top of page
Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Fjóla hársbreidd frá undanúrslitum í Íslandsmótinu í holukeppni fullorðinna

Íslandsmótið í holukeppni fór fram síðastliðna helgi hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. GS átti þrjá keppendur í mótinu en það voru þau Fjóla Margrét, Logi Sigurðsson og Guðmundur Rúnar Hallgrímsson.


Mótið fer þannig fram að 32 efstu á stigalista GSÍ í kvenna- og karlaflokki komast inn í mótið. Leikið er í 8 fjögurra manna riðlum þar sem allir spila við alla og kemst sigurvegari hvers riðils í 8 manna úrslit. Guðmundur Rúnar og Logi komust ekki upp úr sínum riðlum og komust þar af leiðandi ekki áfram í 8 manna úrslit. Fjóla Margrét sigraði hins vegar alla sína leiki í sínum riðli, sigraði hann með yfirburðum og flaug inn í 8 manna úrslit. Þar tapaði hún naumt og komst því ekki í undanúrslit en engu að síður frábært mót hjá þessum 15 ára kylfingi og getum við GS ingar svo sannarlega verið stolt af okkar stúlku.




91 views0 comments

Comments


bottom of page