top of page
Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Aðalfundur 2024

Aðalfundur Golfklúbbs Suðurnesja vegna síðasta starfsárs verður haldinn miðvikudaginn 27. nóvember 2024 næstkomandi kl.18:00.


Dagskrá aðalfundar:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.

2. Skýrsla stjórnar fyrir síðasta starfsár.

3. Reikningar lagðir fram og skýrðir.

4. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga. Atkvæðagreiðsla um reikningana.

5. Lagabreytingar.

6. Lögð fram tillaga um gjaldskrá.

7. Kosning formanns.

8. Kosning stjórnarmanna.

9. Kosning skoðunarmanna reikninga

10. Önnur mál


Tilkynningar um framboð til stjórnar þurfa að hafa borist skrifstofu GS (gs@gs.is) eigi síður en 20.nóvember næstkomandi.


Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa allir félagsmenn GS 18 ára og eldri sem greitt hafa árgjald þess starfsárs sem er að ljúka og mættir eru á aðalfund. Þeir eru einnig kjörgengir til stjórnarkjörs. Afl atkvæða ræður á aðalfundi.


Stjórn Golfklúbbs Suðurnesja





145 views0 comments

Commentaires


bottom of page