Færslur

Meistaramót GS 2020

Það styttist aldeilis í stærsta viðburðinn okkar, meistaramótið og höfum við nú hafið skráningu.

Barna- og unglingaflokkarnir spila dagana 2. og 3. júlí. Síðan á mánudeginum 6. júlí byrja nýjir flokkar sem nefnast háforgjafarflokkar. Á miðvikudeginum hefja svo aðrir flokkar leik.

Flokkaskipting og rásröðun er eftirfarandi. Ekki er hægt að setja inn tímasetningu á rástímum fyrr en sést hversu margir skrá sig en flokkarnir verða ræstir út í þessari röð. Að öllu óbreyttu verður byrjað að ræsa út kl. 8:00 með 9 mínútna millibili.

 

Meistaraflokkur karla, forgjöf -4,4. Höggleikur, 72 holur (mið-lau). Hvítir teigar.

Meistaraflokkur kvenna, forgjöf -9,4. Höggleikur. 72 holur (mið-lau). Bláir teigar.

Opinn flokkur karla, 50 ára og eldri. Höggleikur með og án forgjafar. 72 holur (mið-lau). Gulir teigar.

Öldungaflokkur karla, 65 ára og eldri. Punktakeppni m. forgj. 54 holur (mið-fös). Rauðir teigar.

Fyrsti flokkur karla, forgjöf 4,5-9,4. Höggleikur, 72 holur (mið-lau). Gulir teigar.

Fyrsti flokkur kvenna, forgjöf 9,5-18,4. Höggleikur. 72 holur (mið-lau). Rauðir teigar.

Annar flokkur karla, forgjöf 9,5-14,4. Höggleikur, 72 holur (mið-lau). Gulir teigar.

Annar flokkur kvenna, forgjöf 18,5+. Höggleikur. 72 holur (mið-lau). Rauðir teigar.

Þriðji flokkur karla, forgjöf 14,5-19,4. Höggleikur, 72 holur (mið-lau). Gulir teigar.

Fjórði flokkur karla, forgjöf 19,5-26.0. Höggleikur, 72 holur (mið-lau). Gulir teigar.

Fimmti flokkur karla, forgjöf 26,1+. Punktakeppni án forgj. 54 holur (mið-fös). Bláir teigar.

Opinn flokkur kvenna. Punktakeppni m. forgj. 54 holur (mið-fös). Rauðir teigar.

 

Á öðrum degi snúast rástímar við, þ.e. opinn flokkur kvenna hefur leik og meistaraflokkur karla verður síðastur út.

 

Háforgjafarflokkarnir spila 9 holur á mánudeginum og 18 holur á þriðjudeginum. Leikur hefst kl. 15.00 báða dagana.

Að öðru leyti gildir reglugerð um meistaramót.

 

Skráningarfrestur er til kl. 12 daginn fyrir fyrsta keppnisdag og fer fram á Golfbox. Mótsstjórn raðar keppendum á rástíma; fyrstu tvo dagana er dregið í ráshópa en seinni tvo dagana ræður skor rástímum (á lokahring sé um þriggja daga mót að ræða).

Mótsstjórn getur veitt undanþágu frá þessari reglu séu rök keppanda sterk og það sé mat mótsstjórnar að undanþága veiti viðkomandi ekki forskot á aðra keppendur. Umsóknir um undanþágur þurfa að berast mótsstjórn í síðasta lagi sunnudaginn 5. júlí í tölvupósti á gs[at]gs.is, eftir það verða umsóknir um undanþágur ekki teknar til greina.

Golfbílar eru ekki leyfðir nema keppandi fái undanþágu frá mótsstjórn, undanþágur skulu aðeins veittar þeim kylfingum sem eiga erfitt um leik heilsu sinnar vegna.

Mótsstjórn hefur ákveðið að keppendum í flokki 65 ára og eldri er sjálfkrafa veitt undanþága en aðrir þurfa að sækja um undanþágu hjá mótsstjórn í síðasta lagi sunnudaginn 5. júlí í tölvupósti.

 

Hlökkum til að sjá sem flesta í Meistaramótinu, skemmtilegasta móti ársins!

