Golfklúbbur Suðurnesja og Geysir bílaleiga hafa gert samstarfssamning um Geysisdeildina til styrktar barna- og unglingastarfi GS.
Með samningnum er Geysir orðinn stærsti styrktaraðili Golfklúbbs Suðurnesja og um leið helsti styrktaraðili barna- og unglingastarfs en styrkurinn er eyrnamerktur því uppbyggingarstarfi sem GS er að vinna í. Í kvöld var dregið í riðla í Geysisdeildinni og við það tilefni undirrituðu Margeir Vilhjálmsson og Jóhann Páll Kristbjörnsson samstarfssamninginn fyrir hönd Geysis og GS.
Fyrir hönd Golfklúbbs Suðurnesja og framtíðarkylfinga hans þakka ég Margeiri og bílaleigunni Geysi fyrir þann velvilja sem sýndur er í verki með þessum samningi.
Jóhann Páll Kristbjörnsson, formaður Golfklúbbs Suðurnesja
Sextán lið skráðu sig til leiks í Geysisdeildina og verður færsla um liðin og riðlana sett í loftið á morgun.
Comments