Flokkur: Félagsstarf

Búið að opna fyrir umferð golfbíla

Frá og með deginum í dag, 22. apríl, eru golfbílar leyfðir í Leirunni.

Kylfingar á golfbílum eru beðnir að láta skynsemina ráða og hlífa viðkvæmur svæðum.
Vallarnefnd fylgist stöðugt með ástandi vallarins og gæti lokað tímabundið fyrir umferð bíla – svo fylgist með.

Nýjar golf- og staðarreglur

Í kvöld kl. 20 verður farið yfir helstu breytingar á golfreglunum í golfskálanum í Leiru. Þá verða nýjar og uppfærðar staðarreglur Hólmsvallar einnig skoðaðar með tilliti til breytinga á golfreglunum.

GSingar, ekki missa af þessu það er stutt í sumarið!

Reglukvöld GS

Sigurpáll Geir Sveinsson, íþróttstjóri GS, og Gunnar Þór Jóhannsson, formaður vallarnefndar, fara yfir málin með félögum í GS mánudaginn 25. mars kl. 20. Nýjar golfreglur og uppfærðar staðarreglur Hólmsvallar.

Hvetjum alla GSinga til að mæta,
stjórn Golfklúbbs Suðurnesja

Herrakvöld GS 2019

Herrakvöldið verður haldið föstudagskvöldið 29. mars, húsið opnar kl. 19.00 og borðhald hefst kl. 20.00

Fínt að byrja golftímabilið á góðu djammi í Leirunni.
Venni Páer, a.k.a. Verharð Þorleifsson; júdókappi, kylfingur og einn allsherjar snillingur mun stýra gleðskapnum.
Ræðumaður kvöldsins er hin eina sanna Sigga Kling.
Issi galdrar fram gómsætt sjávarréttahlaðborð.

Ekki missa af þessu!

Verð aðeins 6.500 kr. á mann, fordrykkur (bjór) innifalinn!
Sé pantað heilt borð (8 manns) er veittur afsláttur.
Bókanir á gs[at]gs.is eða hjá formanni (johann[at]gs.is – 771-2121)

Félagsgjöld 2019

Kæru félagar, eins og flestir ættu að hafa orðið varir við er búið að senda út greiðsluseðla fyrir félagsgjöld 2019 og byrjað að færa af greiðslukortum hjá þeim sem hafa valið það fyrirkomulag. Hafi félagar ekki fengið rukkun fyrir sínum félagsgjöldum eru þeir vinsamlegast beðnir að hafa samband við skrifstofu á gs[at]gs.is


Á hverju ári leita margir félagar til framkvæmdastjóra og óska eftir afslætti, forsendur fyrir því geta verið margvíslegar s.s. veikindi, nám eða annað.
Nú hefur ábyrgðin verið færð frá framkvæmdastjóra og honum gert óheimilt að veita afslætti af félagsgjöldum. Félagaráð hefur verið stofnað og þarf að skila skriflegri umsókn vegna afslátta til ráðsins á gs[at]gs.is. Í umsókninni þarf að tilgreina ástæður umsóknarinnar. Félagaráð skipa formaður, varaformaður og gjaldkeri.

Með golfkveðju,
Jóhann Páll Kristbjörnsson,
formaður Golfklúbbs Suðurnesja

Endurmenntunar- og héraðsdómaranámskeið

Nýjar golfreglur tóku gildi um síðustu áramót. Þær eru afrakstur verkefnis sem sneri að því nútímavæða reglurnar til að mæta núverandi þörfum leiksins. Reglurnar eru mjög breyttar frá fyrri útgáfum og í ljósi þessu mun dómaranefnd GSÍ halda endurmenntunarnámskeið fyrir golfdómara og í framhaldi af því munu allir golfdómarar taka próf til að staðfesta kunnáttu sína á reglunum og viðhalda réttindum sínum. Fyrirkomulag prófanna verður kynnt á endurmenntunarnámskeiðinu.

Námskeiðin vera haldin 2. febrúar og 2. mars, kl. 9:00 – 15:00, í Íþrótta-miðstöðinni í Laugardal. Seinna námskeiðið er fyrir þá sem ekki komast á það fyrra. Hægt er að fylgjast með fyrirlestrunum í beinni netútsendingu, hafi menn ekki tök á að mæta í Laugardalinn.

