Flokkur: Félagsstarf

Siggi Palli býður GSingum í Golfakademíuna

Milli 12 og 14 á laugardaginn mun Siggi Palli vera á staðnum og gefa GSingum góð ráð varðandi golfið, púttþrautir og allir fá að prófa herminn.

Nú styttist verulega í að golftímabilið hefjist og tímabært að dusta rykið af græjunum. GSingar hafa aðgang að frábærri aðstöðu í Akademíunni og ættu að huga að því nýta hana til að koma vel undan vetri. Núna er opið fyrir almenna kylfinga þrisvar í viku; miðvikudaga, föstudaga og laugardaga.
Opnunartíma má sjá hér

Golfferð til Morgado – skráningarfrestur að renna út

Gleðilegt ár kæru félagar,
nú fer skráningarfresti að ljúka í ferðina okkar til Morgado, alla vega á þessum vildarkjörum. Það verður mikið spilað og áætlað er að halda klúbbakeppni þar sem NK verður með okkur í ferðinni.
Ég ætla einnig að bjóða upp á ókeypis golfkennslu fyrir félagsmenn og verður það kynnt nánar síðar.

Hér eru upplýsingar um staðinn

Koma svo, fjölmennum í ferðina og störtum sumrinu snemma.

Sigurpáll Geir Sveinsson
íþróttastjóri GS


VITAgolf er mikil ánægja að bjóða GS einstakt tækifæri á æfingaferð til Morgado í Portúgal 6.–13. apríl 2019. Flogið verður til og frá Faro í beinu leiguflugi með ICELANDAIR 6. apríl kl. 08:00 lent í Faro kl. 13:10. Flugtími heim þann 13. apríl er frá Faro kl. 14:10 lent í Keflavík kl. 16:10. Morgado er vestur af Faro og tekur aksturinn frá flugvellinum u.þ.b. 45 mínútur. M.v. flugtíma hér að ofan er hægt að spila eða æfa golf eftir komu fyrsta dag og síðan allan daginn næstu sex daga, það gerir sjö golfdaga í ferðinni.

Með tvo frábæra ólíka 18 holu golfvelli og einstaklega vel hannað æfingasvæði þá er Morgado frábær valkostur fyrir æfingaferð og að auki er stórglæsilegt 4* hótel við golfvellina. Hægt er að skoða allt um svæðið á VITAgolf vefsíðunni hér og á heimasíðu staðarins hér.


Verð fyrir foreldra og aðra fullorðna:

179,900 kr. á mann í tvíbýli
189.900 kr. í einbýli

Verð fyrir ungmenni í æfingum:

159,900 kr. á mann m.v. tvíbýli – þríbýli (auka rúm) sama verð og tvíbýli


BÓKUNARLEIÐBEININGAR:
Til að bóka ferðina notið linkinn hér – þá kemur upp síða þar sem beðið er
um hópanúmer:

3014


Innifalið:

Beint leiguflug til Faro með Icelandair
Flugvallaskattar
Flutningur golfsetts (hámark 15kg) og farangur (hámark 20kg)
Akstur milli flugvallar og hótels
Gisting með morgun- og kvöldverðarhlaðborði
Ótakmarkað golf með GOLFBÍL fyrir fullorðna og golfkerrur fyrir ungmenni í æfingum alla daga. Fararstjórn frá VITAgolf Innifalið er nestispakki í hádeginu og ótakmarkað af æfingaboltum fyrir ungmenni í æfingum.

ATH. EKKI er hægt að nota Icelandair Vildarpunkta í þessari ferð.

Issi og Hjördís verða áfram

Á síðasta degi ársins 2018 var undirritaður samningur við Issa og Hjördísi um áframhaldandi rekstur veitingasölu Leirunnar.

Það er óhætt að segja að félagar hafi tekið þeim vel á síðasta ári en því miður var golftímabilið ömurlegt fyrir rekstraraðila eins og kylfinga. Þau prýðishjón hafa samt ákveðið að gefast ekki upp og ætla láta reyna á þetta annað ár. Ég býð þau svo sannarlega velkomin og verð að segja að mér finnst þetta góðar fréttir fyrir okkur GSinga og aðra kylfinga sem munu leika Leiruna í sumar.

Með golfkveðju,
Jóhann Páll Kristbjörnsson
formaður

Andrea ráðin framkvæmdastjóri GS

Stjórn Golfklúbbs Suðurnesja hefur ráðið Andreu Ásgrímsdóttur til að taka við starfi framkvæmdastjóra en Gunnar Þór Jóhannsson mun láta af störfum í lok febrúar.

