Fréttir

Úrslit úr mótinu í dag

Það voru 90 keppendur sem tóku þátt í Opna Bláa Lóns mótinu sem fram fór í dag. Það var blíðskaparveður og höfðu keppendur orð að því að veður og völlur voru upp á sitt besta miðað við árstíma.

Úrslit urðu sem hér segir.
1.sæti án fgj. Jón Jóhannsson 72.högg
1.sæti punktar Haraldur Óskar Haraldsson 44.punktar
2.sæti Andrés Þ Eyjólfsson 38.punktar
3.sæti Guðmundur Jónason 38.punktar.

Næst holu á 9 Jóhann Gunnar 78 Cm
Næst holu á 16 Haffi Hilmars 58 cm
Næst holu Atli Kolbeinsson 35 cm

Gs þakkar kylfingur kærelga fyrir og minnum á a völlurinn er gal-opinn á morgun og næstu daga.

 

Úrslit úr opna texas Scramble mótinu í Leirunni í dag.

Það voru um 90 keppendur sem tóku þátt í mótinu í dag, veðrið var þokkalegt og skánaði í sæmilegt seinni partinn.

Sæti  Lið  Kylfingur 1 Kylfingur 2 Forgjöf liðs Skor  Skor m/fgj.
1 Gamlir Steingrímur Hjörtur Haraldsson Hjörtur Ingþórsson 4 68 64
2 Hákon Örn Aron Skúli Ingason Sigurður Már Þórhallsson 1 66 65
3 BootCamp Kjartan Einarsson Bjarni Sigþór Sigurðsson 1 66 65
4 Dekkið Pétur Geir Svavarsson Pétur Runólfsson 4 69 65
5 Feðgar Sigurjón Árni Ólafsson Árni Freyr Sigurjónsson 2 68 66
6 Hlunkarnir Hafsteinn Þór Friðriksson Jóhann Jóhannsson 5 71 66
7 El Coyoteros Ásgeir Ingvarsson Helgi Róbert Þórisson 6 72 66
8 Sigurður Már Hákon Örn Magnússon Ingvar Andri Magnússon -1 66 67
9 Golfklúbbur Þistilfjarðar Magnús Kári Jónsson Þorvaldur Freyr Friðriksson 3 70 67
10 1960 Sigurður Helgi Magnússon Gísli Rúnar Eiríksson 4 72 68
11 Ragnar og Sigurður Ragnar Már Garðarsson Sigurður Arnar Garðarsson -2 66 68
12 Neville Systurnar Arnar Freyr Jónsson Steinar Snær Sævarsson 2 70 68
13 The Springs Arnar Freyr Gunnarsson Guðlaugur Kristjánsson 5 73 68
14 Buck Angels Ernir Steinn Arnarsson Emil Þór Ragnarsson 1 70 69
15 Wild dogs Hinrik Stefánsson Jóhann Kristinsson 4 73 69
16 Lurkar Sigurður Óli Sumarliðason Rúnar Sigurður Guðjónsson 4 73 69
17 Kjóarnir Guðlaugur B Sveinsson Guðmundur Arason 4 74 70
18 Snar og Snöggur Hallgrímur I Sigurðsson Ívar Guðmundsson 6 76 70
19 SANDGERÐINGARNIR Hlynur Jóhannsson Sigurjón Georg Ingibjörnsson 4 74 70
20 Golfhópurinn Gunnþór Kristján Orri Jóhannsson Ólafur Haukur Matthíasson 8 78 70
21 Frændur Hörður Sigurðsson Ólafur Sigurjónsson 2 72 70
22 Marinó Már Magnússon Marinó Már Magnússon Kristján Jökull Marinósson 2 73 71
23 Austfirðingarnir Gísli Borgþór Bogason Jón Rúnar Björnsson 5 76 71
24 Guttarnir Hjalti Rúnar Sigurðsson Elvar Logi Rafnsson 6 77 71
25 Draumahollið Jón Jóhannsson Örn Ævar Hjartarson 1 74 73
26 Merrild Árni Bergur Sigurðsson Einar Oddur Sigurðsson 6 79 73
27 Keppnis Óskar Bjarni Ingason Guðjón Steinarsson 3 76 73
28 Fylkismenn Hans Adolf Hjartarson Kristinn Wium 6 79 73
29 Folarnir Haraldur Óskar Haraldsson Gunnar Adam Ingvarsson 9 83 74
30 Calsberg Páll Antonsson Stefán S Arnbjörnsson 6 80 74
31 striker Siguringi Sigurjónsson Sólon Siguringason 7 82 75
32 Haukarnir Örn Sveinbjörnsson Vignir Örn Arnarson 7 83 76
33 Bræður Gísli Rúnar Pálmason Guðmundur Óli Magnússon 6 82 76
34 Ungir í anda Hallgrímur I Guðmundsson Sveinbjörn Bjarnason 6 82 76
35 Ónefndir Hilmar Kristjánsson Elías Karl Guðmundsson 7 85 78
36 Ég og mágkona mín Atli Kolbeinn Atlason Gerða Kristín Hammer 7 87 80
37 Turkana Dulu Stefán Viðar Sigtryggsson Þorsteinn V Sigtryggsson 8 90 82
38 Mágarnir Hallberg Svavarsson Albert Ómar Guðbrandsson 6 89 83
39 A&J Allan Freyr Vilhjálmsson Jón Vilhelm Ákason 8 100 92
40 H&V Vilhjálmur E Birgisson Hafþór Ægir Vilhjálmsson 5 100 95

 

Næst Holu 9  Gísli Bogason 2,65 m
Næst holu 16 Hákon Örn 85 cm
Næst holu 18 Arnar Freyr 20 cm

 

GS þakkar keppendum kærlega fyrir þátttökuna og minnum við á mótið hjá okkur næsta Laugardag og gal-opinn völlur á Sunnudag. Takk Takk

Úrslit úr mótinu í dag.

