast hafið samband við;

Gunnar Jóhannsson gs@gs.is eða í síma 846-0666 eða að skrá sig á slóðina hér að ofan.

Úrslit úr öðru Vormóti GS

Það viðraði ekki bærilega fyrir kylfinga í dag, en það voru um 90 kylfingar sem hófu leik á Hólsmvelli í dag.

Úrslit urðu sem hér segir:

1.sæti án fgj.  Jóel Gauti Bjarkarsson 75.högg
1.sæti punktar Sigurður Ólafsson 38.punktar.
2.sæti punktar Guðlaugur H Guðlaugsson 37.punktar
3.sæti punktar Jóel Gauti Bjarkarsson 35.punktar

Næst holu á 9.braut Jóhann Kr 1.35 m
Næst holu á 16.braut Helgi Róbert 2,99 m
Næst holu á 18.braut Helgi Hólm 1.0 m

GS þakkar kylfingur fyrir þátttökuna í mótinu og óskar verðlaunahöfum til hamingju með flottan árangur við krefjandi verðuraðstæður. Minnum svo á mótið hjá okkur n.k fimmtudag.

 

Úrslit úr Vormóti GS 1.apríl

Það var smekkfullur völlur og flott 1.apríl veður í Leirunni í dag. Um 150 kylfingar hófu leik og urðu úrslit sem hér segir:

Best skor Björgvin Sigmundsson 72.högg
1.sæti punktar Halldór M Þórðarson 41.punkt.
2.sæti punktar Sigurbjörn R Jónasson 40.punkt.
3.sæti punktar Jón Alfreðsson 40.punkt.
33.sæti Valur Þórarinsson 31.punkt.

 

Næst holu á 9.braut Bjarni Sigurðsson 50 cm.
Næst holu á 16.braut Björgvin Sigmundsson 2.50 m.
Næst holu á 18.braut Bergsveinn Þórarinsson 1.63 m.

GS óskar vinningshöfum til hamingju með flottan árangur í dag og þakkar keppendum kærlega fyrir daginn. Minnum svo á mótið hjá okkur næstu helgi. Skráning á golf.is

 

Scroll to top