Færslur

Úrslit úr fyrsta Þ-mótinu – Olsen Olsen

Fyrsta Þ-mót sumarsins fór fram í gær við erfiðar aðstæður (blés hraustlega aldrei þessu vant). 34 þátttakendur voru skráðir til leiks. Það var Olsen Olsen Hafnargötu sem styrkti mótið. Úrslit urðu sem hér segir:

Björgvin Sigmundsson, 36 punktar
Vilmundur Ægir Friðriksson, 35 punktar (sex punktar á þremur síðustu)
Hermann Guðmundur Jónasson 35 punktar (fimm punktar á þremur síðustu)

Björgvin Sigmundsson sigraði höggleikinn á pari vallarins, 72 höggum.

Guðríður Vilbertsdóttir var næst holu á 16. braut (1,78 m).

Líf vaknar í Leirunni

Það er alltaf sérstaklega gleðilegt að fylgjast með þegar lífið kviknar í sumarbyrjun. Nú er tjaldurinn byrjaður sinn búskap og farinn að liggja á eggjum. Við biðjum alla kylfinga sem leika Leiruna að sýna þessum íbúum vallarins nærgætni.

.
Þessi tjaldur er búinn að koma sér fyrir við fyrsta teiginn á Hólmsvelli og lætur ófriðlega ef kylfingar hætta sér of nærri hreiðrinu hans

Konukvöld GS á föstudaginn

Konukvöld GS verður haldið föstudagskvöldið 5. maí. Ekki búast við öðru en skemmtilegu kvöldi sem kvennaráð GS hefur skipulagt; þriggja rétta máltíð, uppistand, tískuskýning o.fl. Sumarstarf GS-kvenna kynnt. Húsið opnar kl. 19.00.

Miðaverð aðeins 3.500 kr.

Hægt er að leggja inn á reikning 542-14-405692, kt. 050659-7049

Þ-mótaröðin að hefjast

Nú er undirbúningstímabilið að renna sitt skeið og alvaran tekur við. Fyrsta Þ-mótið í ár fer fram á Hólmsvelli fimmtudaginn 4. maí.

Eins og allir GSingar vita eru Þ-mótin ávallt haldin á þriðjudögum, hins vegar getur mótanefnd ákveðið að fella niður mót eða færa á annan dag séu skilyrði sem mæla með því. Á næsta þriðjudag er leiðinda veðurspá en „sumarblíða“ á fimmtudag þvi hefur mótanefnd fært mótið til fimmtudags.

Skráning fer fram á golf.is


Reglugerð Þ-mótaraðarinnar má sjá hér.

Rástímaskráningar og umgengni

Nú er golftímabilið loksins komið af stað. Af því tilefni vil ég minna kylfinga sem leika Hólmsvöll á nokkur einföld atriði:

   Kylfingar verða að skrá sig á rástíma á golf.is
   Áður en kylfingur hefur leik ber honum að tilkynna mætingu hjá ræsi í golfskála
   Kylfingar mega ekki leika fleirum en einum bolta inná flatir (þetta er sérstaklega mikilvægt í upphafi tímabilsins og flatirnar afar viðkvæmar)
   Kylfingar eiga að vera með flatargaffla og gera við boltaför eftir sig á flötum (góður siður er að gera við för sem öðrum hefur yfirsést í leiðinni)
   Kylfingar eiga að lagfæra eftir sig og leggja torfusnepla í kylfuför

Ég vil ítreka að allir sem leika Leiruna þurfa að skrá sig á rástíma, það er mjög mikilvægt fyrir okkur til að fá yfirlit yfir notkunina á vellinum. Á síðasta ári gerðum við átak í þessum málum og höfðu margir misjafnar skoðanir á því, enda hafði rástímaskráningum í Leirunni verið verulega ábótavant fram að því. Það tók ekki langan tíma að innræta þetta í fólk enda um eðlileg vinnubrögð að ræða. Á móti fengum við betra yfirlit yfir notkun vallarins og þá jukust einnig tekjur af vallargjöldum um heil 45% – það munar um minna.

Með golfkveðju,
Jóhann Páll Kristbjörnsson
formaður Golfklúbbs Suðurnesja

Tölurnar í happdrætti Golfklúbbs Suðurnesja

Búið er að draga í happdrætti Golfklúbbs Suðurnesja sem var efnt til að styrkja æfingaferð unginga- og afrekshóp GS fyrr í mánuðinum.

230 – 1. vinningur
389 – 2. vinningur
190 – 3. vinningur
42 – 4. vinningur
385 – 5. vinningur
272 – 6. vinningur
6 – 7. vinningur
431 – 8. vinningur
113 – 9. vinningur
177 – 10. vinningur
415 – 11. vinningur
409 – 12. vinningur
43 – 13. vinningur
108 – 14. vinningur
115 – 15. vinningur
318 – 16. vinningur
337 – 17. vinningur
208 – 18. vinningur
369 – 19. vinningur
103 – 20. vinningur
163 – 21. vinningur
368 – 22. vinningur
405 – 23. vinningur
393 – 24. vinningur
122 – 25. vinningur
283 – 26. vinningur
392 – 27. vinningur
302 – 28. vinningur
261 – 29. vinningur
322 – 30. vinningur
478 – 31. vinningur
154 – 32. vinningur
423 – 33. vinningur
114 – 34. vinningur
299 – 35. vinningur
292 – 36. vinningur
226 – 37. vinningur

Við óskum vinningshöfum til hamingju og þökkum fyrir veittan stuðning, vinninga má vitja í golfskálanum.

Úrslit úr Opnu mót GS

Það voru um 80 kylfingar sem hófu leik í ágætis vorveðri í Leirunni í dag.
Úrslit urðu sem hér segir;
1.sæti án fgj. Snæbjörn Guðni Valtýsson 80.högg
1.sæti punktar Snæbjörn Guðni Valtýsson 39.p
2.sæti punktar Ásgeir Ingvarsson 35 p.
3.sæti punktar Benedikt Sigurðsson 34.p

Næst holu á 9.braut Friðrik Sigurðsson 92cm
Næst holu á 16.braut Bjarni Ingólfsson 140 cm
Næst holu á 18.braut Helgi Þórisson 252 cm

GS þakkar keppendum fyrir þátttökuna og óskar verðlaunahöfum til hamingju.

FootJoy mátunardögum framlengt

Í samstarfi við ÍSAM hefur GSingum staðið til boða golffatnaður frá FootJoy á einstöku tilboðsverði. Ákveðið hefur verið að framlengja mátunardögunum til þriðjudagsins 25. apríl. – tilboðin eru fyrir alla GSinga!

Sýnishorn af því nýjasta fyrir karla og konur frá FootJoy eru hjá okkur í golfversluninni í Leiru.
Einnig eru eintök af vind- og regnajökkum sem komnir eru úr framleiðslu á fáránlega góðu verði – takmarkað magn og stærðir.

Opnunartímar til að máta og panta:

Mánudagur 9.00–18.00
Þriðjudagur 9.00–18.00

Við hvetjum GSinga til að nota tækifærið, mæta og gera góð kaup á frábærum golffatnaði frá FootJoy – golftímabilið er handan við hornið.
Greiðsla fer fram við pöntun.

Scroll to top