Laugardaginn 18. september var haldið lokahóf GS 2021 en fyrr um daginn var haldin hin árlega Bændaglíma. Bændurnir í ár voru klúbbmeistararnir Fjóla Margrét fyrir bleika liðið og Logi Sigurðsson fyrir bláa liðið. Þrátt fyrir að veðrið hafi nú ekki leikið við keppendur þá var mikil stemning í hópnum og allir skemmtu sér vel. Úrslit réðust ekki fyrr en síðustu menn komu inn svo það var mikill spenningur í loftinu þegar hver leikur skilaði sér í hús. Bleika liðið hennar Fjólu bar á endanum sigur úr býtum,
Lokahófið fór svo fram um kvöldið þar sem gestir gæddu sér á dýrindis lambasteik að hætti Möggu. Verðlaun og viðurkenningar voru veittar og endaði svo kvöldið með dúndrandi stemningu og dansi en Addi trúbador hélt uppi fjörinu.
Helstu sigurvegarar sumarsins:
Stigameistari kvenna: Rut Þorsteinsdóttir, 314
Stigameistari karla: Róbert Örn Ólafsson, 352
Stigameistari í höggleik: Róbert Smári Jónsson, 727
Bikarmeistari: Þorgeir Ver Halldórsson
Geysisdeildarmeistarar: Hinir útvöldu (John Berry, Þorgeir Ver Halldórsson, Jóhannes Þór Sigurðsson, Sveinbjörn Guðjón Jónsson, Benedikt Sigurðsson, Halldór Karl Ragnarsson, Pétur Már Pétursson).
Sjálfboðaliði ársins var einnig valinn, John Berry fyrir framlag sitt til klúbbsins en John hefur unnið ötullega í mótamálum klúbbsins ásamt þvi að vera alltaf tilbúinn til að leggja hönd á plóg þegar eitthvað er í gangi í klúbbnum.
Comments