top of page
Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Andrea ráðin framkvæmdastjóri GS

Stjórn Golfklúbbs Suðurnesja hefur ráðið Andreu Ásgrímsdóttur til að taka við starfi framkvæmdastjóra en Gunnar Þór Jóhannsson mun láta af störfum í lok febrúar.


Andrea er menntaður PGA-golfkennari, er með B.Sc. viðskiptafræðigráðu ásamt meistaragráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Þá hefur hún góða starfsreynslu sem mun klárlega nýtast í starfi, var mótastjóri GSÍ og framkvæmdastjóri PGA á Íslandi auk þess að hafa kennt golf í Frakklandi og á Íslandi, bæði sem aðal- og aukastarf. Andrea er búsett í Reykjanesbæ ásamt fjölskyldu sinni.

 

Ég tel okkur GSinga afar lánsama að fá Andreu til lið við okkur, hún hefur dýrmæta reynslu og menntun sem kemur til með að nýtast vel í starfi hennar sem framkvæmdastjóri GS. Fyrir hönd okkar GSinga býð ég Andreu velkomna í Golfklúbb Suðurnesja. Afram GS!

Jóhann Páll Kristbjörnsson, formaður Golfklúbbs Suðurnesja

21 views0 comments

Comments


bottom of page