Höfundur: Jóhann Páll

Happdrætti Golfklúbbs Suðurnesja 2017: Dregið eftir páska

Af óviðráðanlegum orsökum verður því miður ekki hægt að draga í happdrætti Golfklúbbsins fyrr en eftir páska.

Um leið og búið er að draga verða vinningsnúmerin birt hér á síðunni gs.is. Við biðjumst velvirðingar og vonum að fólk sýni þessu skilning.

Við þökkum þeim sem keyptu miða og gerðu krökkunum með því móti kleyft að fara í frábæra æfingaferð til Portúgal, hafið það gott yfir páskana.

Nýtt fólk með veitingareksturinn í Leirunni

Samið hefur verið við hjónin Axel Axelsson og Erlu Laufey Pálsdóttur um að taka við rekstri veitingasölunnar hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Axel er matreiðslumeistari og Erla bakari svo eitthvað gómsætt ætti að vera á boðstólum fyrir kylfinga í sumar.

Veitingasalan opnar þann 1. apríl og munu þau hjón bjóða kylfingum uppá glæsilegan matseðil í allt sumar, eins og lamb Bernaise og lax Hollandaise, alvöru amerískar samlökur og hamborgara. Heimalöguð súpa verður alltaf í boði, kökur og góðgæti. Að auki verða samlokur og þess háttar til að grípa með sér út á völl.

Í apríl verður opið virka daga frá kl. 11.00 til 21.00 og um helgar frá 9.30.

Þau hjón eru spennt fyrir komandi sumri og stjórn GS hlakkar til samstarfsins og býður þau velkomin í Leiruna.

Facebook-síða Leiran mathús

Opnun Hólmsvallar

Nú er golftímabilið að hefjast, vorið er komið í Leirunni. Í dag sást tjaldurinn í fyrsta sinn á vellinum þetta árið, hann er hinn eiginlegi vorboði okkar.

Í dag opnum við æfingasvæðið, boltavélin byrjar að malla og hægt að kaupa á æfingasvæðið í golfskálanum.
Á laugardaginn verður fyrsta opna vormótið haldið í Leirunni, búið er að opna fyrir skráningu á golf.is og það fyllist fljótt.
Á sunnudaginn verður tilboð á vallargjöldum (3.000 kr.) og opið inná sumarflatir, rástímaskráning á golf.is.
Eftir það er bara komið sumar og völlurinn opinn.

Nýr vefur Golfklúbbs Suðurnesja

Ný heimasíða GS hefur verið sett í loftið. Gamla síðan var komin nokkuð til ára sinna og þótti tímabært að endurgera hana. Mörgu af gamla vefnum hefur verið hent út og nýtt komið inn. Vefurinn er í vinnslu og vafalaust ýmsir hnökrar á honum, en vefsíðan er „lifandi“ og tekur breytingum jafnt og þétt.

Hafi fólk athugasemdir við vefinn er þeim bent á að senda þær til formanns (johann[at]gs.is) – góða helgi 🙂

Ný grip fyrir sumarið

Nú er rétti tíminn til að huga að komandi golfvertíð … eins og að skipta um grip á golfkylfunum.

Við bjóðum uppá grip frá PureGrips og skiptum um á settinu fyrir þig. Verð á sveiflugripum er 2.090 kr. (barnagrip 1.190 kr.) með ásetningu, ofan á það er 20% afsláttur fyrir félaga í GS.

Hafið samband við golfverslun í síma 421-4100 og gerið ykkur klár fyrir golfsumarið.

Þrír GSingar í afrekshópum GSÍ 2017

Jussi Pitkanen, afreksstjóri og landsliðsþjálfari Golfsambands Íslands, hefur valið þá kylfinga sem skipa munu afrekshópa GSÍ á árinu 2017. GS á þrjá kylfinga í afrekshópunum þetta árið, þær Karen Guðnadóttur, Zuzönnu Korpak og Kingu Korpak.

