Stjórn GS boðar til almenns félagsfundar sunnudaginn 29. september 2019, kl. 15 í golfskálanum í Leiru.
Nú er orðið tímabært að hefja endurnýjun á vélum golfklúbbsins enda margar vélarnar komnar vel til ára sinna. Stjórn GS telur nauðsynlegt að festa kaup á nýrri flatarsláttuvél og er það tilefni fundarins.
Í 13. gr. laga Golfklúbbs Suðurnesja segir m.a.: „Ef um meiriháttar lántöku er að ræða skal fyrst afla samþykkis stjórnar og síðan bera það undir löglega boðaðan félagsfund (sjá 4. gr.).“
Undanfarnar vikur höfum haft til afnota og reynslu eina slíka vél og hefur hún reynst okkur vel. Nú höfum við fengið ágætis verðtilboð í hana, það myndi engu að síður flokkast sem meiriháttar lántaka enda kostar svona vél sitt, stjórnin boðar því til þessa fundar til að gefa félögum færi á segja hug sinn og hafa áhrif á hvort farið verði í þessa fjárfestingu.
Hvetjum alla félagsmenn í GS til að mæta!
F.h. stjórnar, Jóhann Páll Kristbjörnsson, formaður
コメント