top of page
Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Félagsgjöld 2019

Kæru félagar, eins og flestir ættu að hafa orðið varir við er búið að senda út greiðsluseðla fyrir félagsgjöld 2019 og byrjað að færa af greiðslukortum hjá þeim sem hafa valið það fyrirkomulag. Hafi félagar ekki fengið rukkun fyrir sínum félagsgjöldum eru þeir vinsamlegast beðnir að hafa samband við skrifstofu á gs[at]gs.is

 

Á hverju ári leita margir félagar til framkvæmdastjóra og óska eftir afslætti, forsendur fyrir því geta verið margvíslegar s.s. veikindi, nám eða annað. Nú hefur ábyrgðin verið færð frá framkvæmdastjóra og honum gert óheimilt að veita afslætti af félagsgjöldum. Félagaráð hefur verið stofnað og þarf að skila skriflegri umsókn vegna afslátta til ráðsins á gs[at]gs.is. Í umsókninni þarf að tilgreina ástæður umsóknarinnar. Félagaráð skipa formaður, varaformaður og gjaldkeri.

Með golfkveðju, Jóhann Páll Kristbjörnsson, formaður Golfklúbbs Suðurnesja

1 view0 comments

Comments


bottom of page