Íslandsmótið í holukeppni fór fram síðastliðna helgi hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. GS átti þrjá keppendur í mótinu en það voru þau Fjóla Margrét, Logi Sigurðsson og Guðmundur Rúnar Hallgrímsson.
Mótið fer þannig fram að 32 efstu á stigalista GSÍ í kvenna- og karlaflokki komast inn í mótið. Leikið er í 8 fjögurra manna riðlum þar sem allir spila við alla og kemst sigurvegari hvers riðils í 8 manna úrslit. Guðmundur Rúnar og Logi komust ekki upp úr sínum riðlum og komust þar af leiðandi ekki áfram í 8 manna úrslit. Fjóla Margrét sigraði hins vegar alla sína leiki í sínum riðli, sigraði hann með yfirburðum og flaug inn í 8 manna úrslit. Þar tapaði hún naumt og komst því ekki í undanúrslit en engu að síður frábært mót hjá þessum 15 ára kylfingi og getum við GS ingar svo sannarlega verið stolt af okkar stúlku.
Comments