top of page

GREIÐSLA FÉLAGSGJALDA

Upplýsingar og leiðbeiningar vegna greiðslu félagsgjalda 2024:

 

Greiðsla félagsgjalda fer í gegnum kerfið Sportabler. Allir félagsmenn verða að skrá sínar greiðslur sjálfir fyrir árið. Hér má finna gjaldskrá fyrir 2023. 

Athygli er vakin á eftirfarandi:

 

  • Þeir sem ekki hafa greitt árgjald 2024 eða skráð greiðslu fyrir 1. apríl (þarf ekki að hafa klárað að greiða allt) eru taldir ekki ætla að vera í klúbbnum og hafa því ekki aðgang að Golfbox.

  • Hjónagjald - í ár hefur verið gerð breyting frá því í fyrra en í ár er hjónagjaldið sér gjaldaliður þannig að hjón getað nú verslað hjónagjaldið beint í gegnum Sportabler.  

  • Nýliðagjald - Þeir sem ekki hafa stundað golf síðastliðin 5 ár, þ.e. ekki greitt til golfhreyfingarinnar geta greitt nýliðagjald beint í gengum Sportabler.   

  • Nýir GS félagar - Fyrir þá sem eru nýir í klúbbnum (koma úr öðrum klúbbi) geta skráð sig beint en eru beðnir um að hafa samband á gs@gs.is eða láta vita í síma 421-4100 þar sem við viljum endilega heyra í öllum nýjum félögum.

  • Aðilar sem búa utan Suðurnesja eða aukaklúbbsaðild - vinsamlegast hafið samband við skrifstofu um skráningu, gs@gs.is.

  • Athugið að öll félagsgjöld eru greidd í gegnum Sportabler greiðslukerfið.

  • Gjald fyrir alllar breytingar á greiðsluskráningu sem koma eftir á er kr. 1500.

  • Kvittun -  Mörg stéttarfélög og atvinnurekendur styrkja starfsmenn sína við íþróttaiðkun og telst félagsaðild í GS vera styrkhæf. Hægt er að nálgast kvittun á sama stað og gjöldin eru gerð upp í Sportabler kerfinu. Það er hægt að nálgast kvittunina á sama tíma og greiðslan er skráð en einnig er hægt að fara á hvaða tíma sem er og sækja kvittun. 

 

Leiðbeiningar um greiðsluskráningu:

  • Farið inn á www.sportabler/shop/gs - þetta er GS svæðið.

  • Því næst er smellt á "innskrá í Sportabler". Þegar farið er inn í fyrsta skipti er smellt á "nýskrá". Þá koma upp dálkar þar sem þið fyllið inn í kennitölu og netfang. Þegar það er komið fáið þið sendan tölvupóst á netfangið sem þið gáfuð upp. Í tölvupóstinum er linkur sem þið smellið á. Linkurinn opnar síðu þar sem þið fyllið inn í upplýsingar og m.a. veljið ykkur lykilorð sem þið notið svo til að skrá ykkur inn á þetta kerfi í framtíðinni. Athugið að þetta er ekki sama kerfi og Golfbox. 

  • Þegar búið er að fara í gegnum nýskráninguna notið þið í framhaldinu "innskrá" til að skrá  ykkur inn og þá notið þið netfangið og lykilorðið sem þið völduð.

  • Þegar þarna er komið eiga flokkarnir að sjást og valinn er sá flokkur sem á við með því að smella á "kaupa".

  • Þá kemur upp greiðslusíða þar sem hægt er að velja um greiðsluleið. Hægt er einnig að dreifa greiðslum og miðað er við að síðasta greiðsla sé ekki síðar en í október.

Ef einhverjar spurningar vakna varðandi félagsgjöld, greiðslu þeirra eða ef einhverjir lenda í erfiðleikum/vantar aðstoð með skráninguna þá vinsamlegast hafið samband við skrifstofu GS í síma 421-4100 eða sendið tölvupóst á gs@gs.is.

bottom of page