Reglugerð um Þriðjudagsmót GS

1. Leikin eru 16 Þriðjudagsmót (Þ-mót) á leiktímabilinu maí til september.


2. Mótin eru innanfélagsmót, eingöngu opin fyrir félagsmenn í GS til þátttöku og verðlauna, nema annað sé tekið fram. Kylfingar úr öðrum klúbbum geta spilað í mótunum fyrir sérstakt gjald.


3. Þátttökugjald. Þátttökugjald er kr. 2.000 kr. í hvert mót (félagar utan GS greiða 3.500 kr.).


4. Leikin er Stableford punktakeppni í einum opnum forgjafarflokki. Karlar leika af gulum teigum, konur af rauðum.
Heimilt er að hafa fleiri verðlaunaflokka í einstökum mótum, t.d. unglingaflokk, kvennaflokk og öldungaflokk.


5. Hámarks gefin forgjöf er:
a. Karlar 36
b. Konur 40


6. Í hverju einstöku móti eru veitt verðlaun í formi gjafabréfa, 40.000 kr. í hverju móti. Þau skiptast þannig:
a. 1. sæti með forgjöf: 10.000 kr.
b. 2. sæti með forgjöf: 7.000 kr.
c. 3. sæti með forgjöf: 6.000 kr.
d. 4. sæti með forgjöf: 4.000 kr.
e. Besta brúttó skor: 10.000 kr.
f. Nándarverðlaun: 3.000 kr.


7. Að hverju móti loknu er birtur stigalisti. Öll Þ – mótin hafa jafnt stigavægi. Stig eru gefin eftir punktafjöld í hverju mót fyrir sig með og án forgjafar stableford. (dæmi: leikmaður með 35 punkta með forgjöf fær 35 stig).


8. Að loknum 16 Þ-mótum verða krýndir Stigameistarar GS. Verðlaunaafhending fer fram að loknu síðasta móti, í september. 80% af heildarmótunum telja, t.d 12 mót af 16. En miðað er við að 80% telji.


9. Veitt verða verðlaun í eftirfarandi flokkum:
a. Stigameistari án forgjafar
b. Stigameistari með forgjöf
c. Stigameistari kvenna með forgjöf
i. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin:
1. Vöruúttekt : 20.000 kr.
2. Vöruúttekt : 15.000 kr.
3. Vöruúttekt : 10.000 kr.


10. Hvert mót mun hafa sjálfstæðan styrktaraðila sem leggur fram verðlaun í formi gjafabréfa. Mótin eru auglýst sérstaklega og fyrirkomulag útræsingar, hvort ræst sé út allan daginn, eða af öllum teigum.


11. Öll þriðjudagsmót eru notuð til viðmiðunar vegna Sveitakeppni eldri kylfinga.

Scroll to top