Andrea er menntaður PGA-golfkennari, er með B.Sc. viðskiptafræðigráðu ásamt meistaragráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Þá hefur hún góða starfsreynslu sem mun klárlega nýtast í starfi, var mótastjóri GSÍ og framkvæmdastjóri PGA á Íslandi auk þess að hafa kennt golf í Frakklandi og á Íslandi, bæði sem aðal- og aukastarf.
Andrea er búsett í Reykjanesbæ ásamt fjölskyldu sinni.


Ég tel okkur GSinga afar lánsama að fá Andreu til lið við okkur, hún hefur dýrmæta reynslu og menntun sem kemur til með að nýtast vel í starfi hennar sem framkvæmdastjóri GS. Fyrir hönd okkar GSinga býð ég Andreu velkomna í Golfklúbb Suðurnesja.
Afram GS!

Jóhann Páll Kristbjörnsson,
formaður Golfklúbbs Suðurnesja

Skötuveisla GS

Á Þorláksmessu munu krakkar úr GS standa vaktina í golfskálanum í Leiru og bera fram dýrindis skötu og saltfisk úr Garðinum. Allur ágóði af skötuveislunni rennur í ferðasjóð krakkanna og því viljum við hvetja félaga að fjölmenna til að:

  • Styrkja krakkana
  • Njóta góðra veitinga með góðum félögum
  • Taka pásu frá undirbúningi jólanna
  • Losna við allt umstang … og uppvask
  • Losna við lyktina úr heimahúsum

Það eru örugglega miklu fleiri ástæður en þessar til að koma í skötu til GSkrakkana … en hver þarf ástæðu til að gæða sér á kæstri skötu, saltfiski og meðlæti?


Skötuveislan stendur frá 11 til 14 á Þorláksmessu – verð 4.000 kr. á mann

Til að auðvelda allan undirbúning eru félagar beðnir að boða komu sína, tíma og fjölda, til formanns GS í tölvupósti (johann[at]gs.is) eða í síma 771-2121

Það eru allir velkomnir í Skötuveisluna, GSingar og allir hinir!

Lykiltölur og fleira

Eins og áður hefur komið fram var aðalfundur Golfklúbbsins haldinn á sunnudaginn var. Fundurinn var hinn ágætasti og sköpuðust líflegar umræður þegar nýjar reglugerðir Meistaramóts og Stigamóts voru lagðar undir fundinn.


Lykiltölur:

Rekstratekjur 76 milljónir
Rekstrargjöld 80 milljónir
Tap fyrir fjármagnsliði 4 milljónir
Tap eftir fjármagnsliði 5,3 milljónir
Skuldir hækka á milli ára úr 14 miljónum í 17,5 milljónir.
Leiknir hringir á Hólmsvelli fóru úr 20 þúsund niður í 18 þúsund sem er 10% á milli ára.
Félagafjöldi var 530 sem er fækkun um 30 manns.


Stjórn GS 2019:

Jóhann Páll Kristbjörnsson, formaður

Áfram sitja: Helga Steinþórsdóttir, Sigurður Sigurðsson, Sigurrós Hrólfsdóttir og Sveinn Björnsson.

Ný í stjórn (til tveggja ára): Guðni Sigurðsson, Gunnar Þór Jóhannsson, John Berry og Sigríður Erlingsdóttir.


Skjöl:

Ársreikningur
Ársskýrsla
Reglugerð um Meistaramót
Reglugerð um Stigamót

Fréttir frá aðalfundi 2018

Aðalfundur GS 2018 fór fram í dag, hann var vel sóttur og fjörugur. Skemmtilegur fundur að baki þar sem skemmtilegar umræður sköpuðust.

Meðal þess helsta sem gerðist á fundinum var eftirfarandi:
Halli var á rekstri klúbbsins, örlítil fækkun félagsmanna og færri leiknir hringir frá árinu 2017. Nýjar reglugerðir fyrir Stigamót GS og Meistaramót GS samþykktar.


Stjórn GS 2019 kosin:

Jóhann Páll Kristbjörnsson, formaður

Áfram sitja: Helga Steinþórsdóttir, Sigurður Sigurðsson, Sigurrós Hrólfsdóttir og Sveinn Björnsson.

Ný í stjórn (til tveggja ára): Guðni Sigurðsson, Gunnar Þór Jóhannsson, John Berry og Sigríður Erlingsdóttir.


