Staðarreglur

  1. Vallarmörk: Hælar girðingar, flestir hvítmerktir, umhverfis völlinn og svo sem annars er merkt með hvítum hælum (eða punktum á sjóvarnargarði). Klúbbhúsið ásamt tilheyrandi varanlegu slitlagi er út af.
  2. Óhreyfanlegar hindranir (regla 24-2): Skáli við 10. teig og steinbrú á 16. holu, fjarlægðarvísar, boltaþvottastandar, auglýsinga- og teigskilti, sorpkassar við teiga, jarðfastir steinar á snöggslegnu svæði á leið og sjáanlegir fastir hlutar vökvunarkerfis, hælar með/ásamt íþræddu bandi meðfram stíg að 3. holu, hellulagðir fletir við teiga og tréþrep upp á þá, ásamt skóhreinsunarbás við golfskála.
    Önnur mannvirki eru hluti vallar.
  3. Mörk ómerktra vatnstorfæra miðast við lóðrétta bakka þeirra.
    Hliðarvatnstorfærur eru engar (gulir hælar væru því viðeigandi).
  4. Nota ber merktan fallreit vegna bolta sem hafnar á 16. flöt þegar hún er röng flöt. Ekki má taka lausn skv. reglu 25-3b.
  5. Á 1. og 18. holu má vítalaust merkja og lyfta bolta sem liggur á svæðum sem afmörkuð eru með appelsínugulum hælum og leggja aftur innan kylfulengdar, á svæðinu og ekki nær holunni. Bolti sem þannig er lyft er í leik þegar er hann hefur verið lagður og verður ekki aftur lyft samkvæmt þessari reglu nema eftir högg. Hælarnir eru hindrun.

Víti fyrir brot á staðarreglu: 2 högg.
Dæmi um hreyfanlegar hindranir eru lausamunir s.s. glompuhrífur og hrífustandar, ílát fyrir brotin tí og vegvísar úr málmi til næsta teigs eða hvar skuli fara með kerrur. Bekkir við teiga eru hindrun.

Sími í golfskála er 421-4100

Með fyrirvara um breytingar

Scroll to top