Flokkur: Félagsstarf

Frábærar vikur í Leirunni

Það er óhætt að segja að undanfarnar vikur hafi verið frábærar í Leirunni. Hólmsvöllur er í frábæru ástandi þó þurrkur sé aðeins farinn að plaga hann á vissum svæðum, eitthvað sem við þurftum ekki að hafa miklar áhyggjur af í fyrra.

Það er gleðiefni hve góð stemmningin er í félagsstarfinu, ótrúleg fjölgun félaga hefur átt sér stað í upphafi golftímabilsins og fjöldinn allur sótt nýliðanámskeið klúbbsins. Eftir þessa viku hafa nærri eitthundrað kylfingarsótt nýliðanámskeið GS og stór hluti þeirra hefur gengið í Golfklúbbinn, að auki hafa mörg börn verið skráð á barnanámskeið sem munu vera í gangi næstu vikur.

Nýliðaflokkur í Meistaramóti

Til að mæta þessum nýju félögum hefur mótsstjórn Meistaramóts komið saman og er í undirbúningi að hafa sér nýliðaflokk þar sem reyndari kylfingar munu ganga á milli og liðsinna eftir þörfum, nánar um það á næstu dögum.
Mótahald hefur gengið afskaplega vel og nú síðast var haldin hjóna- og parakeppni um helgina í samstarfi við Diamond Suites og geoSilica. Fullt var í mótið og mikil ánægja með það.


Nýir æfingatímar

Ný æfingatafla hefur tekið gildi og hér má sjá hana.

Nýliðakynning 11.–13. júní

Viltu kynna þér golf og fá að prófa?

Þann 11. júní hefst nýliðakynning hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Sigurpáll Geir Sveinsson, PGA-golfkennari og íþróttastjóri Golfklúbbs Suðurnesja, mun kynna golfíþróttina fyrir áhugasömum ásamt því að fara yfir grunnatriði. Námskeiðið miðar að þeim sem langar að prófa golf eða eru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni. Miðað er við nýliða og þá sem hafa ekki náð 35 í forgjöf.

Þriðjudagur 11. júní: Kynning og kennsla
Miðvikudagur 12. júní: Kynning og kennsla
Fimmtudagur 13. júní: Farið á völlinn og spilað

Í boði eru tvær tímasetningar þessa daga:
19:00–20:00
20:00–21:00

Námskeiðið er frítt fyrir meðlimi Golfklúbbs Suðurnesja en aðrir greiða 5.000 kr.
Fyrir þá sem síðan ganga í golfklúbbinn á árinu gengur gjaldið upp í árgjald.

Áhugasamir vinsamlegast skrái sig hér.

Eða sendi tölvupóst á gs@gs.is

Takmarkað sætaframboð og fyrstir koma, fyrstir fá!

Vinna við flatir

Á morgun munu vallarstarfsmenn slá og léttsanda flatir Hólmsvallar. Af þessu mun eitthvað rask hlótast og biðjum við félagsmenn afsökunar á því, hins vegar er þetta hluti af ferlinu við að halda Leirunni jafn góðri og hún er.

Næstu daga munu vallarstarfsmenn strauja flatir til að ná sandinum niður og ætti völlurinn að vera kominn í jafn gott form á mánudag gangi allt eftir.

Hrútalykt í Leirunni

Það verður hrútalykt í Leirunni föstudaginn 31. maí þegar karlkylfingar úr GS og Setbergi munu etja kappi á Hólmsvelli í Leiru.

Þetta verður vonandi fyrsti af mörgum herrahittingum þessara klúbba en konur klúbbanna hafa haldið sambærileg vinkonumót mörg undanfarin ár.

Skemmtilegt mót þar sem eigast við karlkylfingar úr GS og Setbergi.

Keppnisfyrirkomulag er punktakeppni m. forgjöf (hæst gefin 28) og tíu bestu skor hvors klúbbs telja. Að auki verða ýmis aukaverðlaun sem verða kynnt þegar nær dregur.

Kylfingar skrá sig til leiks hjá GS (gs@gs.is) og mun mótsstjórn raða niður á teiga. Allir ræstir út samtímis (Shotgun) um kl. 17, eftir mót verður Fish’n’chips frá Issa og einn kaldur (innifalið í mótsgjaldi).

Nánari upplýsingar veitir formaður í síma 771-2121 eða í tölvupósti.is

Er kominn tími á ný grip?

Eru gömlu gripin slitin og sleip?

Við skiptum um gripin fyrir þig í golfverslun GS – nú er rétti tíminn.


Komdu með settið eða hafðu samband, í golfverslun GS færðu ný Pure Grips á settið þitt.
Við erum með nokkra liti af gripum á lager en hægt er að sérpanta aðra liti með stuttum fyrirvara.


Verð fyrir sveiflugrip með ásetningu er 2.000 kr. en GSingar fá 20% afslátt

1.600 kr. fyrir GSinga

Breytingar á stjórn GS

Breytingar urðu á stjórn Golfklúbbs Suðurnesja í vikunni þegar Sigurrós Hrólfsdóttir sagði sig frá stjórnarmennsku.

Sigurrós hefur setið í stjórn á fjórða ár auk þess að sinna kvennastarfi klúbbsins af miklum myndarbrag og átt stóran þátt í öllu því öfluga starfi sem þar hefur átt sér stað.

Golfklúbbur Suðurnesja þakkar Sigurrós kærlega vel unnin störf fyrir klúbbinn og óskar henni velfarnaðar í hverju því sem hún tekur sér fyrir hendur.

Fyrir hönd GSinga,
Jóhann Páll Kristbjörnsson,
formaður Golfklúbbs Suðurnesja

Virðum lífið og völlinn

Lífið er heldur betur að vakna í Leirunni. Völlurinn er í einstaklega góðu formi og flatirnar óvenju góðar, því er sorglegt að sjá umgengnina um völlinn. Torfusneplar eru illa eða ófrágengnir og boltaför á flötum ótrúlega mörg (þrátt fyrir að flatargafflar hafa verið í boði ókeypis í upphafi þessa tímabils).

Ég við vekja athygli kylfinga á að nú er tjaldurinn byrjaður að verpa og vil ég biðja þá (kylfingana) að taka tillit til þessara íbúa Leirunnar … og ganga betur um völlinn.

Scroll to top