Flokkur: Fræðsla

Kylfa skemmist

Ef kylfa skemmist við leik megum við almennt ekki skipta um kylfu.
Í staðinn megum við nota kylfuna það sem eftir er hringsins eða láta laga kylfuna (ef það tefur ekki leik).
Eina undantekningin er að við megum skipta um kylfu ef einhver utanaðkomandi veldur því að hún skemmist.

Slysahögg

Við fáum ekki víti þótt við sláum óvart í sjálf okkur eða útbúnað okkar.
Við fáum ekki víti þótt við tvísláum boltann. Teljum eitt högg og leikum boltanum þar sem hann liggur.

Að slá högg

Við megum ekki leggja kylfu eða eitthvað annað niður til að aðstoða okkur að miða.
Bannað, þótt við fjarlægjum hlutinn fyrir höggið.


Kylfuberinn má ekki standa fyrir aftan boltann þegar við byrjum að taka okkur stöðu.
Og ekki heldur á meðan við sláum höggið.

Leitað að bolta

Leitartíminn styttist úr fimm mínútum í þrjár.
Því er enn mikilvægara en áður að leikmenn slái varabolta og taki tímann þegar leit hefst.


Leikmaðurinnfær ekki víti þótt hann hreyfi bolta sinn óvart við eðlilega leit.
Boltinn er lagður á fyrri stað. Ef sá staður er óþekktur er staðurinn 
áætlaður.

Scroll to top