top of page
ÍÞRÓTTASTARF
Golfklúbbur Suðurnesja státar sig af virku og öflugu íþróttarstarfi undir handleiðslu íþróttastjóra okkar Sigurpáls Geirs Sveinssonar sem sér um kennslu bæði byrjenda og lengra komna.
ÍÞRÓTTASTJÓRI GS
Íþróttastjóri og golfkennari Golfklúbbs Suðurnesja er Sigurpáll Geir Sveinsson, PGA-golfkennari.
Sigurpáll sinnir allri almennri golfkennslu auk þess að skipuleggja, stjórna þjálfun og þjálfa kylfinga GS. Auk einkakennslu býður Sigurpáll uppá ýmiskonar námskeið sem henta ekki síður þeim sem eru lengra komnir en byrjendum.
Sigurpáll er menntaður PGA-kennari og hefur lengi verið áberandi í íslensku golfi, bæði sem keppandi og golfkennari. Hann er þrefaldur Íslandsmeistari (m.a. Íslandsmeistari 1998 í Leirunni) og var einn af okkar fremstu kylfingum um árabil. Sigurpáll hefur unnið sem golfkennari í tíu ár og náð góðum árangri með börn, unglinga, afreksfólk og ekki síst hinn almenna kylfing.
bottom of page