top of page
Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Aðalfundur Golfklúbbs Suðurnesja 2023

Aðalfundur GS er í kvöld miðvikudaginn 29. nóvember 2023 í Leiru og og hefst kl. 18:00.


Dagskrá aðalfundar:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.

2. Skýrsla stjórnar fyrir síðasta starfsár.

3. Reikningar lagðir fram og skýrðir.

4. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga. Atkvæðagreiðsla um reikningana.

5. Lagabreytingar.

6. Lögð fram tillaga um gjaldskrá.

7. Kosning formanns.

8. Kosning stjórnarmanna.

9. Kosning skoðunarmanna reikninga

10. Önnur mál


Samkvæmt 2.mgr. 16.gr. laga klúbbsins þurfa tillögur til lagabreytinga að berast stjórninni eigi síðar en tveimur vikum fyrir aðalfund.


Að beiðni stjórn GS munu tvær lagabreytingar vera lagðar fram á aðalfundi. Lagabreytingarnar tengjast að því leiti að fækka stjórnarmönnum klúbbsins úr níu niður í sjö. Þær greinar sem um ræðir eru:


  • 5 grein--kosning fjögurra stjórnarmanna (8.mgr)

  • 10 grein--breytingar á orðalagi í framhaldi af lagabreytinguninni í 5.gr. (1.mgr, 2.mgr, og 3.mgr)


Samkvæmt 2.mgr. 6.gr. laga klúbbsins þurfa tilkynningar um framboð til stjórnar að hafa borist skrifstofu GS minnst viku fyrir aðalfund. Í kjöri í ár eru formaður til eins árs og tveir stjórnarmenn til tveggja ára.


Til stjórnar til tveggja ára:  Núverandi stjórnarmenn þau Örn Ævar Hjartarson og Karitas Sigurvinsdóttir hafa boðið sig fram til áframhaldandi stjórnarsetu til tveggja ára. 


Þá hefur Sveinn Björnsson, formaður, tilkynnt að hann sé í framboði til áframhaldandi formennsku fyrir næsta árið.


Önnur framboð hafa ekki borist og er framboðsfresti lokið.




168 views0 comments

Comments


bottom of page