top of page
Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Frábær æfingaferð til Morgado

Fyrstu vikuna í apríl fór Golfklúbbur Suðurnesja í vel heppnaða æfingaferð til Morgado í Portúgal. Alls fóru 12 iðkendur og þeim fylgdi stór hópur GSinga sem skemmti sér við kjöraðstæður á golfvöllunum.

Alla daga var æft í u.þ.b. þrjá tíma fyrir hádegi, síðan var farið í hádegismat og eftir það léku krakkarnir 9 eða 18 holur eftir getu … en þau allra yngstu gátu líka valið að fara í sund. Veðrið var frá 14°C á morgnana og fór í 25°C um miðjan daginn, engum þótti leiðinlegt að leika sér í golfi við þær aðstæður. Á meðan krakkarnir æfðu gátu aðrir GSingar leikið golf á tveimur stórskemmtilegum 18 holu golfvöllum sem eru þarna, Morgado og Alamos. Fólk lék frá 18 til 36 holur á dag og svo fóru allir í sameiginlegan kvöldverð í klúbbhúsinu sem var með gott útsýni yfir völlinn.

„Ég er mjög stolt af þeim, þvílík framför sem margir eru að sýna. Mikill metnaður og framtíðin er svo sannarlega björt,“ sagði Karen um krakkana eftir ferðina.

Og það er strax farið að undirbúa ferð að ári.

Hér að ofan má sjá svipmyndir af krökkunum við æfingar

3 views0 comments

Comments


bottom of page