Fyrsta stigamótið í samstarfi við Íslandsbanka fór fram hjá okkur síðastliðinn þriðjudag í blíðskaparveðri. 58 keppendur tóku þátt í mótinu og var góð spilamennska hjá mörgum.
Ágúst Orrason kom inn með flesta punkta en hann fékk 42 punkta á hringnum sínum. Í öðru sæti með 39 punkta var Auðunn Fannar Hafþórsson og Rúnar Óli Einarsson fær þriðju verðlaun með 37 punkta.
Einnig voru veitt verðlaun fyrir besta skorið og var það Björgvin Sigmundsson með spilaði á tveimur höggum undir pari eða 70 höggum.
Næstur holu (2,63m) á 16. braut varð svo Þorlákur S. Helgi Ásbjörnsson en hann var 2.63m frá holu. Verðlaunahafar fá í verðlaun tíma í golfherminn okkar.
Stigamót númer 2 verður svo haldið þriðjudaginn 23. maí en mótanefnd vill endilega hvetja sem flesta til að taka þátt og safna stigum yfir sumarið.
Úrslit:
Punktakeppni
Ágúst Orrason 42 punktar
Auðunn Fannar Hafþórsson 39 punktar
Björgvin Sigmundsson 38 punktar
Rúnar Óli Einarsson 37 punktar
Jón Viðar Viðarsson 36 punktar
Þórður Karlsson 36 punktar
Höggleikur
Björgvin Sigmundsson 70 högg
Guðmundur R. Hallgrímsson 71 högg
Rúnar Óli Einarsson 73 högg
Pétur Þór Jaidee 73 högg
Comments