Flokkur: Mótamál

Úrslitaleikur Geysisdeildarinnar

Miðvikudaginn 29. júlí fer fram úrslitaleikur Geysisdeildarinnar í ár þar sem lið Forsetanna kemur til með að mæta sigurvegurum síðasta árs, HS Bræðrum.

Leikar hefjast kl. 17.00 með leik í fjórmenningi og strax í kjölfarið fara tvímenningar af stað.

Undanúrslit Geysisdeildarinnar

Næstkomandi miðvikudag, 15. júlí, verður leikið í undanúrslitum Geysisdeildarinnar og hefjast leikirnir 17.00–17.30.
Fyrri leikur verður milli Hinna útvöldu og Forsetanna, seinni leikur milli Brautargengisins og HS Bræðra sem eru sigurvegarar síðasta árs.

Úrslitaleikurinn fer fram 29. júlí kl. 17.00.

ATHUGIÐ. Leiknum 15. júlí hefur verið frestað til 22. júlí.

 

Geysisdeildin 2020

Hin geysivinsæla deild fer af stað í lok maí. Í ár verða fastir leikdagar á miðvikudögum. Aðeins er pláss fyrir 16 lið.

Þátttökugjald kr. 25.000 kr. á hvert lið.

Skráning hjá Sigga Palla á netfanginu sp@gs.is

Nánari upplýsingar:

GEYSIS-deildin 2020

Liðafjöldi og skipulag: Hámarksliðafjöldi er sextán lið og þá er leikið í fjögurra liða riðlum þar sem allir spila við alla. Þegar úrslit í riðlum liggja fyrir verður leikið til úrslita með útsláttarfyrirkomulagi. Efstu tvö liðin í hverjum riðli komast áfram í átta liða úrslit séu sextán lið sem taka þátt. Dregið verður í riðla að skráningu lokinni.

Leikfyrirkomulag: Í hverri umferð er leikinn einn fjórmenningur og tveir tvímenningar með forgjöf. Karlar leika af teigum 55 kk og konur af 46 kvk. Hver leikur gefur eitt stig. Ef leikir í riðlakeppninni eru jafnir eftir átján holur skal leik hætt og hvort liðið fær hálft stig.  Í útsláttarkeppni skal leika alla leiki til úrslita nema ef úrslit leiksins liggja fyrir, þá teljast jafnir leikir eftir átján holur hálfaðir. Allir bráðabanar eru leiknir með forgjöf og eiga lið forgjöf á sömu holur og í hefðbundnum leik. Úrslit í riðlakeppni ráðast af fjölda þeirra stiga sem lið hljóta í keppninni. Verði lið jöfn að stigum ræður innbyrðis leikur. Ef enn er jafnt ræður fjöldi sigra í fjór- og tvímenningum röð. Ef úrslit liggja ekki enn fyrir skal leika bráðabana frá fyrstu braut um röð. Hvert lið teflir fram einu fjórmenningsliði. Bráðabani er leikinn með forgjöf. 

Liðsskipan: Hvert lið getur verið skipað allt að sjö leikmönnum. Lágmarksfjöldi í liði er fimm leikmenn. Í hverjum leik spila fjórir leikmenn og er liðsskipan leiksins tilkynnt á leikdegi áður en leikur hefst.

Fyrirliði skal fylla út þar til gert eyðublað sem er til taks í golfbúðinni. Áður en leikur hefst skiptast fyrirliðar á eyðublöðum og þá er ljóst hverjir leika gegn hverjum. 

Útreikningur forgjafar: Í GEYSIS deildinni er leikin holukeppni með forgjöf. Hámarksleikforgjöf er 36. 

Í tvímenningsleikjum er forgjöf mismunur á leikforgjöf keppenda. Dæmi: Leikmaður A fær 15 í vallarforgjöf og leikmaður B fær 16. Mismunurinn er 1 og fær því leikmaður B forgjöf á erfiðustu holu vallarins. 

