Færslur

Úrslit í nafnakeppni veitingasölu GS

Breytingar hafa orðið á veitingasölu Golfklúbbs Suðurnesja og mun klúbburinn sjá um reksturinn í sumar. Að þessu tilefni var auglýst nafnakeppni fyrr á árinu. Viðbrögðin voru frábær og kom fjöldinn allur af flottum hugmyndum. Dómnefndin fór yfir allar tillögur og á endanum kom samhljóma niðurstaða.

Fyrir valinu varð nafnið Leirukaffi. Það voru þrír félagar sem lögðu til þetta nafn, þeir Óskar Halldórsson, Steinar Sigtryggsson og Þorlákur Helgi Ásbjörnsson. Við óskum þeim til hamingju og munu þeir allir hljóta 10.000 kr. inneign í Leirukaffi í sumar.

Vonandi batnar svo ástandið vegna covid-19 svo við getum opnað Leirukaffi sem fyrst!

Hlökkum til að sjá ykkur í sumar 🙂

Opnun æfingasvæðisins

Kæru félagar.

Stjórn klúbbsins hefur ákveðið að opna æfingasvæði GS. Í þessu sérstaka Covid-19 ástandi geta félagar því komið í Leiruna, fengið sér frískt loft og undirbúið golfið sitt fyrir sumarið.

Við viljum á sama tíma ítreka þær breyttu reglur sem eru í gildi vegna ástandsins og treystum því að allir virði þær samviskusamlega.

Með von um gott samstarf og skilning vegna þessara mikilvægu aðgerða

Stjórn GS

 

Reglur æfingasvæðis GS á meðan á samkomubanni stendur vegna Covid-19:

 

Hreinlæti

Vinsamlegast reynið að lágmarka snertingu við boltavél, körfur og bolta. Ef ekki verður komist hjá beinni snertingu (þ.e. án hanska) þá notið sprittklútana við boltavélina og strjúkið af körfum ásamt snertifleti á boltavél. Sprittbrúsi er einnig við boltavélina og biðjum við kylfinga að sótthreinsa hendur fyrir og eftir æfingu. Starfsmaður GS sótthreinsar körfur og snertiflöt á boltavél einu sinni á dag.

Vinsamlegast virðið 2 metra regluna og notið eingöngu eigin kylfur/áhöld.

Básarnir þar sem eru engar mottur eru lokaðir með öllu.

Tílaust æfingasvæði

Engin tí eru á mottunum og því er ætlast til að upphafshögg séu slegin með eigin tíum fyrir aftan glompuna. Grasbletturinn er LOKAÐUR og biðjum við kylfinga að virða það.

Fjöldatakmörkun

Komi upp sú staða að fleiri en 5 kylfingar sæki skýlið á sama tíma er mikilvægt að sá sem lengst hefur verið víki fyrir þeim sem bíður eftir að hafa klárað sínar kúlur úr bakkanum. 

Opnunartímar

Æfingasvæðið verður opið frá 11-18 alla daga vikunnar. 

Afgreiðsla boltakorta verður í klúbbhúsi á virkum dögum. Til að tryggja afgreiðslu biðjum við kylfinga að hringja á undan sér í síma 421-4100 eða senda póst á gs@gs.is. Til vara er hægt að hringja í 862-0118

 

Vegna mikilla brottfalla á kortum undanfarin ár munu kylfingar greiða 1000 kr. fyrir nýtt kort sem síðan er endurgreitt verði kortinu skilað.

 

 

Sumarstörf í skemmtilegu og fallegu umhverfi í Leirunni

Sumarstörf í skemmtilegu og fallegu umhverfi í Leirunni

Golfklúbbur Suðurnesja er einn af fallegustu golfvöllum landsins og leitar klúbburinn að öflugu fólki til liðs við sig í sumar.

 

Veitingasala/afgreiðsla golfklúbbsins

Starfsfólk í veitingasölu og afgreiðslu klúbbsins. Leitað er að fólki með ríka þjónustulund, er glaðlynt, snyrtilegt og reyklaust. Hæfni í mannlegum samskiptum er mikilvægt sem og sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum. Starfsreynsla sem nýtist er kostur. 

Vinnutími og ráðningartími er breytilegur, á tímabilinu apríl – september. 

