Reglugerð um val í sveitir eldri kylfinga GS

Karlasveitina skipa níu leikmenn og verður hún skipuð:

  • Öldungameistari klúbbsins
  • Fimm stigahæstu öldungar úr Stigamótaröð GS (sveitin verður valin að loknu síðasta stigamóti í júlí, sex bestu mót telja hjá hverjum kylfingi – stuðst er við punktakeppni án forgjafar og leikið af teigum 55 kk).
  • Formaður öldunganefndar, framkvæmdastjóri klúbbsins og formaður mótanefndar munu velja þrjá leikmenn og skipa liðsstjóra.

Kvennasveitina skipa sex leikmenn og verður hún skipuð:

  • Öldungameistari klúbbsins
  • Þrír stigahæstu öldungar úr Stigamótaröð GS (sveitin verður valin að loknu síðasta stigamóti í júlí, sex bestu mót telja hjá hverjum kylfingi – stuðst er við punktakeppni án forgjafar og leikið af teigum 46 kvk).
  • Formaður öldunganefndar, framkvæmdastjóri klúbbsins og formaður mótanefndar munu velja tvo leikmenn og skipa liðsstjóra.

Mótanefnd klúbbsins mun halda sérstaklega utan um skor eldri kylfinga og verður staðan því aðgengilega eftir hvert stigamót.

Skipan sveitarinnar mun liggja fyrir eigi síðar en tveimur vikum fyrir mót.
Sveitin mun halda æfingu og funda með íþróttastjóra klúbbsins fyrir mót því markið er sett hátt i ár enda ekki ástæða til annars þar sem klúbburinn hefur á að skipa framúrskarandi hópi eldri kylfinga.

Scroll to top