Golfvellir GS

Leirunni svipar að mörgu leyti til breskra strandvalla. Hér eru náttúruöflin hluti af leiknum og þeirri upplifun sem honum fylgir.

Hólmsvöllur er rótgróinn keppnisvöllur enda hafa ófáir glæsilegir hringir litið þar dagsins ljós í gegnum tíðina.

Áður en af stað er haldið er eiginlega nauðsynlegt að kynna sér þær staðarreglur sem eru í gildi á Hólmsvelli.

Til að fyllsta öryggis sé gætt er mikilvægt að kylfingar kynni sér og fari eftir umgengnisreglum Golfklúbbs Suðurnesja.

Vallarmat

Hola 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 Alls CR/Slope
59 kk 461 325 180 373 394 521 342 138 312 316 359 323 208 476 305 147 329 474 5983 72.0/129
55 kk 432 313 152 348 357 463 326 129 302 292 321 308 172 452 290 121 319 457 5554 69.6/125
51 kk 401 296 136 327 336 446 310 121 292 256 318 268 161 424 264 110 309 411 5186 67.8/116
46 kk 346 266 126 308 293 397 268 113 267 243 280 249 137 361 250 98 262 393 4657 64.7/107
55 kvk 432 313 152 348 357 463 326 129 302 292 321 308 172 452 290 121 319 457 5554 75.9/134
51 kvk 401 296 136 327 336 446 310 121 292 256 318 268 161 424 264 110 309 411 5186 73.0/128
46 kvk 346 266 126 308 293 397 268 113 267 243 280 249 137 361 250 98 262 393 4657 69.9/121
Forgjöf 13 9 3 1 7 11 5 17 15 12 4 14 2 8 16 18 6 10
Par 5 4 3 4 4 5 4 3 4 4 4 4 3 5 4 3 4 5 72

Vallarmatið tók gildi 15. janúar 2014

Æfingasvæði

Æfingaskýli og púttflöt

Golfklúbbur Suðurnesja hefur yfir að ráða góðu, yfirbyggðu æfingaskýli þar sem kylfingar geta æft í skjóli óháð veðrum og vindum. Æfingaaðstaðan er staðsett vestan við Garðveg og er með tíu bása þar sem kylfingar geta slegið. Kylfingar geta æft öll golfhögg, hvort sem það eru stutt vipp úr glompu eða löng högg með trékylfu. Mikið úrval er af skotmörkum. Þá er stór púttflöt við golfskálann þar sem hægt er að æfa pútt og vipp.

Jóel

Jóel er flottur, sex holu æfingavöllur. Frítt er á völlinn og hann öllum opinn.

Golfakademían

Inniæfingaaðstaða Golfklúbbs Suðurnesja er í Íþróttaakademíunni við Sunnubraut, beint á móti Reykjaneshöllinni.
Ekki er leyfilegt að vera á útiskóm í salnum, því er gott að taka með inniskó.

Golfhermir

Golfhermir er í Golfakademíunni, hann er opinn alla virka daga frá 10.00 til 21.30, laugardaga 10.00 til 16.00.
Tímapantanir hjá íþróttastjóra.

Vinavellir

Félagar í GS geta leikið golf
á fjölmörgum vinavöllum
víðs vegar um landið
Scroll to top