Eygló Anna Tómasdóttir sigraði fimmta Stigamótið á 42 punktum og um leið lækkaði forgjöfina sína um 1,4--frábær hringur hjá Eygló. Oddgeir Karlsson og Sighvatur Gunnarsson voru jafnir í öðru sæti með 40 punkta en síðustu níu hjá Oddgeiri voru aðeins betri þannig Oddgeir tekur annað sætið. Örn Ævar Hjartarson sigraði höggleikinn á 73 höggum á meðan Sighvatur var næstur 3.holu á 2.56m.
Nú er fimm umferðum lokið í Stigamóti GS fyrir árið 2023 og er Örn Ævar Hjartarson áfram með forystuna í keppni karla á meðan Svandís Þorsteinsdóttir leiðir keppni kvenna og þess má geta er Svandís einnig komin í undanúrslitin í Bikarkeppni GS.
Sjötta Stigamót GS fer fram á morgun 8.ágúst. og lofar veðurspáin áfram góðu Í Leirunni.
Stigamót 5 úrslit:
Punktakeppni:
Eygló Anna Tómasdóttir 41 punktar
Oddgeir Erlendur Karlsson 40 (L9)
Sighvatur Gunnarsson 40
Höggleikur
Örn Ævar Hjartarson 73 högg
Nándarverðlaun 3.holu
Sighvatur Gunnarsson 2.56 m
Stigamót karla GS 2023:
Örn Ævar Hjartarson 176 punktar
Oddgeir E. Karlsson 174
Rúnar M. Sigurvinsson 170
Stigamót kvenna GS 2023:
Svandís Þorsteinsdóttir 126 punktar
Eva Stefánsdóttir 108
Guðný Gunnarsdóttir 76
留言