Golfkennsla

Íþróttastjóri og golfkennari Golfklúbbs Suðurnesja er Karen Sævarsdóttir, LPGA-golfkennari

Karen sinnir allri almennri golfkennslu auk þess að stjórna þjálfun og þjálfa kylfinga GS. Auk einkakennslu býður Karen uppá ýmiskonar námskeið sem henta ekki síður þeim sem eru lengra komnir en byrjendum, á heimasíðu Karenar, karensaevars.is, má sjá yfirlit þeirra námskeiða sem hún býður uppá í Leirunni og þar ættu félagar að finna eitthvað við sitt hæfi.

Karen Sævarsdóttir
Karen Sævarsdóttir
Íþróttastjóri / LPGA-golfkennari

Sími 695-6890

Karen þekkja flestir GSingar, hún er uppalinn í GS og á að fagna einum farsælasta ferli íslenskra kylfinga. Titlar hennar hérlendis eru:

Átta Íslandsmeistaratitlar í höggleik
Fjórir Íslandsmeistaratitlar í holukeppni
Sjö unglingameistaratitlar telpna og stúlkna
Níu klúbbmeistaratitlar hjá GS (og það er aldrei að vita … þeir gætu orðið fleiri)

Karen lagði stund á golfkennaranám hjá LPGA (Ladies Professional Golf Associaton) og hefur lokið B gráðu kennaraprófi þaðan, hún er því B Certified Teacher.

Scroll to top