top of page
Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Fjóla sigraði eftir bráðabana

Þriðja mót Unglingamótaraðar GSÍ fór fram a Akureyri um síðustu helgi. Fjóla Margrét Viðarsdóttir frá GS var á meðal keppenda og gerði hun sér lítið fyrir og sigraði eftir bráðabana. Fjóla spilaði á 85 höggum fyrri daginn þar sem allt virtist stöngin út. Hún bætti vel fyrir það á seinni degi og spilaði á 76 höggum eða 5 yfir pari sem dugði til þess að komast í bráðabana.


Eftir fyrstu þrjú mótin hefur Fjóla sigrað a tveim mótum og einu sinni endaði hún í 2. sæti og því nokkuð ljóst að hún er meðal þeirra bestu ef ekki sú besta á Íslandi i flokki 14 ára og yngri.

GS óskar Fjólu innilega til hamingju með flottan árangur.



218 views0 comments

Comments


bottom of page