Fréttir

Nýliðavika hjá Golfklúbbi Suðurnesja

Viltu kynna þér golf og fá að prófa?

Þann 13. maí hefst nýliðavika hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Sigurpáll Geir Sveinsson, PGA-golfkennari og íþróttastjóri Golfklúbbs Suðurnesja, mun kynna golfíþróttina fyrir áhugasömum ásamt því að fara yfir grunnatriði. Námskeiðið miðar að þeim sem langar að prófa golf eða eru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni. Miðað er við nýliða og þá sem hafa ekki náð 35 í forgjöf.

Mánudagur 13. maí: Kynning og kennsla
Þriðjudagur 14. maí: Kynning og kennsla
Fimmtudagur 16. maí: Farið á völlinn og spilað

Í boði eru tvær tímasetningar þessa daga:
19:00–20:00
20:00–21:00

Námskeiðið er frítt fyrir meðlimi Golfklúbbs Suðurnesja en aðrir greiða 5.000 kr.
Fyrir þá sem síðan ganga í golfklúbbinn á árinu fæst gjaldið endurgreitt.

Áhugasamir vinsamlegast skrái sig hér.

Eða sendi tölvupóst á gs@gs.is

Takmarkað sætaframboð og fyrstir koma, fyrstir fá!

Búið að opna fyrir umferð golfbíla

Frá og með deginum í dag, 22. apríl, eru golfbílar leyfðir í Leirunni.

Kylfingar á golfbílum eru beðnir að láta skynsemina ráða og hlífa viðkvæmur svæðum.
Vallarnefnd fylgist stöðugt með ástandi vallarins og gæti lokað tímabundið fyrir umferð bíla – svo fylgist með.

Vormóti GS aflýst

Vegna óhagstæðrar veðurspár hfur mótanefnd GS blásið af vormótið sem halda átti á morgun 20.apríl.

Næsta mót Golfklúbbs Suðurnesja er Texas Scramble á sumardaginn fyrsta.

Nýjar golf- og staðarreglur

Í kvöld kl. 20 verður farið yfir helstu breytingar á golfreglunum í golfskálanum í Leiru. Þá verða nýjar og uppfærðar staðarreglur Hólmsvallar einnig skoðaðar með tilliti til breytinga á golfreglunum.

GSingar, ekki missa af þessu það er stutt í sumarið!

Umgengni á flötum

Við megum pútta með flaggstöngina í holunni.

Þurfum samt að ákveða áður en við púttum hvort við viljum:

  • Fjarlægja flaggstöngina
  • Láta halda við hana
  • Hafa flaggstöngina
í holunni


Við megum snerta leiklínuna ef aðstæður eru ekki bættar.
Við megum laga svo til allar skemmdir á flötinni.
Við megum ekki pútta 
með boltamerkið á 
flötinni.

Bolti hreyfist á flötinni

Ef einhver hreyfir bolta óvart á flötinni er það vítalaust.
Boltinn er lagður aftur á fyrri stað.


Ef bolti hreyfist eftir að hafa verið lyft af flötinni og lagður aftur er boltinn alltaf látinn aftur á fyrri stað.
Engu skiptir hvers vegna 
boltinn hreyfðist.

Umgengni í glompum

Í glompum megum við fjarlægja lauf, torfusnepla og aðra lausung.
Við þurfum samt að fara varlega því við fáum víti ef boltinn hreyfist
við þetta.


Ef boltinn er í glompu megum við ekki snerta sandinn:

  • Til að prófa ástand sandsins.
  • Með kylfu rétt fyrir fram eða aftan boltann.
  • Með kylfu í æfingasveiflu.
  • Með kylfu í aftursveiflu
fyrir högg.

Að öðru leyti megum við gera svo til það sem við viljum.

Scroll to top