Í fjórmenningsleikjum er fyrst fundið meðaltal leikforgjafar liðsfélaga. Forgjöf leiksins er síðan fundin út með mismun á meðaltalsleikforgjöf liðanna. Dæmi: Liðsfélagarnir A og B eru með 16 og 12 í vallarforgjöf. Þeir eru því með 14 í meðal vallarforgjöf. Þeir eru að spila í fjórmennningi gegn C og D. C er með 8 í forgjöf og D er með 12. Þeir eru því með 10 í meðal vallarforgjöf. A og B fá því eitt högg í forgjöf á fjórar erfiðustu holur vallarins.

Fastir leikdagar.

Riðlakeppnin eru 3 leikir og verða settir fastir leikdagar og fráteknir rástímar. Ef lið sem eiga að mætast geta alls ekki mætt á leikdegi hafa þeir heimild til að sammælast um að leika sinn leik innan sömu viku.

 

Umferð 1. 27. maí. rástímar kl. 15.30-18.30

Umferð 2. 10. júní. Rástímar kl. 15.30-18.30

Umferð 3. 01. júlí. Rástímar kl. 15.30-18.30

 

Undanúrslit fara fram 15. júlí. Rástímar kl. 17.00-17.30

Úrslitaleikurinn fer fram 29. júlí. Rástímar kl.  17.00-17.10

 

Guðrún Brá bætti vallarmetið í Leirunni

Glæsilegt Ljósanæturmót Hótel Keflavíkur & Diamond Suites fór fram í Leirunni við frábærar aðstæður, alls tóku 115 kylfingar þátt í mótinu og mátti sjá mörg góð skor. Eitt skorkortið bar þó af en Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Íslandsmeistari í höggleik úr Keili, gerði sér lítið fyrir og bætti vallarmet kvenna af rauðum teigum (46 kvk) um heil fjögur högg. Fyrra vallarmet áttu þær Heiða Guðnadóttir (GM) og Þórdís Geirsdóttir (GK), 72 högg.

Guðrún Brá lék frábært golf á hringnum, fékk einn skolla og fimm fugla. Til hamingju Guðrún!


Verðlaun í höggleik:

1. sæti – Gisting í standard herbergi fyrir tvo með morgunverði á Hótel Keflavík, þriggja rétta ævintýraferð að hætti Óla á Kef Restaurant.og eins mánaðar líkamsræktarkort í Lífsstíl. – Guðrún Brá Björgvinsdóttir
2. sæti – Gisting á Hótel Örk með morgunverði. – Guðmundur Rúnar Hallgrímsson
3. sæti – Gisting á Hótel Selfoss með morgunverði. – Þórður Ingi Jónsson
4. sæti – Gisting BB Hótel með morgunverði fyrir tvo. – Helgi Snær Björgvinsson
5. sæti – Gisting á Lighthouse með morgunverði. – Örn Ævar Hjartarson
6. sæti – Gisting á Guesthouse Keflavík með morgunverði og tveggja rétta ævintýraferð að hætti Óla fyrir tvo Kef Restaurant. – Björgvin Sigmundsson
7. sæti – Gisting á Stracta Hótel með morgunverði fyrir tvo. – Guðni Vignir Sveinsson

Verðlaun í punktakeppni:

1. sæti – Gisting í standard herbergi fyrir tvo á Hótel Keflavík með morgunverði, þriggja rétta ævintýraferð að hætti Óla á Kef Restaurant. – Róbert Örn Ólafsson
2. sæti – Gisting á Hótel Örk með morgunverði. – Ólafur Ríkharð Róbertsson
3. sæti – Gisting á Hótel Selfoss með morgunverði. – Atli Karl Sigurbjartsson
4. sæti – Gisting BB Hótel með morgunverði fyrir tvo. – Ævar Már Finnsson
5. sæti – Gisting á Lighthouse með morgunverði. Helgi Snær Björgvinsson
6. sæti – Gisting á Guesthouse Keflavík með morgunverði og tveggja rétta ævintýraferð að hætti Óla fyrir tvo á Kef Restaurant. – Bjarni Fannar Bjarnason
7. sæti – Gisting á Stracta Hótel með morgunverði fyrir tvo. – Davíð Hlíðdal Svansson