Dómaranefndin mælist til þess að allir golfdómarar mæti á námskeiðið en það er þó ekki krafa til að fá að taka endurmenntunarprófið.

Þeir sem hafa áhuga á að sitja námskeiðið og hafa ekki þegar tilkynnt þátttöku sína geta sent tölvupóst á netfangið domaranefnd@golf.is og tilgreint þar hvora dagsetninguna þeir velja eða horft á netútsendinguna.


Allar nánari upplýsingar eru á golf.is

Siggi Palli býður GSingum í Golfakademíuna

Milli 12 og 14 á laugardaginn mun Siggi Palli vera á staðnum og gefa GSingum góð ráð varðandi golfið, púttþrautir og allir fá að prófa herminn.

Nú styttist verulega í að golftímabilið hefjist og tímabært að dusta rykið af græjunum. GSingar hafa aðgang að frábærri aðstöðu í Akademíunni og ættu að huga að því nýta hana til að koma vel undan vetri. Núna er opið fyrir almenna kylfinga þrisvar í viku; miðvikudaga, föstudaga og laugardaga.
Opnunartíma má sjá hér

Golfferð til Morgado – skráningarfrestur að renna út

Gleðilegt ár kæru félagar,
nú fer skráningarfresti að ljúka í ferðina okkar til Morgado, alla vega á þessum vildarkjörum. Það verður mikið spilað og áætlað er að halda klúbbakeppni þar sem NK verður með okkur í ferðinni.
Ég ætla einnig að bjóða upp á ókeypis golfkennslu fyrir félagsmenn og verður það kynnt nánar síðar.

Hér eru upplýsingar um staðinn

Koma svo, fjölmennum í ferðina og störtum sumrinu snemma.

Sigurpáll Geir Sveinsson
íþróttastjóri GS


VITAgolf er mikil ánægja að bjóða GS einstakt tækifæri á æfingaferð til Morgado í Portúgal 6.–13. apríl 2019. Flogið verður til og frá Faro í beinu leiguflugi með ICELANDAIR 6. apríl kl. 08:00 lent í Faro kl. 13:10. Flugtími heim þann 13. apríl er frá Faro kl. 14:10 lent í Keflavík kl. 16:10. Morgado er vestur af Faro og tekur aksturinn frá flugvellinum u.þ.b. 45 mínútur. M.v. flugtíma hér að ofan er hægt að spila eða æfa golf eftir komu fyrsta dag og síðan allan daginn næstu sex daga, það gerir sjö golfdaga í ferðinni.

Með tvo frábæra ólíka 18 holu golfvelli og einstaklega vel hannað æfingasvæði þá er Morgado frábær valkostur fyrir æfingaferð og að auki er stórglæsilegt 4* hótel við golfvellina. Hægt er að skoða allt um svæðið á VITAgolf vefsíðunni hér og á heimasíðu staðarins hér.


Verð fyrir foreldra og aðra fullorðna:

179,900 kr. á mann í tvíbýli
189.900 kr. í einbýli

Verð fyrir ungmenni í æfingum:

159,900 kr. á mann m.v. tvíbýli – þríbýli (auka rúm) sama verð og tvíbýli


BÓKUNARLEIÐBEININGAR:
Til að bóka ferðina notið linkinn hér – þá kemur upp síða þar sem beðið er
um hópanúmer:

3014


Innifalið:

Beint leiguflug til Faro með Icelandair
Flugvallaskattar
Flutningur golfsetts (hámark 15kg) og farangur (hámark 20kg)
Akstur milli flugvallar og hótels
Gisting með morgun- og kvöldverðarhlaðborði
Ótakmarkað golf með GOLFBÍL fyrir fullorðna og golfkerrur fyrir ungmenni í æfingum alla daga. Fararstjórn frá VITAgolf Innifalið er nestispakki í hádeginu og ótakmarkað af æfingaboltum fyrir ungmenni í æfingum.

ATH. EKKI er hægt að nota Icelandair Vildarpunkta í þessari ferð.

Scroll to top