Flokkur: Félagsstarf

Bjarki fékk gullverðlaun á Nordic Special

Þrír íslenskir keppendur úr röðum Golfsamtaka fatlaðra á Íslandi tóku þátt á Nordic Special Golf Cup 2017 sem fram fór í Helsingør í Danmörku um s.l. helgi. Árangur þeirra var glæsilegur en keppt var á frábærum og krefjandi golfvelli í Helsingør. Bjarki Guðnason úr GS lék á 42 punktum þegar mest á reyndi og sigraði hann í B-flokki leikmanna með 14,1-30 í forgjöf. Elín Ólafsdóttir úr GK varð fimmta í B-flokknum.

Pálmi Þór Pálmason úr GKB keppti í A-flokki þar sem keppendur voru með forgjöf 0-14. Pálmi endaði í sjötta sæti en í A-flokki var keppt í höggleik. Sannarlega glæsilegt hjá okkar fólki og við sendum þeim hamingjuóskir með árangurinn.

Eimskipsmótaröðin: Egils Gull-mótið í Leirunni

Í dag hefst Egils Gull-mótið í Leirunni, völlurinn er því lokaður meðan á því stendur. Hólmsvöllur opnar aftur fyrir almenna kylfinga á sunnudaginn kl. 16.00.

Við minnum GSinga á vinavellina okkar og jafnframt á að GSingar eiga rétt á að leika aðra velli á afsláttarkjörum (50% af fullu flatargjaldi) meðan á mótinu stendur.

Sjálfboðaliðar óskast helgina 19-21 maí.

Nú fer að styttast í stærsta mót ársins hjá Golfklúbbi Suðurnesja, fyrsta mót Eimskipsmótaraðarinnar sem frem fer dagana 19-21 maí n.k,  allir bestu kylfingar landsins mæta á í Leiruna og etja kappi við okkar frábæra völl. Við framkvæmd slíks móts er ljóst að starfsmannaþörf okkar eykst til muna. Þess vegna verður þörfin eftir sjálfboðaliðum þessa vikuna mikil. Óskum við því eftir ykkar hjálp. Við myndum meta það mikils ef klúbbmeðlimir gætu lagt lóð á vogaskálarnar við framkvæmd mótsins.

Verk sem þarf að vinna er m.a.
Ræsing
Framverðir
Skortöflumenn út á velli. (ipad)
Hægt er að skrá sig með því að smella á slóðina hér að neðan.

 

https://docs.google.com/a/gs.is/spreadsheets/d/1bUpOZpmdyqjYJXYiupFMRjx-JbP9M3HEJJn21xfSlzk/edit?usp=sharing

Ef þið sjáið ykkur fært um að hjálpa okkur við að gera þetta Eimskipsmót með „stæl“ vinsamlegast hafið samband við;

Gunnar Jóhannsson gs@gs.is eða í síma 846-0666 eða að skrá sig á slóðina hér að ofan.

Hlaðborð í hádeginu

Axel vert er búinn að galdra fram glæsilegt hádegishlaðborð og er það í boði alla daga á milli 11.30 og 16.00 og kostar einungis 1.950 kr. Lambalæri, lasagne, pasta, meðlæti, súpa og brauð. Ekki amalegt að njóta góðra veitinga og útsýnis í golfskálanum í Leiru.

Hola í höggi í Leirunni

Valgarður M. Pétursson gerði sér lítið fyrir og lék áttundi holuna á einu höggi í dag.

Valgarður var við leik ásamt eiginkonu sinni og notaði blending við höggið sem heppnaðir fullkomlega.

Til hamingju með að komast í hóp Einherja Valgarður!

Líf vaknar í Leirunni

Það er alltaf sérstaklega gleðilegt að fylgjast með þegar lífið kviknar í sumarbyrjun. Nú er tjaldurinn byrjaður sinn búskap og farinn að liggja á eggjum. Við biðjum alla kylfinga sem leika Leiruna að sýna þessum íbúum vallarins nærgætni.

.
Þessi tjaldur er búinn að koma sér fyrir við fyrsta teiginn á Hólmsvelli og lætur ófriðlega ef kylfingar hætta sér of nærri hreiðrinu hans

Konukvöld GS á föstudaginn

Konukvöld GS verður haldið föstudagskvöldið 5. maí. Ekki búast við öðru en skemmtilegu kvöldi sem kvennaráð GS hefur skipulagt; þriggja rétta máltíð, uppistand, tískuskýning o.fl. Sumarstarf GS-kvenna kynnt. Húsið opnar kl. 19.00.

Miðaverð aðeins 3.500 kr.

Hægt er að leggja inn á reikning 542-14-405692, kt. 050659-7049

Rástímaskráningar og umgengni

Nú er golftímabilið loksins komið af stað. Af því tilefni vil ég minna kylfinga sem leika Hólmsvöll á nokkur einföld atriði:

   Kylfingar verða að skrá sig á rástíma á golf.is
   Áður en kylfingur hefur leik ber honum að tilkynna mætingu hjá ræsi í golfskála
   Kylfingar mega ekki leika fleirum en einum bolta inná flatir (þetta er sérstaklega mikilvægt í upphafi tímabilsins og flatirnar afar viðkvæmar)
   Kylfingar eiga að vera með flatargaffla og gera við boltaför eftir sig á flötum (góður siður er að gera við för sem öðrum hefur yfirsést í leiðinni)
   Kylfingar eiga að lagfæra eftir sig og leggja torfusnepla í kylfuför

Ég vil ítreka að allir sem leika Leiruna þurfa að skrá sig á rástíma, það er mjög mikilvægt fyrir okkur til að fá yfirlit yfir notkunina á vellinum. Á síðasta ári gerðum við átak í þessum málum og höfðu margir misjafnar skoðanir á því, enda hafði rástímaskráningum í Leirunni verið verulega ábótavant fram að því. Það tók ekki langan tíma að innræta þetta í fólk enda um eðlileg vinnubrögð að ræða. Á móti fengum við betra yfirlit yfir notkun vallarins og þá jukust einnig tekjur af vallargjöldum um heil 45% – það munar um minna.

Með golfkveðju,
Jóhann Páll Kristbjörnsson
formaður Golfklúbbs Suðurnesja

Tölurnar í happdrætti Golfklúbbs Suðurnesja

Búið er að draga í happdrætti Golfklúbbs Suðurnesja sem var efnt til að styrkja æfingaferð unginga- og afrekshóp GS fyrr í mánuðinum.

230 – 1. vinningur
389 – 2. vinningur
190 – 3. vinningur
42 – 4. vinningur
385 – 5. vinningur
272 – 6. vinningur
6 – 7. vinningur
431 – 8. vinningur
113 – 9. vinningur
177 – 10. vinningur
415 – 11. vinningur
409 – 12. vinningur
43 – 13. vinningur
108 – 14. vinningur
115 – 15. vinningur
318 – 16. vinningur
337 – 17. vinningur
208 – 18. vinningur
369 – 19. vinningur
103 – 20. vinningur
163 – 21. vinningur
368 – 22. vinningur
405 – 23. vinningur
393 – 24. vinningur
122 – 25. vinningur
283 – 26. vinningur
392 – 27. vinningur
302 – 28. vinningur
261 – 29. vinningur
322 – 30. vinningur
478 – 31. vinningur
154 – 32. vinningur
423 – 33. vinningur
114 – 34. vinningur
299 – 35. vinningur
292 – 36. vinningur
226 – 37. vinningur

Við óskum vinningshöfum til hamingju og þökkum fyrir veittan stuðning, vinninga má vitja í golfskálanum.

Scroll to top