Næst holu á 3. braut – Bílaþvottur og bón frá Steinabón, 5 tíma ljósakort í Lífsstil. – Svandís Þorsteinsdóttir, 1,85 m
Næst holu á 8. braut – Eins mánaðar líkamsræktarkort og 5 tíma ljósakort í Lífsstíl. – Davíð S, 7,79 m
Næst holu á 13. braut – Eins mánaðar líkamsræktarkort og 5 tíma ljósakort í Lífsstíl. – Óskar Halldórsson, 6,36 m
Næst holu á 16. braut – Tveggja rétta ævintýraferð á Kef Restaurant fyrir tvo og 5 tíma ljósakort í Lífsstíl. – Björgvin Sigmundsson, 1,29 m

Flestar sjöur á skorkorti – Ein klukkustund í golfhermi hjá Golfklúbbnum í Holtagörðum. – Guðrún Þorsteinsdóttir
Flestar áttur á skorkorti – Ein klukkustund í golfhermi hjá Golfklúbbnum í Holtagörðum. Guðbjörg Brynja Guðmundsdóttir

Aukavinningar – dregið úr öllum skorkortum:

Eins mánaðar líkamsræktarkort og fimm tíma ljósakort í Lífsstíl. – Pétur Viðar Júlíusson
Gisting á gistiheimili Kef með morgunverði, tveggja rétta ævintýraferð að hætti Óla á Kef Restaurant. – Þórunn Einarsdóttir
Tveggja rétta óvissuferð á Kef Restaurant. – Þórður Karlsson
Gisting á Hótel Keflavík með morgunverði. – Kristinn Edgar Jóhannsson

Vinningshafar geta vitjað viningana í golfskála GS.

Íslandsmót unglinga í höggleik

Um helgina fór fram Íslandsmót unglinga í höggleik hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG). Golfklúbbur Suðurnesja átti sjö þátttakendur í mótinu sem stóðu allir sig vel og voru klúbbnum til sóma.

Úrslit:

Stelpur 14 ára og yngri:
Fjóla Margrét Viðarsdóttir 3. sæti og 2. sæti á stigalistanum eftir sumarið. Frábær árangur.

Drengir 14 ára og yngri:
Sólon Siguringason 9. sæti
Kári Siguringason 21. sæti

Piltar 17–18 ára:
Logi Sigurðsson 7. sæti

KK 19–21 árs:
Róbert Smári Jónsson 5. sæti
Birkir Orri Viðarsson 9. sæti
Haukur Ingi Júlíusson 11. sæti

Flottur árangur hjá okkar fólki.

Íslandsmót golfklúbba – sveitir eldri kylfinga

Dagana 16.–18. ágúst fara Íslandsmót golfklúbba eldri kylfinga fram. GS karlar leika á heimavelli en GS konur í Öndverðanesi.

Þar sem leikið verður á heimavelli eru félagar hvattir til að fjölmenna á Hólmsvöll og fylgjast með, þá er alltaf nóg að gera fyrir sjálfboðaliða – bara setja sig í samband við Andreu, framkvæmdastjóra, eða John Berry, formann mótanefndar.

Karlasveit GS skipa:

Guðmundur Sigurjónsson, Guðni Vignir Sveinsson, Gunnlaugur Kristinn Unnarsson, Hilmar Björgvinsson, Kristján Björgvinsson, Óskar Halldórsson, Páll Ketilsson, Sigurður Sigurðsson og Þröstur Ástþórsson. Liðsstjóri er Jóhann Páll Kristbjörnsson.