Kylfingar ársins:

Úr ársskýrslu formanns: „Kylfingar ársins 2018 eru tveir. Þetta eru báðir frábærir afrekskylfingar sem hafa staðið sig vel í gegnum árin í keppnisgolfi og verið Golfklúbbi Suðurnesja til mikils sóma. En það eru ekki eingöngu hæfileikar og afrek þessara ungu kylfinga sem ræður því að þeir skulu valdir kylfingar ársins. Mér er það mikil ánægja að segja frá því að systurnar Zuzanna og Kinga Korpak hafa GS-hjartað á réttum stað. Síðasta sumar flutti Korpak fjölskyldan í Hvalfjarðarsveit sem er ekki alveg í nánasta nágrenni við Suðurnesin – engu að síður tilkynntu systurnar mér af fyrra bragði að þær ætluðu ekki að skipta um klúbb og muni leika áfram fyrir GS. Að mati stjórnar er þetta hugarfar eitt og sér nóg til að verðskulda titilinn kylfingur ársins 2018.“


Sjálfboðaliði ársins:

Úr ársskýrslu formanns: „Sjálfboðaliði ársins 2018 er einn af þessum aðilum sem er alltaf reiðubúinn að leggja sitt af mörkum. Vinnustundirnar sem hann hefur helgað Golfklúbbi Suðurnesja á undanförnum árum skipta ekki tugum heldur hundruðum – og í sumar varð engin breyting á, jafnvel þó hann hafi ekki verið meðlimur í klúbbnum þetta árið. Sjálfboðaliði ársins er Heimir Hjartarson úr Golfklúbbi Sandgerðis og hlýtur hann sem þakklætisvott GSÍ-kort til eigin nota á næsta ári.“


Ýtarlegri fréttir af fundinum koma á morgun.

Aðalfundur GS á sunnudaginn

Sunnudaginn 2. desember kl. 16.00 verður aðalfundur Golfklúbbs Suðurnesja haldinn í Leirunni

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf, meðal þeirra er kosning formanns og fjögurra stjórnarmanna.
Jóhann Páll Kristbjörnsson er einn í framboði til formanns og því sjálfkjörinn, hins vegar gefa fimm kost á sér í stjórn og mun því þurfa að greiða atkvæði um þau. Atkvæðisrétt hafa allir félagsmenn GS 18 ára og eldri sem greitt hafa árgjald þess starfsárs sem er að ljúka og mættir eru á aðalfund.

Þessi fimm eru (í stafrófsröð):

Guðni Sigurðsson
Gunnar Þór Jóhannsson
John Berry
Róbert Sigurðarson
Sigríður Erlingsdóttir

Þá mun stjórn leggja fram nýjar reglugerðir á fundinum fyrir Meistaramót GS og Stigamót GS (Þ-mót)

Félagar, fjölmennum á fundinn!

Æfingaferð GS 2019

VITAgolf er mikil ánægja að bjóða GS einstakt tækifæri á æfingaferð til Morgado í Portúgal 6.–13. apríl 2019. Flogið verður til og frá Faro í beinu leiguflugi með ICELANDAIR 6. apríl kl. 08:00 lent í Faro kl. 13:10. Flugtími heim þann 13. apríl er frá Faro kl. 14:10 lent í Keflavík kl. 16:10. Morgado er vestur af Faro og tekur aksturinn frá flugvellinum u.þ.b. 45 mínútur. M.v. flugtíma hér að ofan er hægt að spila eða æfa golf eftir komu fyrsta dag og síðan allan daginn næstu sex daga, það gerir sjö golfdaga í ferðinni.

Með tvo frábæra ólíka 18 holu golfvelli og einstaklega vel hannað æfingasvæði þá er Morgado frábær valkostur fyrir æfingaferð og að auki er stórglæsilegt 4* hótel við golfvellina. Hægt er að skoða allt um svæðið á VITAgolf vefsíðunni hér og á heimasíðu staðarins hér.


Verð fyrir foreldra og aðra fullorðna:

179,900 kr. á mann í tvíbýli
189.900 kr. í einbýli

Verð fyrir ungmenni í æfingum:

159,900 kr. á mann m.v. tvíbýli – þríbýli (auka rúm) sama verð og tvíbýli


Innifalið:

Beint leiguflug til Faro með Icelandair
Flugvallaskattar
Flutningur golfsetts (hámark 15kg) og farangur (hámark 20kg)
Akstur milli flugvallar og hótels
Gisting með morgun- og kvöldverðarhlaðborði
Ótakmarkað golf með GOLFBÍL fyrir fullorðna og golfkerrur fyrir ungmenni í æfingum alla daga. Fararstjórn frá VITAgolf Innifalið er nestispakki í hádeginu og ótakmarkað af æfingaboltum fyrir ungmenni í æfingum.

ATH. EKKI er hægt að nota Icelandair Vildarpunkta í þessari ferð.

Scroll to top