top of page
Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Fyrsta stigamót ársins

Næsta þriðjudag, 17. maí verður fyrsta stigamót ársins haldið í samstarfi við fasteignasöluna Fermetra. Vakin er athygli á því að nokkur breyting er á fyrirkomulagi mótanna í sumar. Fjöldi móta sem telja til stiga verður átta og telja fimm bestu mótin. Keppt verður í punktakeppni í einum flokki og verða veitt verðlaun fyrir 5 efstu sætin í hverju móti fyrir sig. Í lok tímabilsins verða krýndir stigameistarar karla og kvenna.


Sú nýbreytni verður á í sumar að ásamt hefðbundnum stigamótum verður einnig svokallað þriðjudagsfjör en þá verður ýmis konar fyrirkomulag spilað eins og t.d. Greensome, Texas scramble, flaggakeppni o.fl. Nánar kynnt síðar.


Við hlökkum til að hefja mótasumarið og vonumst til að sem flestir verði með okkur í sumar :)


Sjáumst á þriðjudaginn!





93 views0 comments

コメント


bottom of page