Nánari upplýsingar veitir Andrea, andrea@gs.is og 421-4100/615-9515.

 

Golfvöllur

Við leitum að duglegum starfskröftum til að vinna við viðhald á golfvellinum. Fjölbreytt og skemmtilegt starf í góða veðrinu. Mikill kostur ef viðkomandi hefur þekkingu á vélum og tækjum. Vinnutími frá kl. 7.00 – 15.00. Ráðningartími breytilegur á bilinu apríl – september, fer eftir stöðu og samkomulagi við vinnuveitanda

Nánari upplýsingar veitir Birkir Þór Karlsson, birkir@gs.is og 865-4787.

Umsóknir sendist á gs@gs.is. Óskað er eftir ferilskrá og meðmælum.

 

English version:

Outside summer jobs at Sudurnes Golfclub, a beautiful 18 hole golf course just outside Reykjanesbaer.

The club is looking for powerful workers on the golf course next summer. We offer enjoyable jobs where the tasks vary from day to day. Good machine knowledge is not a condition but a big advantage. Working time is from 7.00 to 15.00. Starting and ending time can be agreeable with the club.

For further information please contact Birkir Þór Karlsson, birkir@gs.is or 865-4787þ

All applications should be in english and sent to gs@gs.is. We ask for a resume and letters of recommendation or name and number of former employers. 

 

Polish version:

Praca na wakacje w pięknej okolicy na polu golfowym Leiran.

Klub golfowy Suðurnesja to jedno z najpiękniejszych pól golfowych na Islandii. Poszukujemy silnych, energicznych i pracowitych ludzi do prac pielęgnacyjnych pola golfowego w sezonie wakacyjnym. Praca ta jest zróżnicowana i przyjemna przy dobrej pogodzie. Wielką zaletą jest posiadanie znajomości obsługi maszyn i urządzeń potrzebnych w pielęgnacji pola golfowego.

Czas pracy: 7:00 – 15:00. Czas zatrudnienia zmienny w okresie od kwietnia do września w zależności od sytuacji i umowy z pracodawcą.

Wszystkich informacji udziela Birkir Þór Karlsson, birkir@gs.is , tel. 865-4787

Podania zawierajce CV i rekomendację należy wysyłać na adres e-mail: gs@gs.is.

Golfklúbbur Suðurnesja semur við PlayGolf.is

PlayGolf Iceland er glæný golf þjónusta sem býður erlendum kylfingum aðgang til að bóka hina fullkomnu golfferð til Íslands. Vefsíðan inniheldur 20 af bestu golfvöllum landsins og er golfklúbbur Suðurnesja stoltur meðlimur.

PlayGolf.is býður upp á golfpakka sem og golf á einstökum völlum. Markmið Playgolf Iceland er að kynna íslenskt golf á erlendum markaði og að bæta aðgengi erlendra kylfinga í bókun á golftengdum ferðum til Íslands.

Við óskum PlayGolf Iceland til hamingju með síðuna.

Hægt er að sjá nánari upplýsingar á https://www.playgolf.is

Nýtt forgjafarkerfi

Nýtt forgjafarkerfi

 

Síðastliðinn sunnudag, 1. mars, var tekið í notkun nýtt forgjafarkerfi, World Handicap System (WHS).

Vinna við þróun kerfisins hófst árið 2011 með það að markmiði að koma í stað þeirra sex ólíku kerfa sem verið hafa við lýði í heiminum til þessa. Hvert golfsamband ræður hvenær það tekur kerfið í notkun, sums staðar var kerfið innleitt um síðustu áramót, önnur golfsambönd stefna að innleiðingu í vor og enn önnur í haust.

Í WHS forgjafarkerfinu er forgjöfin reiknuð út frá 8 bestu hringjum leikmannsins af síðustu 20. Tekið er tillit til leikaðstæðna á þann hátt að skor leikmanns er leiðrétt m.t.t. almenns skors á viðkomandi velli á leikdegi. Einnig er notast við sérstaka útreikninga til að taka tillit til óvenju góðra skora leikmanna og ákveðnar skorður settar við hækkun forgjafar.

