Aðalfundur Golfklúbbs Suðurnesja fór fram 29. nóvember í klúbbhúsi félagsins í Leiru þar sem um 40 félagar sóttu fundinn.
Sveinn Björnsson, formaður GS bauð fundargesti velkomna og stakk upp á Friðjón Einarsson sem fundarstjóra fundarins. Friðjón tók við stjórn fundarins og lagði til að fundarritari yrði Páll Marcher Egonsson.
Helstu dagskrárliðir voru þeir að Sveinn Björnsson formaður klúbbsins gerði grein fyrir skýrslu stjórnar og Sverrir Auðunsson, framkvæmdastjóri GS gerði grein fyrir reikningunum. Skýrsla stjórna og reikningar voru lagðir undir atkvæði og samþykktir samhljóða.
Resktur klúbbsins varí góðu jafnvægi á árinu. Helstu tölur úr rekstri klúbbsins voru að rekstrartekjur voru rúmar 119 milljónir og rektrargjöld tæpar 113 milljónir. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði voru 6.467 þúsund.
Bókfært tap tímabilsins var aftur á móti tæpar 44 milljónir eftir breytingar í afskriftum fastafjármuna m.t.t. endingartíma eigna ásamt því að í ár var einnig gerð sérstök niðurfærsla á varanlegum rekstrarfjármunum þar sem raunvirði eigna var lægra en bókfært verð.
Sigurpáll Geir Sveinsson yfir skýrslu íþróttastjóra. Hann tilkynnti kylfinga ársins en það voru aftur þau Fjóla Margrét Viðarsdóttir og Logi Sigurðsson sem fengu þessa nafnbót fyrir árið 2023.
Sjálfboðaliði ársins var valin Gísli Grétar Björnsson og var Gísli Grétar einnig tilnefndur af klúbbnum sem sjálfboðaliði ársins hjá GSÍ.
Aðildarfélagsgjald GSÍ sem samþykkt var á Golfþingi GSÍ er 6.400 kr. og er það innifallið í félagsgjöldunum en GS sér svo um að skila gjaldinu aftur til GSÍ. Tillaga að félagsgjöldum fyrir 2024 var lögð fram og samþykkt en þau verða eftirfarandi:
0-14 ára: 0 kr.
15-18 ára: (70% af grunngjaldi) 30.900 kr. (24.500 kr. til reksturs GS)
19-26 ára: (40% af grunngjaldi) 61.800 kr. (55.400 kr. til reksturs GS)
27-66 ára: (grunngjald GS) 103.000 kr. (96.600 kr. til reksturs GS)
67 ára og eldri: (30% af grunngjaldi) 72.100 kr. (65.700 kr. til reksturs GS)
Örorkubótaþegar: (30% af grunngjaldi) 72.100 kr. (65.700 kr. til reksturs GS)
Hjónagjald: (per einstakling)(10% af grunngjaldi) 92.700 kr. (86.300 kr. til reksturs GS)
Nýliðagjald ár 1: (40% af grunngjaldi) 60.000 kr. (53.600 kr. til reksturs GS)
Nýliðagjald ár 2: (20% af grunngjaldi) 82.400 kr. (76.000 kr. til reksturs GS)
Fjaraðild (lögheimili fyrir utan Suðurnesja) (15% af grunngjaldi) 87.500 kr. (81.100 kr. til reksturs GS)
Aukaklúbbsaðild: (í öðrum golfklúbbi og lögheimili fyrir utan Suðurnesja.) 30.900 kr. (30.900 kr. til reksturs GS)
Nýr formaður klúbbsins var kosinn, Sveinn Björnsson. Breytingatillaga um 5. grein laga lið 8 að stjórnar menn verði 2 í stað 4 var samþykkt samhljóða og voru Karitas Sigurvinsdóttir og Örn Ævar Hjartarson kosnir nýir meðlimir í stjórn til næstu tveggja ára
Stjórn klúbbsins fyrir árið 2024 verður því þannig skipuð:
Formaður: Sveinn Björnsson
Stjórn: Guðrún Þorsteinsdóttir
Gunnar Ellert Geirsson
Karitas Sigurvinsdóttir
Ólöf Björnsdóttir
Róbert Sigurðarson
Örn Ævar Hjartarson
Sesselja Árnadóttir og Friðjón Einarsson voru kosnir skoðunarmenn og Ingvar Eyfjörð þeim til vara.
Comments