Barna- og unglingastarf

Sumaræfingar Golfklúbbs Suðurnesja

Til að taka þátt í sumaræfingum barna og unglinga 8–18 ára hjá GS þarf að vera meðlimur í GS. Félagsaðild fyrir börn 14 ára og yngri er án gjalds og fyrir unglinga 15–18 ára er ársgjald 11.250 kr. (gjald fyrir 2017). Til að sækja um félagsaðild þarf að senda póst á skrifstofu GS, gs[at]gs.is.

Iðkendastyrkir sveitarfélaganna gilda til niðurgreiðslu æfinga- og félagsgjalda.

Til að geta tekið þátt í sumaræfingum barna og unglinga þarf að skrá barn til æfinga hjá Karen íþróttastjóra GS, karen[at]karensaevars.is.

Æfingagjald er 15.000 kr. fyrir tvær æfingar í viku. Hægt er að æfa einu sinni í viku og er gjaldið þá 10.000 kr.

Fyrir byrjendur og yngri en 8 ára þá bendum við á vikuleg golfleikjanámskeið.

Barnanámskeið Golfklúbbs Suðurnesja 2017

Leikum okkur í Leirunni

Golfíþróttin er einstaklega hentug fyrir allar fjölskyldur sem vilja stunda útvist og samveru. Í Leirunni er paradís kylfinga þar sem sumarið iðar af lífi og allir geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi.

Golfnámskeið fyrir börn
Barnanámskeið í golfi verða haldin í Leirunni í sumar og eru ætluð fyrir börnum á aldrinum 7 til 12 ára. Hvert námskeið er frá mánudegi til fimmtudags/föstudags, 3 klst. í senn. Námskeið eru bara fyrir hádegi en eftir hádegi er börnum frjálst að spila Jóel, æfingavöllinn, og fylgja þeim reglum sem þar gilda. Tímasetning námskeiðanna er frá kl. 9.00 til 12.00.

Námskeiðin hefjast mánudaginn 12. júní og verða á eftirtöldum tímabilum:
1. vika 12.–16. júní
2. vika 19.–23. júní
3. vika 26.–30. júní
4. vika 10.–14. júlí
5. vika 24.–28. júlí
6. vika 8.–11. ágúst (4 dagar)

Fullorðnir kennarar og afreksfólk GS munu sjá um kennsluna og reynt verður að hafa námskeiðin getu- og aldursskipt. Hámarksfjöldi í hóp með kennara er átta börn.
Í nestistímanum verður farið yfir helstu golfreglur, umgengnisreglur og siðareglur sem farið er eftir í öllum klúbbum landsins.
Á lokadegi hvers námskeiðs er pylsupartí, þar sem pylsur og safi er í boði og öll börn fá viðurkenningarskjal fyrir þátttöku.

Verð:
4 daga námskeið kosta 10.000 kr.
5 daga námskeið kosta 12.000 kr.

Veittur er 20% systkinaafsláttur. Einnig er veittur 20% afsláttur af seinni námskeiðum ef sótt eru fleiri en eitt.

Við bendum á að koma vel klædd því allra veðra er von, og með gott nesti. Kylfur eru til láns á námskeiðinu.
Nánari upplýsingar og skráning er hjá Íþróttastjóra. Nafn barns og forráðamann eða greiðanda og kennitölu greiðanda verða að fylgja skráningu.

Æfingatafla GS 10. júní til 20. ágúst 2017

Allar æfingar fara fram í Leirunni.

Tími Mán Þri Mið Fim Fös
9.00–10.00 Barnanámskeið Barnanámskeið Barnanámskeið Barnanámskeið Barnanámskeið
10.00–11.00
11.00–12.00
12.30–13.30 Jóel (spilaæfing)
13.30–14.30 2007–2009 2007–2009 Hólmsvöllur (spilaæfing)
14.30–15.30  2004–2006 2004–2006
15.30–16.30 2002–2003 2002–2003
16.30–17.30  1999–2001 1999–2001

Íþróttastjóri og þjálfari: Karen Sævarsdóttir (senda póst, farsími 695-6890)
Leiðbeinandi: Zuzanna Korpak og Karen Guðnadóttir

Scroll to top