Efnisorð: Golfreglur 2019

Umgengni á flötum

Við megum pútta með flaggstöngina í holunni.

Þurfum samt að ákveða áður en við púttum hvort við viljum:

  • Fjarlægja flaggstöngina
  • Láta halda við hana
  • Hafa flaggstöngina
í holunni

Við megum snerta leiklínuna ef aðstæður eru ekki bættar.
Við megum laga svo til allar skemmdir á flötinni.
Við megum ekki pútta 
með boltamerkið á 
flötinni.

Bolti hreyfist á flötinni

Ef einhver hreyfir bolta óvart á flötinni er það vítalaust.
Boltinn er lagður aftur á fyrri stað.

Ef bolti hreyfist eftir að hafa verið lyft af flötinni og lagður aftur er boltinn alltaf látinn aftur á fyrri stað.
Engu skiptir hvers vegna 
boltinn hreyfðist.

Umgengni í glompum

Í glompum megum við fjarlægja lauf, torfusnepla og aðra lausung.
Við þurfum samt að fara varlega því við fáum víti ef boltinn hreyfist
við þetta.

Ef boltinn er í glompu megum við ekki snerta sandinn:

  • Til að prófa ástand sandsins.
  • Með kylfu rétt fyrir fram eða aftan boltann.
  • Með kylfu í æfingasveiflu.
  • Með kylfu í aftursveiflu
fyrir högg.

Að öðru leyti megum við gera svo til það sem við viljum.

Kylfulengd

Við þurfum stundum að mæla kylfulengd, oftast til að ákveða lausnarsvæðið þegar við látum bolta falla.

Ný skilgreining:

Lengd lengstu kylfunnar sem við höfum í pokanum,
 annarrar en pútters.

Að láta bolta falla

Við eigum að láta
boltann falla úr hnéhæð.
Ekki ofar og ekki neðar.
Ef við ruglumst getum við
leiðrétt, áður en við
sláum boltann.

Þegar við látum bolta falla höfum við alltaf ákveðið lausnarsvæði.

Boltinn verður að lenda innan lausnarsvæðisins. Annars „telur“ tilraunin ekki og við reynum aftur.
Og boltinn verður að stöðvast innan lausnarsvæðisins.
Geri hann það ekki „telur“ tilraunin og við látum boltann falla aftur.
Ef boltinn rúllar út fyrir lausnarsvæðið í annarri tilraun leggjum við boltann þar sem hann lenti í annarri tilraun.
Boltinn má ekki lenda á okkur eða útbúnaði. Þá „telur“ tilraunin ekki.
Í lagi ef boltinn lendir á jörðinni og skoppar svo í okkur eða útbúnað.

Kylfa skemmist

Ef kylfa skemmist við leik megum við almennt ekki skipta um kylfu.
Í staðinn megum við nota kylfuna það sem eftir er hringsins eða láta laga kylfuna (ef það tefur ekki leik).
Eina undantekningin er að við megum skipta um kylfu ef einhver utanaðkomandi veldur því að hún skemmist.

Scroll to top