Það var vel við hæfi að Geysisdeildin færi af stað á lýðveldisdeginum 17. júní þegar Hinir útvöldu og Forsetar áttust við í rjómablíðu Leirunnar.
Þrátt fyrir að vera án efa laglegasta og best klædda lið deildarinnar (proof me wrong) þá þurftu Forsetar að lúta í gras gegn feikiöflugu liði Hinna útvöldu, 2½–½.
Hinir útvöldu: Þorgeir Ver Halldórsson (fyrirliði), Jóhannes Þór Sigurðsson, Pétur Már Pétursson og Halldór Ragnarsson. Forsetar: Snæbjörn Guðni Valtýsson (fyrirliði), Sveinn Björnsson, Jóhann Páll Kristbjörnsson og Jóhann Issi Hallgrímsson.
Frá mótsstjórn: Liðsstjórar athugið að fyrstu umferð lýkur 25. júní, ef leikir hafa ekki verið leiknir og úrslit kynnt mótsstjórn fyrir 26. júní verða úrslit leikjanna jafntefli.
Comments