Fréttir

Úrslit úr Opnu mót GS

Það voru um 80 kylfingar sem hófu leik í ágætis vorveðri í Leirunni í dag.
Úrslit urðu sem hér segir;
1.sæti án fgj. Snæbjörn Guðni Valtýsson 80.högg
1.sæti punktar Snæbjörn Guðni Valtýsson 39.p
2.sæti punktar Ásgeir Ingvarsson 35 p.
3.sæti punktar Benedikt Sigurðsson 34.p

Næst holu á 9.braut Friðrik Sigurðsson 92cm
Næst holu á 16.braut Bjarni Ingólfsson 140 cm
Næst holu á 18.braut Helgi Þórisson 252 cm

GS þakkar keppendum fyrir þátttökuna og óskar verðlaunahöfum til hamingju.

FootJoy mátunardögum framlengt

Í samstarfi við ÍSAM hefur GSingum staðið til boða golffatnaður frá FootJoy á einstöku tilboðsverði. Ákveðið hefur verið að framlengja mátunardögunum til þriðjudagsins 25. apríl. – tilboðin eru fyrir alla GSinga!

Sýnishorn af því nýjasta fyrir karla og konur frá FootJoy eru hjá okkur í golfversluninni í Leiru.
Einnig eru eintök af vind- og regnajökkum sem komnir eru úr framleiðslu á fáránlega góðu verði – takmarkað magn og stærðir.

Opnunartímar til að máta og panta:

Mánudagur 9.00–18.00
Þriðjudagur 9.00–18.00

Við hvetjum GSinga til að nota tækifærið, mæta og gera góð kaup á frábærum golffatnaði frá FootJoy – golftímabilið er handan við hornið.
Greiðsla fer fram við pöntun.

Sumarkveðjur úr Leirunni

Gleðilegt sumar kæru félagar.
Það er nú ekkert sérstaklega sumarlegt um að lítast í Leirunni þennan sumardaginn fyrsta, en eigum við ekki bara líta á það sem góðan fyrirboða fyrir komandi golfsumar? Fall er fararheill!

Vorið hefur ekki verið neitt sérstaklega gott með tilliti til golfiðkunar, veður hefur verið frekar niðurdrepandi og tafið gróanda á Hólmsvelli. En við lítum björtum augum fram veginn. Frá og með morgundeginum er komið sumar í Leirunni, fastur opnunartími í golfskálanum verður á virkum dögum frá 8.30 til 18.00 og 8.00 til 14.00 um helgar. Opnunartími lengist svo þegar líður lengra inn í tímabilið.

Í dag er golfskálinn opinn frá 9.00 til 13.00 og heitt á könnunni.


Á laugardaginn verður opið mót í Leirunni, veðurspá er með ágætum og búið er að opna fyrir skráningu á golf.is.

Ágætu GSingar, ég hlakka til skemmtilegs golfsumarsins með ykkur,
Jóhann Páll Kristbjörnsson
formaður Golfklúbbs Suðurnesja

Áfram vetrarvöllur í Leirunni

Enn er kalt í lofti og næturfrost, sumarflatirnar á Hólmsvelli eru því ekki í leik og völlurinn aðeins opinn félögum í GS laugardag og sunnudag (páskadag). Klúbbhús og veitingasala eru einnig lokuð.

FootJoy liðakeppni GS

Mótanefnd hefur sett á laggirnar nýtt mót fyrir félagsmenn í Golfklúbbi Suðurnesja, FootJoy liðakeppni GS. Liðakeppnin verður leikin í riðlum og hvert lið skipað sex leikmönnum en aðeins fjórir þeirra leika í hverri umferð.

Í hverri umferð verður leikinn einn fjórmenningur (Foursome) og tveir tvímenningar (Singles) með forgjöf. Í lok tímabils stendur eitt lið uppi sem Liðameistari GS.Nánari upplýsingar um liðakeppnina má sjá hér.


Við hvetjum nú alla GSinga til að stofna lið og taka þátt í þessu skemmtilega móti, það er ekki á hverjum degi sem við fáum tækifæri til að keppa í holukeppni sem þessari.
Þess má geta að Golfklúbbur Grindavíkur hefur haldið samskonar mót við góðar undirtektir, formenn klúbbanna hafa rætt sín á milli um möguleikann á að sigurlið GS og GG etji kappi í lok tímabils … nánar um það síðar.

Páskar 2017

Í dag, skírdag, er völlurinn opinn frá kl. 10.00 (rástímaskráningar á golf.is). Tilboð á flatargjöldum 2.500 kr. (ath. flestir vinavallasamningar taka gildi 1. maí).

Yfir páskana verður Hólmsvöllur opinn eins mikið og hægt er, þó er kuldaspá og næturfrost í kortunum og líklegt að einhverja morgna verði völlurinn opnaður seinna líkt og í dag. Kylfingar eru hvattir til að fylgjast með á gs.is og golf.is.

Scroll to top