Það var flott þátttaka á flottum golfvelli, en Leiran var í flottu standi í dag. Um 120 keppendur tóku þátt og urðu úrslit sem hér segir;

1.sæti án Kjartan Einarsson 75.högg
1.sæti punkt  Guðlaugur B Sveinsson 43
2.sæti punkt Bjarni Sæmundsson 41
3.sæti punkt Einar Oddur Sigurðsson 40

Næst holu á 9 Steingrímur
Næst holu 16 Haraldur Óskar
Næst holu 18 Magnús Guðmundsson

Golfklúbbur Suðurnesja þakkar keppendum kærlega fyrir þátttökuna og býður kylfingum gleðilegs golfsumars. En Leiran er formlega opin 🙂

Opnun Hólmsvallar

Þá er komið að því, golfsumarið 2018 er hafið.

Frá og með morgundeginum, laugardeginum 14. apríl, verður Leiran opin inná sumarflatir fyrir félagsmenn og aðra kylfinga.

Á morgun er opið mót í Leirunni, vel er skráð í mótið en ennþá eru laus pláss.

Hólmsvöllur lítur vel út og tekur vel á móti kylfingum,
verið velkomin.


Sá möguleiki er ávallt fyrir hendi að til skyndilokunar komi hagi veðurguðirnir sér illa … en það er ólíklegt 🙂

Úrslit úr fyrsta móti ársins 2018 – Nói Síríus

Fyrsta golfmót ársins var haldið í bongó blíða í Leirunni í dag. Fullt var í mótið og var völlurinn uppá sitt besta miðað við árstíma.

Úrslit urðu sem hér segir;

Besta skor Björgvin Sigmundsson 71.högg
1.sæti punkt. Björgvin Sigmundsson 40.punktar
2.sæti Bjarni Sæmundsson 40.punktar
3.sæti Davíð Jón Arngrímsson 39.punktar

Næst holu
9.braut Magnús Kári Jónssson 0 cm
16.braut Snæbjörn Guðni 1.90 cm
18. braut Hafsteinn Þór 1,49

 

GS þakkar keppendum kærlega fyrir komuna og minnum á mótið okkar næstkomandi Laugardag.

 

 

Æfingasvæðið í Leiru opnar

Búið er að opna æfingasvæðið í Leirunni.
Þeir sem eiga boltakort frá því í fyrra geta notað sín kort áfram. Hægt verður að fylla á boltakort og kaupa token í boltavélina í golfverslun GS
frá 08:00 – 16:00 alla daga þessarar viku.

Búið að semja við Issa

Þær fréttir að Issi verður áfram í Leirunni ættu að gleðja GSinga. Issi kom inn s.l. haust og hefur gert mjög góða hluti sem hafa fallið í kramið hjá félögum í GS.

Það hefur verið vilji stjórnar að halda Issa innan okkar raða enda mikill fengur í honum (margur er knár þótt hann sé smár), stjórnin hefur því komist að samkomulagi við Issa um að hann sjái um veitingasöluna í Leirunni þetta árið.
Þeir sem til þekkja vita hversu mikill fagmaður er þarna á ferð og sést það best á þvílíkum stakkaskiptum klúbbhúsið hefur tekið eftir innkomu Issa & co.

Við bjóðum Issa og Hjördísi velkomin í Leiruna!

Jóhann Páll, formaður

Æfingaferð GS til Valle del Este

Það eru örfá sæti laus fyrir félaga í GS í æfingaferð klúbbsins til Valle del Este á Spáni 22.–29.apríl nk.

Félagar hafa aðeins örfáa daga til að festa sér sæti – fyrstir koma fyrstir fá.

Verð á mann:
Tvíbýli kr. 179.900,-
Einbýli kr. 189.900,-

Innifalið:
Flug m. flugvallasköttum og flutningur golfsetts (hámark 15 kg)
Akstur milli flugavallar og hótels
Gisting m. fullu fæði í herbergjum með garðsýn*
Ótakmarkað golf með golfbíl alla daga (háð brottfarar- og komutíma)**
Fararstjórn

*Fullt fæði er morgun- og kvöldverðarhlaðborð á hótelinu og hádegisverður er í klúbbshúsinu skv. matseðli sem er m.a. hamborgari, spaghetti, salat og Paella.
**Ótakmarkað golf: Gestir geta leikið ótakmarkað golf sér að kostnaðarlausu alla spiladagana, eingöngu EF rástímar eru lausir. Viðbótargolf við 18 holur á dag er ekki hægt að panta fyrirfram og er háð umferð á vellinum.
GS-ingar bóka sig á eftirfarandi tengli og númer hópsins er 3009:
Bóka hér

Opnun á inniæfingaaðstöðunni – Opnum Mánudaginn 8. janúar

Nú er nýtt ár hafið og um að gera að koma sér í gott „golfform“ fyrir sumarið. Við ætlum að opna inniæfingaaðstöðu GS sem er í Íþróttaakademíunni að Sunnubraut 35. En þar er hægt að slá í net og púttað og vippað.

Opnunartímar fyrir GS félagar eru sem hér segir; 

Mánudagar        17:00 – 21:30  
Miðvikudagar    17:00 – 21:30
Fimmtudagar     17:00 – 21:30
Laugardagar      10:00 – 14:00

Þeir kylfingar sem hafa áhuga á að komast í golfherminn geta pantað tíma á gs@gs.is eða í símum 846-0666 – 771-2121 eða 898-8299. Klukkutíminn í herminum kostar 2.500 kr.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Scroll to top