top of page
Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Annar sigur Loga í röð á unglingamótaröð GSÍ um helgina

Annað stigamót GSÍ fór fram dagana 9.-11. júní hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Golfklúbbur Suðurnesja átti 5 keppendur á mótaröðunum tveimur. Logi Sigurðsson, Fjóla Margrét og Skarphéðinn Óli tóku þátt á á unglingamótaröðinni og Kolfinnur Skuggi og Guðrún Bára halda áfram að standa sig vel á Áskorendamótaröðinni.


Logi hefur verið að gera góða hluti í vor og gerði sér lítið fyrir og sigraði aftur. Logi spilaði flott golf þrátt fyrir að vindurinn hafi blásið nokkuð. Logi endaði mótið á tveimur höggum yfir pari (73-69-73) og sigraði með 5 höggum.


Fjóla Margrét spilaði stöðugt golf og endaði í 3. sæti (78-78).

Skarphéðinn Óli endaði í 15. sæti. Hann átti flottan fyrri hring (83) og er að bæta sig með hverju mótinu. Kolfinnur Skuggi endaði í 5-6. sæti í flokki 10 ára og yngri og Guðrún Bára í 5. sæti í flokki 12 ára og yngri stúlkna.



Logi Sigurðsson, GS

189 views0 comments

Comentarios


bottom of page