Fjóla Margrét er orðin félagsmönnum kunn enda frábær og duglegur kylfingur sem vert er að fylgjast með. Hún átti frábært tímabil árið 2021 og er komin niður í 4,5 í forgjöf, aðeins 14 ára gömul. Fjóla Margrét æfir líka meira en flestir og munu þessar æfingar ásamt því hugarfari sem hún hefur, án efa koma henni langt í íþróttinni, hérlendis sem erlendis. Nýjasta afrekið hennar er að komast í landsliðshóp GSÍ en Ólafur Björn Loftsson, afreksstjóri GSÍ valdi á dögunum í hópinn og var Fjóla Margrét á meðal útvaldra. Hér má sjá nánari upplýsingar um hópinn.
Stærsta verkefni landsliðs 18 ára og yngri á næsta ári verður Evrópumót kvenna, haldið í Golfklúbbnum Oddi. Það verður gaman að sjá hvort Fjólu Margréti takist að vera með í því verkefni, 15 ára gömul en með áframhaldandi árangri er það von og trú okkar í GS að henni eigi eftir að takast það.
Árangur Fjólu Margrétar á árinu 2021.
Klúbbmeistari GS
Íslandsmeistari í höggleik 14 ára og yngri
Íslandsmeistari í holukeppni 14 ára og yngri
Stigameistari GSÍ 14 ára og yngri
5. sæti á mótaröð þeirra bestu á Íslandi, Leirumótinu
Valin í 39 manna landsliðshóp GSÍ
Við í GS erum ákaflega stolt af Fjólu og óskum henni góðs gengis á vetraræfingunum með landsliðinu.
Comments