Flokkur: Fræðsla

Frágangur á hrífum

Það vefst fyrir mörgum hvernig eigi að ganga frá hrífum í glompum. Hér er sýnt hvernig eigi að ganga frá þeim eftir notkun í Leirunni. Þá er gott að minna á að þá á alltaf að raka glompur eftir sig.

Efri myndin sýnir hvernig á ekki að ganga frá hrífunni eftir notkun. Þegar hrífan er skilin eftir svona getur hún stoppað bolta á leiðinni í glompuna og þannig haft áhrif á leik.Hrífuna á að skilja eftir í höggstefnu og hafa aftasta hluta hennar upp á bakkanum. Þannig eru minnstar líkur á að hrífan hafi áhrif á leik.


Nýjar golf- og staðarreglur

Í kvöld kl. 20 verður farið yfir helstu breytingar á golfreglunum í golfskálanum í Leiru. Þá verða nýjar og uppfærðar staðarreglur Hólmsvallar einnig skoðaðar með tilliti til breytinga á golfreglunum.

GSingar, ekki missa af þessu það er stutt í sumarið!

Umgengni á flötum

Við megum pútta með flaggstöngina í holunni.

Þurfum samt að ákveða áður en við púttum hvort við viljum:

  • Fjarlægja flaggstöngina
  • Láta halda við hana
  • Hafa flaggstöngina
í holunni

Við megum snerta leiklínuna ef aðstæður eru ekki bættar.
Við megum laga svo til allar skemmdir á flötinni.
Við megum ekki pútta 
með boltamerkið á 
flötinni.

Bolti hreyfist á flötinni

Ef einhver hreyfir bolta óvart á flötinni er það vítalaust.
Boltinn er lagður aftur á fyrri stað.

Ef bolti hreyfist eftir að hafa verið lyft af flötinni og lagður aftur er boltinn alltaf látinn aftur á fyrri stað.
Engu skiptir hvers vegna 
boltinn hreyfðist.

Umgengni í glompum

Í glompum megum við fjarlægja lauf, torfusnepla og aðra lausung.
Við þurfum samt að fara varlega því við fáum víti ef boltinn hreyfist
við þetta.

Ef boltinn er í glompu megum við ekki snerta sandinn:

  • Til að prófa ástand sandsins.
  • Með kylfu rétt fyrir fram eða aftan boltann.
  • Með kylfu í æfingasveiflu.
  • Með kylfu í aftursveiflu
fyrir högg.

Að öðru leyti megum við gera svo til það sem við viljum.

Kylfulengd

Við þurfum stundum að mæla kylfulengd, oftast til að ákveða lausnarsvæðið þegar við látum bolta falla.

Ný skilgreining:

Lengd lengstu kylfunnar sem við höfum í pokanum,
 annarrar en pútters.

Scroll to top