Það þarf ekki að fjölyrða um hæfileika og dugnað þeirra þriggja, né hve stolt við erum af þeim. GS óskar Kareni, Zúzzu og Kingu til hamingjum með árangurinn og við hlökkum til keppnistímabilsins 2017.


Nánar á golf.is

Úrslit úr Opna Nóa Síríus

Það var stappað í mótið hjá okkur í dag en yfir 100 kylfingar léku Leiruna í frábæru febrúarveðri.

Besta skor Einar Long 74.högg

1.sæti punkt Benedikt Sigurðsson 42.punktar
2.sæti punkt Sigurður Jónsson 40.punktar
3.sæti punkt Bergþór Njáll Kárason 40.punktar
40.sæti punkt Guðjón Grétar Daníelsson 31.punktar

 

Næst holu 9.braut Einar Long 25cm
Næst holu á 16.braut Laufey Sig 46cm
Næst holu á 18 braut Páll Antonsson 2,28 m

GS þakkar keppendum kærlega fyrir þátttökuna og minnum á að fylgjast með golf.is uppá næstu mót. takk takk.

SNAG-námskeið í Golfakademíunni

SNAG-æfingar Golfklúbbs Suðurnesja

Laugardaginn 11. febrúar byrjar sex vikna SNAG (Starting New at Golf) námskeið fyrir börn fædd 2010–2012. Námskeiðið verður haldið í Golfakademíunni á laugardögum milli kl. 11.15 og 12.00.

Börnin fá tækifæri til að læra grunnhreyfingar golfíþróttarinnar í leik og með litum.
Þátttökugjald: 5.000 kr.
Hámark 10 börn komast að.
Kennarar: Karen Sævarsdóttir, LPGA golfkennari og SNAG leiðbeinandi, Zúzanna Korpak SNAG leiðbeinandi.
Skráning: karen[at]karensaevars.is

Leikmannasamningar undirritaðir við kylfinga

Sjö kylfingar hafa skrifað undir leikmannasamninga við Golfklúbb Suðurnesja. Leikmennirnir eru Laufey Jóna Jónsdóttir, Zuzanna Korpak, Kinga Korpak, Kristján Jökull Marínósson, Geirmundur Ingi Eiríksson, Björgvin Sigmundsson og Guðmundur Rúnar Hallgrímsson. Karen Guðnadóttir mun bætast í þennan hóp síðar, hún er búsett erlendis en mun keppa á Íslandi í sumar.

Leikmannasamningarnir kveða m.a. á um að kylfingurinn keppi undir merkjum GS á samningstímanum, sé fyrirmynd annara utan vallar sem innan og aðstoði við æfingar yngri hópa. Á móti leitast GS m.a. við að sjá kylfingunum fyrir bestri mögulegu aðstöðu til æfinga og einkatímum hjá íþróttastjóra, að auki styrkir GS kylfingana með greiðslu mótsgjalda og ýmsum búnaði til keppni.
Þetta er í fyrsta sinn sem Golfklúbbur Suðurnsesja gerir leikmannasamninga við sína keppendur og er það von stjórnar að þessir samningar leggi grunn að farsælu keppnistímabili Golfklúbbsins og kylfinga þess.

Áfram GS!

Æfingaferð GS til Morgado í Portúgal

Það var mikil ánægja með síðustu ferð – þessi verður ekki síðri

Síðasta vor fóru kylfingar úr GS í æfingaferð til Morgado og heppnaðist sú ferð í alla staði vel. Því hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn og bjóða kylfingum úr GS með í ferðina.
Ath. að takmarkaður sætafjöldi er í boði – fyrstur kemur, fyrstur fær.

Morgado er með tvo frábæra, ólíka 18 holu golfvelli og einstaklega vel hannað æfingasvæði þá er Morgado frábær valkostur fyrir æfingaferð og að auki er stórglæsilegt 4* hótel við golfvellina.