Golfkveðja frá mótsstjórn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Staðan í Golfbúðarmótinu

Þriðji og síðasti dagurinn í Golfbúðarbúðarmótinu hófst í morgun. Veðrið er milt og aðstæður góðar.

 

Staðan í karlaflokki:

Aron Snær Júlíusson, GKG: -8

Haraldur Franklín Magnús, GR : -3

Ólafur Björn Loftsson, GKG: -1

Andri Þór Björnsson, GR: -1

 

Staðan í kvennaflokki:

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR: +2

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK: +3

Saga Traustadóttir, GR: +8

 

Sex keppendur eru frá GS og komust þeir allir í gegnum niðurskurðinn sem var tekinn eftir tvo hringi.

Björgvin Sigmundsson, +1

Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, +4

Logi Sigurðsson, +8

Róbert Smári Jónsson, +9

Pétur Þór Jaidee, +14

Rúnar Óli Einarsson, +17

Golfbúðarmótið – stigamót GSÍ

Þá er fyrsta degi lokið í stigamóti GSÍ nr. 2, Golfbúðarmótinu og gekk glimrandi vel. Í karlaflokki leiðir Aron Snær Júlíusson úr GKG á -4 og á eftir kemur Kristófer Karl Karlsson úr GM á -2. Í kvennaflokki var Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR á +2 og fast á hæla henni kemur Guðrún Brá Björgvinsdóttir á +3.

Sólin skín á okkur í dag og verður gaman að fylgjast með keppendum. Við hvetjum alla til að koma í Leiruna og sjá hvernig bestu kylfingar landsins spila völlinn okkar.

Svo tekur Leirukaffi vel á móti öllum 

Eftir daginn í dag verður keppendum fækkað í 70% og leikur hefst kl. 8.00 í fyrramálið.

Hér má sjá uppfærða stöðu:

https://golfbox.dk/livescoring/tour/…

Lokun Hólmsvallar 5. – 7. júní

Kæru kylfingar.

Vegna Golfbúðarmótsins um helgina verður Hólmsvöllur í Leiru lokaður frá kl. 20.00 4. júní og opnar aftur sunnudaginn 7. júní kl. 16.00.

Þegar stigamót GSÍ eru haldin og loka þarf vellinum geta GS félagar leikið á öðrum golfvöllum með greiðslu 50% vallargjalds.

Við hvetjum alla til að mæta í Leiruna og fylgjast með bestu kylfingum landsins. Leirukaffi verður opið og tekið verður vel á móti gestum.

Nánari upplýsingar um skor, rástíma og stöðu er hér.

 

 

Undirritun afrekssamninga 2020

Síðastliðinn miðvikudag var opið hús hjá Golfklúbbnum þar sem formaður klúbbsins, Ólöf Kristín Sveinsdóttir, og formaður afreksnefndar, Sigurður Sigurðsson, skrifuðu undir afrekssamninga við fjóra kylfinga. Afrekskylfingarnir eru Logi Sigurðsson, Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, Fjóla Viðarsdóttir og Pétur Þór Jaidee. Við óskum þeim öllum innilega til hamingju og hlökkum mikið til að fylgjast með þeim í sumar.

Guðmundur Rúnar spilaði frábærlega um helgina

GS-ingurinn Guðmundur Rúnar Hallgrímsson sýndi aldeilis hversu góður kylfingur hann er þegar hann endaði í 3. sæti í fyrsta stigamóti GSÍ á Akranesi um helgina en hann spilaði á 4 höggum undir pari. Sigurvegari mótsins var Axel Bóasson úr GK (-6) og  og í öðru sæti var Haraldur Franklín Magnús úr GR (-5). Þetta er frábær árangur hjá Rúnari, sérstaklega að teknu tilliti til þess að í mótinu tóku bestu kylfingar landsins þátt. Við í GS erum afskaplega stolt af Rúnari og óskum honum innilega til hamingju.

Í mótinu tóku 5 kylfingar úr GS þátt og þeir náðu allir niðurskurðinum. Það er greinilegt að æfingar eru að skila sér hjá Golfklúbbi Suðurnesja 🙂

Það verður gaman að fylgjast með okkar fólki á næsta stigamóti en það verður einmitt haldið í Leirunni 5. – 7. júní.

 

Scroll to top