Flokkur: Félagsstarf

Breytingar á stjórn GS

Breytingar urðu á stjórn Golfklúbbs Suðurnesja í vikunni þegar Sigurrós Hrólfsdóttir sagði sig frá stjórnarmennsku.

Sigurrós hefur setið í stjórn á fjórða ár auk þess að sinna kvennastarfi klúbbsins af miklum myndarbrag og átt stóran þátt í öllu því öfluga starfi sem þar hefur átt sér stað.

Golfklúbbur Suðurnesja þakkar Sigurrós kærlega vel unnin störf fyrir klúbbinn og óskar henni velfarnaðar í hverju því sem hún tekur sér fyrir hendur.

Fyrir hönd GSinga,
Jóhann Páll Kristbjörnsson,
formaður Golfklúbbs Suðurnesja

Virðum lífið og völlinn

Lífið er heldur betur að vakna í Leirunni. Völlurinn er í einstaklega góðu formi og flatirnar óvenju góðar, því er sorglegt að sjá umgengnina um völlinn. Torfusneplar eru illa eða ófrágengnir og boltaför á flötum ótrúlega mörg (þrátt fyrir að flatargafflar hafa verið í boði ókeypis í upphafi þessa tímabils).

Ég við vekja athygli kylfinga á að nú er tjaldurinn byrjaður að verpa og vil ég biðja þá (kylfingana) að taka tillit til þessara íbúa Leirunnar … og ganga betur um völlinn.

Nýliðavika hjá Golfklúbbi Suðurnesja

Viltu kynna þér golf og fá að prófa?

Þann 13. maí hefst nýliðavika hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Sigurpáll Geir Sveinsson, PGA-golfkennari og íþróttastjóri Golfklúbbs Suðurnesja, mun kynna golfíþróttina fyrir áhugasömum ásamt því að fara yfir grunnatriði. Námskeiðið miðar að þeim sem langar að prófa golf eða eru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni. Miðað er við nýliða og þá sem hafa ekki náð 35 í forgjöf.

Mánudagur 13. maí: Kynning og kennsla
Þriðjudagur 14. maí: Kynning og kennsla
Fimmtudagur 16. maí: Farið á völlinn og spilað

Í boði eru tvær tímasetningar þessa daga:
19:00–20:00
20:00–21:00

Námskeiðið er frítt fyrir meðlimi Golfklúbbs Suðurnesja en aðrir greiða 5.000 kr.
Fyrir þá sem síðan ganga í golfklúbbinn á árinu fæst gjaldið endurgreitt.

Áhugasamir vinsamlegast skrái sig hér.

Eða sendi tölvupóst á gs@gs.is

Takmarkað sætaframboð og fyrstir koma, fyrstir fá!

Búið að opna fyrir umferð golfbíla

Frá og með deginum í dag, 22. apríl, eru golfbílar leyfðir í Leirunni.

Kylfingar á golfbílum eru beðnir að láta skynsemina ráða og hlífa viðkvæmur svæðum.
Vallarnefnd fylgist stöðugt með ástandi vallarins og gæti lokað tímabundið fyrir umferð bíla – svo fylgist með.

Nýjar golf- og staðarreglur

Í kvöld kl. 20 verður farið yfir helstu breytingar á golfreglunum í golfskálanum í Leiru. Þá verða nýjar og uppfærðar staðarreglur Hólmsvallar einnig skoðaðar með tilliti til breytinga á golfreglunum.

GSingar, ekki missa af þessu það er stutt í sumarið!

Reglukvöld GS

Sigurpáll Geir Sveinsson, íþróttstjóri GS, og Gunnar Þór Jóhannsson, formaður vallarnefndar, fara yfir málin með félögum í GS mánudaginn 25. mars kl. 20. Nýjar golfreglur og uppfærðar staðarreglur Hólmsvallar.

Hvetjum alla GSinga til að mæta,
stjórn Golfklúbbs Suðurnesja

Herrakvöld GS 2019

Herrakvöldið verður haldið föstudagskvöldið 29. mars, húsið opnar kl. 19.00 og borðhald hefst kl. 20.00

Fínt að byrja golftímabilið á góðu djammi í Leirunni.
Venni Páer, a.k.a. Verharð Þorleifsson; júdókappi, kylfingur og einn allsherjar snillingur mun stýra gleðskapnum.
Ræðumaður kvöldsins er hin eina sanna Sigga Kling.
Issi galdrar fram gómsætt sjávarréttahlaðborð.

Ekki missa af þessu!

Verð aðeins 6.500 kr. á mann, fordrykkur (bjór) innifalinn!
Sé pantað heilt borð (8 manns) er veittur afsláttur.
Bókanir á gs[at]gs.is eða hjá formanni (johann[at]gs.is – 771-2121)

Félagsgjöld 2019

Kæru félagar, eins og flestir ættu að hafa orðið varir við er búið að senda út greiðsluseðla fyrir félagsgjöld 2019 og byrjað að færa af greiðslukortum hjá þeim sem hafa valið það fyrirkomulag. Hafi félagar ekki fengið rukkun fyrir sínum félagsgjöldum eru þeir vinsamlegast beðnir að hafa samband við skrifstofu á gs[at]gs.is


Á hverju ári leita margir félagar til framkvæmdastjóra og óska eftir afslætti, forsendur fyrir því geta verið margvíslegar s.s. veikindi, nám eða annað.
Nú hefur ábyrgðin verið færð frá framkvæmdastjóra og honum gert óheimilt að veita afslætti af félagsgjöldum. Félagaráð hefur verið stofnað og þarf að skila skriflegri umsókn vegna afslátta til ráðsins á gs[at]gs.is. Í umsókninni þarf að tilgreina ástæður umsóknarinnar. Félagaráð skipa formaður, varaformaður og gjaldkeri.

Með golfkveðju,
Jóhann Páll Kristbjörnsson,
formaður Golfklúbbs Suðurnesja

Scroll to top