Ingi Þór Ingibergsson skráði sig í Golfklúbb Suðurnesja í gær og varð með því sexhundraðasti félagsmaðurinn
Af því tilefni að félagafjöldi GS rauf 600 félaga múrinn ákvað stjórn GS að bjóða Inga Þór sérstaklega velkominn í klúbbinn og fékk hann af því tilefni boltakort á æfingasvæðið, kennslutíma hjá Sigurpáli og fría þátttöku í Meistaramóti GS sem fer fram í næstu viku. Eins og sjá má var Ingi Þór hinn ánægðasti þegar formaður færði honum tíðindin.
Comments