Kvennasveit GS skipa:

Hafdís Ævarsdóttir, Helga Sveinsdóttir, Karitas Sigurvinsdóttir, Magdalena Sirrý Þórisdóttir, Ólafía Sigurbergsdóttir og Þóranna Andrésdóttir. Liðsstjóri er Sigríður Erlingsdóttir.

Sömu liðsstjórar stýrðu liðum GS í Íslandsmóti golfklúbba um síðastliðna helgi en þrátt fyrir það var ákveðið að gefa þeim annað tækifæri.

Góður árangur sveita GS á Íslandsmóti golfklúbba

Um síðustu helgi fór fram Íslandsmót golfklúbba þar sem GS tefldi fram sveitum í efstu deildum karla og kvenna.

Mótið var haldið með nýju sniði þetta árið en það fór fram á tveimur völlum, Urriðavelli (GO) og Leirdal (GKG), og var leikið til skiptis á þessum völlum.

Kvennalið GS

Kvennalið GS stóð sig frábærlega og endaði í fimmta sæti. Liðið hefur sýnt það undanfarin ár að það á fullt erindi í efstu deild, margar af stelpunum eru ungar, efnilegar og eiga mikið inni. GS lið kvenna á bara eftir að bæta sig þegar fram sækir.
Liðið skipaði: Andrea Ásgrímsdóttir, Auður Ásgrímsdóttir, Elínóra Einarsdóttir, Fjóla Margrét Viðarsdóttir, Kinga Korpak, Laufey Jóna Jónsdóttir, Rut Þorsteinsdóttir og Zuzanna Korpak. Liðsstjóri var Sigríður Erlingsdóttir.


Karlalið GS

Karlaliðið byrjaði á erfiðum andstæðingum í þremur fyrstu viðureignunum og tapaði þeim öllum, eftir það voru allir leikir úrslitaleikir um að halda GS í efstu deild. Strákarnir stóðu undir því og unnu tvo síðustu leikina til að enda í sjötta sæti.
Liðið skipaði: Björgvin Sigmundsson, Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, Pétur Þór Jaidee, Róbert Smári Jónsson, Rúnar Óli Einarsson, Sigurpáll Geir Sveinsson, Þór Ríkarðsson og Örn Ævar Hjartarson. Liðsstjóri var Jóhann Páll Kristbjörnsson.

GS Íslandsmeistarar 12 ára og yngri

Snillingarnir Íslandsmeistarar 12 ára og yngri annað árið í röð!

Yngsta sveit GS sigraði sveit Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar fyrr í dag og varði þar með Íslandsmeistaratitil sinn. Frábærlega efnilegir kylfingar þar á ferð og mikið tilhlökkunarefni að fá að fylgjast með þeim í framtíðinni. Framtíðin er björt.

Til hamingju Fjóla, Davíð, Kári, Skarphéðinn, Snorri, Viktor og Siggi Palli! Til hamingju GS!

Íslandsmót golfklúbba: Sveitir GS

Um næstu helgi fer Íslandsmót golfklúbba fram á Urriðaholtsvelli og Leirdalsvelli. GS leikur í efstu deildum karla og kvenna og munu eftirtaldir skipa sveitirnar:

Sveit karla:

Björgvin Sigmundsson, Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, Pétur Þór Jaidee, Róbert Smári Jónsson, Rúnar Óli Einarsson, Sigurpáll Geir Sveinsson, Þór Ríkarðsson og Örn Ævar Hjartarson. Liðsstjóri er Jóhann Páll Kristbjörnsson.

Sveit kvenna:

Andrea Ásgrímsdóttir, Auður Ásgrímsdóttir, Elínóra Einarsdóttir, Fjóla Margrét Viðarsdóttir, Kinga Korpak, Laufey Jóna Jónsdóttir, Rut Þorsteinsdóttir og Zuzanna Korpak. Liðsstjóri er Sigríður Erlingsdóttir.

Við hvetjum alla GSinga til að mæta í GKG og GO um helgina og fylgjast með sínu fólki – áfram GS!

Scroll to top