Bókunarleiðbeiningar:

Vinsamlega lesið eftirfarandi leiðbeiningar ÁÐUR en bókað er:

Til að bóka ferðina þarf að smella á þennan tengil. Þá er beðið um hópnúmer, skrifið: 1039

Til aðgreiningar á almennum farþegum, börnum og unglingum (iðkendum) í ferðinni þá er hægt að bóka eftirfarandi gistimöguleika:

1) Iðkandi velur „Tvíbýli barn/unglingur í æfingum“ (þjálfarar raða saman í herb.síðar).
2) Einn fullorðinn og eitt barn/unglingur (iðkandi sem deila herb.velja „tvíbýli“).
3) Tveir fullorðnir sem deila herb. velja „tvíbýli“.
4) Einn fullorðinn velur „einbýli“ .
5) Tveir fullorðnir og eitt barn (iðkandi) velja „tvíbýli m/aukarúmi“

ATH. Foreldrar sem ferðast með tvö eða þrjú börn sem vilja gista saman:
Á Morgado er til gistimöguleiki sem heitir Duplex og er á tveimur hæðum, eitt herbergi ásamt baðherbergi á hvorri hæð og innangengt á milli. Það er eingöngu ætlað fyrir tvo fullorðna með tvö börn eða tvo fullorðna með þrjú börn (3ja barn í aukarúmi).

Við eigum frátekin fjögur Duplex herbergi sem eingöngu er hægt að bóka á skrifstofu VITAgolf eða símleiðis s: 570 4458.

Ath. Þeir sem spila ekki golf, bóka sig á netinu og hefur samband við okkur og við drögum kr. 10,000.- frá ferðakostnaði.
Varðandi greiðslu ferðarinnar þá er Í boði að greiða staðfestingargjald (óendurkræft) 40,000 kr. Greiða upp ferðina í einu lagi eða velja raðgreiðslusamning.

Bókunarkerfið leiðir ykkur áfram og þið fyllið inn í þá reiti sem óskað er eftir. Bókunarfrestur er til 21. des. og eftirstöðvar ferðarinnar greiðast í síðasta lagi 13. febrúar 2017

ATH:
1 – Ekki er hægt að nota vildarpunkta í þessa ferð.
2 – Eingöngu er hægt að nota eitt kortanúmer til að greiða fyrir þá sem í bókuninni eru.

Verð ferðarinnar:

Fyrir iðkendur: 142.400 kr. á mann m.v. tvíbýli
Fyrir fullorðna/aðra: 166.400 kr. á mann í tvíbýli, kr. 178,700.- í einbýli.

Verð fyrir þrjá farþega eða fleiri sem birtast í bókunarvél eru meðalverð, fengin af ofangreindum verðum.

Innifalið:

Beint leiguflug til Faro með Icelandair
Flugvallaskattar
Flutningur golfsetts (hámark 15kg) og farangur (hámark 20 kg)
Akstur milli flugvallar og hótels
Gisting með morgun- og kvöldverðarhlaðborði. Léttur hádegisverður (eingöngu fyrir iðkendur)

Ótakmarkað golf (ef rástímar eru lausir eftir hádegið, sem hefur ekki verið vandamál hingað til) alla daga (með kerru fyrir iðkendur) og (með GOLFBÍL fyrir fullorðna)

Fararstjórn frá VITAgolf

Flugupplýsingar:

FI 1542 01. Apríl Keflavík 07:30 – Faro 12:40
FI 1543 08. apríl Faro 13:40 – Keflavík 16:40

Takk fyrir að velja VITAgolf og við vonum að þið njótið ferðarinnar til Morgado og að ferðin verði ykkur öllum til gagns og gleði.

Kær kveðja,
VITAGOLF
Signhild, Margrét, Peter s. 5704458

golf@vita.is

Scroll to top