top of page
Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Aðalfundur GS 2019

Aðalfundur Golfklúbbs Suðurnesja fyrir starfsárið 2018-2019 fór fram sl. sunnudag, 1. desember í Leirunni. Um 30 manns mættu og var góð stemning hjá viðstöddum. Jóhann Páll, formaður, fór yfir árið sem gekk mjög vel enda frábært veður og völlurinn í topp standi. Mikið var um mótahald og góð þátttaka meðlima í því sem í gangi var. Fyrsta mótið var haldið um miðjan apríl og það síðasta í lok nóvember. Sigurpáll Geir, íþróttastjóri fór einnig yfir það helsta sem hefur verið í gangi hjá honum. Iðkendum hefur fjölgað og hefur GS aldrei sent eins margar sveitir í Íslandsmót félagsliða. Gaman að segja frá því að 12 ára og yngri sveitin okkar varð Íslandsmeistari annað árið í röð og hinar sveitirnar náðu flestar mjög góðum árangri. Einnig var mikil aukning nýliða sem byrjuðu í klúbbnum sem er gífurlega jákvætt.

Kynntir voru kylfingar ársins hjá GS sem eru eftirfarandi:

Kinga Korpak

Kinga hefur um árabil verið einn fremsti kylfingur landsins í sínum aldursflokki. Þetta sumarið keppti hún minna en oft áður en sannaði sig vel þegar hún mætti til leiks. Hennar helstu afrek árið 2019 eru að verða klúbbmeistari með miklum yfirburðum og einnig spilaði hún mjög vel í íslandsmóti félagsliða og það var ekki síst henni að þakka að 5. sæti náðist í 1. deild.

Logi Sigurðsson

Logi Sigurðsson er efnilegur og metnaðarfullur kylfingur sem hefur aðeins stundað keppnisgolf í 3 ár. Árið 2019 var gott hjá Loga og endaði hann m.a. í 11. sæti á Íslandsmóti unglinga í flokki 17-18 ára og var Logi þar á yngra ári. Einnig stóð hann sig vel á sterku móti sem heitir Reykjavík Junior Open en þar endaði hann í 6. sæti.

Logi tók þátt í Tulip Golf Challenge mótinu í Hollandi í október. Þetta mót er feykisterkt og telur inn á heimslista áhugamanna. Logi spilaði nokkuð vel og endaði þar í 48. sæti. Forgjöf Loga lækkaði á árinu úr 6,2 niður í 2,5 sem er einstakt á einu sumri.

Óskum við Kingu og Loga hjartanlega til hamingju.

Andrea, framkvæmdastjóri, fór yfir ársreikning klúbbsins sem sýndi jákvæða aukningu á helstu tölum. Sjá ársreikning

Fjórir stjórnarmeðlimir voru kosnir á síðasta aðalfundi til tveggja ára og munu því sitja áfram næsta ár:

  1. John Steven Berry

  2. Guðni Sigurðsson

  3. Sigríður Erlingsdóttir

  4. Gunnar Þór Jóhannsson

Eftirfarandi aðilar voru svo kosnir á fundinum til tveggja ára:

  1. Sigurður Sigurðsson

  2. Sveinn Björnsson

  3. Rúnar Óli Einarsson

  4. Karítas Sigurvinsdóttir

Jóhann Páll Kristbjörnsson lét af formennsku en hann hefur starfað 6 ár í stjórn GS, þar af 5 sem formaður. Viðstaddir þökkuðu Jóhanni fyrir framlag hans til klúbbsins og velvilja. Nýr formaður var kjörinn og boðinn velkominn til starfa. Ólöf Kristín Sveinsdóttir mun taka við formannskeflinu og bjóðum við hana velkomna til starfa hjá GS. 

11 views0 comments

Opmerkingen


bottom of page