Við innleiðingu WHS kerfisins á Íslandi verður forgjöf kylfinga endurreiknuð, út frá eldri forgjafarhringjum og í samræmi við nýju reglurnar. Byggt verður á öllum forgjafarhringjum sem skráðir eru á golf.is frá 1. janúar 2017. Langflestir kylfingar munu sjá minniháttar breytingar á forgjöf sinni.

Nánari upplýsingar um nýja forgjafarkerfið má finna á vefsíðunni golf.is/forgjof.

 

 

 

Nýtt tölvukerfi golfklúbbanna orðið virkt

Eins og margir vita hefur Golfsamband Íslands gangsett nýtt tölvukerfi golfklúbbanna. Kerfið heitir Golfbox og eru golfklúbbarnir á fullu að innleiða kerfið hjá sér.

Mikilvægt er að þeir kylfingar sem stofna aðgang að kerfinu sýni þolinmæði og átti sig á að ekki eru allir golfklúbbar búnir að setja inn í kerfið upplýsingar um sína golfvelli, rástímaskráningu eða mót.

Áætlað er að innleiðing golfklúbbanna taki einhverjar vikur í viðbót en verði lokið áður en golftímabilið hefst.

 

Hvernig stofna ég aðgang inn á GolfBox?

 1. Ferð inn á www.golf.is.
 2. Smellir á Nýskráning efst í hægra horninu.
 3. Þá opnast vefsíða GolfBox
 4. Slærð inn kennitölu og eftirnafn þitt eins og það er skrifað með íslenskum stöfum.
 5. Smellir á Leita.
 6. Ef þú ert skráð(ur) sem virk(ur) félagi í golfklúbbi í kerfinu ertu látin(n) staðfesta að þetta sért þú og flyst þá yfir á Forsíðuna þína í GolfBox.
 7. Ef upplýsingar um þig birtast ekki við leit hefurðu samband við klúbbinn þinn.

Hvernig breyti ég notandanafni, lykilorði og netfangi?

Þú ferð í Forsíðan mín ofarlega vinstra megin á síðunni.

 1. Smellir á Breyta prófílnum.
 2. Neðarlega á síðunni smellir á Breyta notandanafni og aðgangsorði >.
 3. Slærð inn nýtt notandanafn og lykilorð.
 4. Slærð inn farsímanúmer og netfang.
 5. Smellir á Uppfæra >.

Smelltu hér til að skoða hjálparmyndband við nýskráningu https://youtu.be/sjwTsNUMFVo

Nafnakeppni

Kæru GS félagar.
Eins og mörgum er nú þegar kunnugt um munum við, Golfklúbbur Suðurnesja, sjá sjálf um veitingasöluna í Leirunni næsta árið. Undirbúningur er hafinn af krafti en hugmyndin er að bjóða upp á góðar einfaldar veitingar í kaffihúsastíl. Við viljum að félagsmenn og gestir fái löngun til að setjast niður í huggulegu umhverfi í klúbbhúsinu okkar fyrir eða eftir golfhring og gæða sér á því sem í boði er.
 
Okkur langar mikið til að finna gott nafn sem endurspeglar framangreint. Því hefur verið ákveðið að stofna til nafnakeppni meðal félagsmanna.
Allar hugmyndir skulu koma frá félagsmanni GS, sendast fyrir 1. mars á netfangið gs@gs.is merkt Nafnakeppni. Einnig skal koma fram fullt nafn og símanúmer þess sem sendir hugmyndina.
Búið er að skipa dómnefnd sem mun fara yfir allar innsendar hugmyndir nafnlausar.
Í verðlaun er 10.000 kr. inneign í veitingasölunni – fyrir utan auðvitað heiðurinn að nafninu 😉
Hlökkum til að heyra allar góðu hugmyndirnar 😃

Skötuveisla í Leirunni

Skötuveisla verður haldin í hádeginu á Þorláksmessu í Golfskálanum Leiru.

Eins og undanfarin ár verður haldin skötuveisla í Leirunni á Þorláksmessu. Allur ágóði af veislunni rennur til styrktar æfingaferðar hjá börnum og ungmennum GS.

Boðið verður upp á bæði skötu og saltfisk, jólaöl og kaffi. Aðrir drykkir verða seldir á staðnum.

Húsið verður opið frá 11.30 – 14.00. Verð kr. 4.000.

