Golfklúbbur Suðurnesja heldur golfleikjanámskeið í sumar fyrir börn á aldrinum
 6 til 13 ára. Margir af fremstu kylfingum klúbbsins hafa tekið sín fyrstu skref í golfskóla klúbbsins og er þetta því frábær leið til að kynnast þessari frábæru fjölskylduíþrótt.

Staðsetning: 
Hólmsvöllur í Leiru (mæting er í golfskálann).
Markmið námskeiðsins: 
Að börnin læri undirstöðuatriði í golfi í gegnum æfingar og leiki, golf- og siðareglur er varðar framkomu og umgengni á golfvellinum. Einnig verður notaður SNAG-golfbúnaður sem gerir leikinn enn skemmtilegri.
 Um leið og barn lýkur námskeiði er það velkomið að mæta á æfingar hjá GS út sumarið 2018 gegn einungis 5.000 kr. gjaldi. Einnig fá börn aðgang að Jóel, æfingavellinum, út sumarið 2018.
Námskeiðin:

Námskeið 1: 11.–15. júní kl. 9–12
Námskeið 2: 11.–15. júní kl. 13–16

Námskeið 3: 18.–21. júní kl. 9–12
Námskeið 4: 25.–28. júní kl. 9–12
Námskeið 5: 9.–13. júlí kl. 9–12

Foreldrar: Síðasta klukkutíma hvers námskeiðs býðst foreldrum að koma og fá létta kynningu og kennslu í golfi án endurgjalds.
Skráning: 
Skráning og nánari upplýsingar á gs[at]gs.is eða í síma 421-4100.

Gjald: 
Námskeiðagjald er 10.000 kr. fyrir fjögurra daga námskeiðin og 12.500 kr. fyrir fimm daga námskeiðin.

Yfirumsjón:
 Sigurpáll Sveinsson, íþróttastjóri GS, ásamt afrekskylfingum klúbbsins.
Gott að hafa í huga: 
Börnin fá nestispásu og við mælum með að þau komi með hollt og gott nesti með sér Einnig er mikilvægt að börn komi klædd eftir veðri og þurfa alltaf að hafa með sér hlífðarfatnað því veðrið er oft breytilegt.
Golfsett og kylfur: 
Börn mega endileg koma með sitt eigið golfsett eða kylfur, en einnig geta þau fengið lánað á meðan á námskeiðinu stendur.
Hlökkum til að sjá sem flesta!
Scroll to top