top of page

GOLFLEIKJANÁMSKEIÐ

Golfklúbbur Suðurnesja heldur golfleikjanámskeið á sumrin sumar fyrir börn á aldrinum sex til þrettán ára.

Staðsetning: Hólmsvöllur í Leiru (mæting er í golfskálann).

Markmið námskeiðsins: Að börnin læri undirstöðuatriði í golfi gegnum æfingar og leiki, golf- og siðareglur er varðar framkomu og umgengni á golfvellinum. Ef barn langar að mæta á skipulagðar æfingar eftir námskeið mun námskeiðsgjald ganga að fullu upp í æfingagjaldið. Einnig fá börn aðgang að æfingavellinum Jóel sumarið 2019. Skemmtanagildi er alltaf haft ofarlega í huga á námskeiðunum. Ef veður er slæmt erum við með gott skýli til að kenna í.

Yfirumsjón: Sigurpáll Sveinsson, íþróttastjóri GS, ásamt leiðbeinendum úr afreksstarfi klúbbsins.

 

Gott að hafa í huga: Börnin fá nestispásu og við mælum með að þau komi með hollt og gott nesti með sér Einnig er mikilvægt að börn komi klædd eftir veðri og þurfa alltaf að hafa með sér hlífðarfatnað því veðrið er oft breytilegt.

 

Golfsett og kylfur: Börn mega endilega koma með sitt eigið golfsett eða kylfur, en einnig geta þau fengið lánað á meðan á námskeiðinu stendur.

Nánari upplýsingar um dagsetningar og skráningu verða auglýstar síðar. 

bottom of page