Pantanir og frekari upplýsingar veitir Sigurður Sigurðsson, formaður afreksnefndar, á sigsig[at]mila.is

GS-ingar, styðjum við krakkana okkar og mætum í skötu í Leirunni

Áríðandi tilkynning vegna skráningar 2020

Kæru félagar.

Það eru góðar fréttir frá okkur því klúbburinn hefur tekið í notkun kerfið Nóra fyrir skráningu og innheimtu félagsgjalda. Kerfið hefur verið notað af íþróttafélögum um allt land og fleiri og fleiri golfklúbbar hafa verið að taka kerfið í notkun síðustu ár með góðum árangri. 

Takið eftir að allir félagsmenn GS verða að skrá sig í kerfið fyrir árið 2020.

Félagsmenn skrá sig inn með rafrænum skilríkjum á slóðinni: gs.felog.is   Og ganga frá greiðslu félagsgjalda fyrir árið 2020. Hægt er að greiða með greiðslukorti eða fá kröfur í heimabanka. 

Öll greiðsla félagsgjalda er rafræn og ganga félagsmenn sjálfir frá greiðslu í gegnum vefinn. 

Greiðsluleiðir:

 • Hægt er að skipta greiðslum í heimabanka í 4 kröfur (kröfurnar birtast með nafni Greiðslumiðlunar í heimabanka).
 • Hægt er að skipta greiðslum með greiðslukorti í allt að 10 skipti (fer eftir hvenær greiðsla byrjar)
 • Þeir sem ganga frá greiðslu í eingreiðslu fyrir 1. janúar fá 5% afslátt af félagsgjöldum. Að auki geta þeir valið um eitt af eftirfarandi (aðeins 27 ára og eldri): Æfingaboltar (20 fötur) – kaffikort fyrir sumarið – 5 bjóra kort.
 • Þeir sem ganga frá skráningu (27 ára og eldri) fyrir 1. febrúar fá innifalið í félagsgjöldum sínum eitt af eftirfarandi: Æfingaboltar (20 fötur) – kaffikort fyrir sumarið – 5 bjóra kort.
 • Áður en greiðsla fer fram býðst félögum að kaupa vörur á lægra verði og haka þá við viðeigandi box. 
 • Einnig gefst félögum kostur á að haka við styrk við klúbbinn um 5.000 kr., 10.000 kr. eða bæði. Bætist þá upphæðin við heildarupphæðina.

Eftirfarandi eru skrefin sem fara þarf:

 • Fara inn á “gs.felog.is”.
 • Ýta á “skrá inn” hægra megin á skjánum.
 • Þá er hægt að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum eða íslykli.
 • Velja “ég er félagsmaður” og “jafnframt iðkandi”.
 • Þegar búið er að skrá inn kemur upp síða með nafni þess sem skráði sig inn.
 • Ýta á “skráning í boði” hægra megin á skjánum.
 • Síðan er ýtt á þann flokk sem á við, hægra megin á skjánum.
 • Ef valin er eingreiðsla fyrir 1. janúar reiknast 5% afsláttur sjálfkrafa af félagsgjaldinu ásamt því að hægt er að velja um æfingabolta, kaffikort eða bjórkort sem fylgir með. Ef skráning fer fram fyrir 1. febrúar er hægt að velja í næsta glugga um æfingabolta, kaffikort, bjórkort.
 • Þarna er einnig hægt að velja að kaupa vörur á afslætti en það er í boði fyrir þá sem skrá sig fyrir 1. apríl. Þá er hakað við þá vöru og upphæðin bætist við heildargreiðsluna.
 • Neðar á síðunni er valið um greiðslumáta og fjölda greiðslna.
 • Að lokum þarf að setja hak við “samþykki skilmála” neðst hægra megin og ýta svo á “áfram”.
 • Til að ljúka ferlinu er svo ýtt á “skrá greiðslu”.

 

Ef einhverjar spurningar vakna varðandi félagsgjöld, greiðslu þeirra eða lenda í erfiðleikum/vantar aðstoð með skráninguna þá vinsamlegast hafið samband við skrifstofu GS í síma 421-4100 eða sendið tölvupóst á gs@gs.is

 

Scroll to top