Gunnar Þór Jóhannsson, framkvæmda- og vallarstjóri GS, hefur sagt starfi sínu lausu. Það er því ljóst að á næsta tímabili mun nýr aðili sjá um daglegar rekstur Golfklúbbsins.
Gunni hóf störf hjá GS árið 1996 sem sumarstarfsmaður og starfaði sem slíkur fram til ársins 2001, eða þar til hann hóf nám við Elmwood College í Skotlandi þaðan sem hann útskrifaðist síðan sem grasvallafræðingur. Hann kom aftur til starfa hjá GS vorið 2014 sem aðstoðarvallarstjóri, Gunni starfaði sem aðstoðavallarsstjóri og svo síðar sem vallarstjóri til ársins 2011 en þá tók hann við sem framkvæmdastjóri og mun sinna því starfu út febrúar 2019.
Gunnar er GS-ingur í húð og hár og hefur verið í Golfklúbbi Suðurnesja frá átta ára aldri, hann stefnir að vera virkur sem slíkur um ókomna framtíð.
Þá hefur Issi tilkynnt stjórn að hann og Hjördís muni ekki framlengja samningi við Golfklúbbinn um veitingasölu í Leirunni.
Issi og Hjördís hafa sinnt veitingasölunni undanfarið ár við frábærar undirtektir félagsmanna og það má búast við að margir komi til með að sakna þeirra úr golfskálanum næsta sumar. „Þetta sumar var auðvitað handónýtt golf- og rekstrarlega séð,“ sagði Issi. „GS-ingar hafa tekið okkur frábærlega og samstarfið við þá verið gott í sumar, en við hjónin höfum rætt þessi mál og komist að sameiginlegri niðurstöðu að ákveðnar ástæður valdi því að við teljum að kröftum okkar verði betur varið annars staðar.“
Commenti