Skráning er hafin á Golfbox í Bikarkeppni GS árið 2020. Dregið verður í viðureignir föstudaginn 29. maí í golfskálanum í Leiru. Þátttökugjald er kr. 2.000 og skal greiða í Leirukaffi fyrir fyrstu umferð.
Bikarkeppni GS er einstaklingskeppni og leikfyrirkomulag er holukeppni með forgjöf, sem fram skal fara á Hólmsvelli. Við útreikning á forgjöf skal lægri vallarforgjöf dregin frá þeirri hærri; mismuninn fær kylfingurinn með hærri forgjöfina sem forgjöf á erfiðustu holur vallarins.
Umferðir:
1.umferð (64 manna) skal lokið fyrir 7. júní 2.umferð (32 manna) skal lokið fyrir 21. júní 3.umferð (16 manna) skal lokið fyrir 5. júlí 4.umferð (fjórðungsúrslit) skal lokið fyrir 26.júlí 5.umferð (undanúrslit) skal lokið fyrir 9. ágúst 6.umferð (úrslit) fer fram sunnudaginn 16. ágúst
Leikmenn bera sjálfir ábyrgð á að koma sér saman um leikdag og tilkynna úrslitin til mótanefndar. Leikjum hverrar umferðar skal lokið fyrir auglýstar dagsetningar. Ef annar leikmanna getur ekki mætt til leiks áður en fresturinn rennur út, verður hann að gefa leikinn. Ef hvorugur leikmanna getur mætt til leiks skulu úrslitin ráðast með hlutkesti. Ef fleiri en 64 leikmenn skrá sig til leiks, skulu þeir forgjafarhæstu, umfram þann fjölda, leika í forkeppni.
Bikarkeppni GS er fjörug og skemmtileg keppni og þar sem leikið er með forgjöf eiga allir möguleika. Mótanefnd GS hvetur því sem flesta til að skrá sig og taka þátt. Núverandi bikarmeistari er fyrrverandi formaður klúbbsins, Jóhann P. Kristbjörnsson.
Mótanefnd GS
コメント