top of page
Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Gleðilegt sumar og velkomin í Leiruna

Kæru kylfingar,

Ég vil byrja á því að óska ykkur gleðilegs sumars og vona það svo innilega að það eigi eftir að vera veðursælt fyrir okkur kylfingana svo við getum notið Hólmsvallar í sumar.

Hólmsvöllur í Leiru kom ágætlega undan vetri en teigar, brautir og flatir komu vel út að undanskildu þriðju flöt. Þriðja flötin fór illa úr ágangi sjávar veturinn 2016—2017 og var mikil vinna lögð í flötina síðasta sumar. Sú vinna fólst í því að yfirsá miklu magni af fræjum í flötina og virðist svo að um 10% flatarinnar hafi fengið sýkingu s.l. haust og sýkinging hafi drepið grasið. Vallarstarfsmenn eru nú þegar byrjaðir að viðhalda þessu og vonum að flötin verði orðin góð um miðjan maí.

Hólmsvöllur í Leiru var opnaður formlega 14. apríl s.l. en fyrsta mótið var haldið 29. mars og alls voru haldin fimm opin mót í mars- og aprílmánuði.  Þátttaka í þessum mótum var með prýði og skipta þessi opnu mót á vorin klúbbinn fjárhagslega miklu máli.

Þriðjudaginn 8. maí verður fyrsta Þ-mótið haldið og stefnt er að því að halda Þ-mót á öllum þriðjudögum í sumar. Verð í Þ-mótin verður kr. 2.000 og innifalið í mótsgjaldi er súpa frá honum Issa. En eins og var greint frá mars hefur hann Jóhann Issi Hallgrímsson (Issi) tekið við rekstri golfskálans okkar og tilvalið að kíkja inn til Issa eftir leik og fá sér eitthvað flott og gott í gogginn.

Rástímaskráning á Hólmsvelli hefur verið ábótavant nú í vor og viljum við hvetja kylfinga að skrá sig á rástíma áður en leikur hefst á Hómsvelli og tilkynna sig í skála áður en leikur hefst. Sú nýbreytni verður tekin upp í sumar að við verðum með tvo vallarverði sem koma út á völl og fylgjast með hvort að menn eru búnir að skrá sig á rástíma og hvort að menn eru með leikheimild á vellinum (búnir að tilkynna sig til leiks). Viljum við biðja félagsmenn og aðra kylfinga um að taka vel á móti þessum aðilum og framvísa félagsskírteinum ef þess er óskað. Vallarverðir verða mest á ferðina seinniparts dags og á kvöldin.

Félagsskírteini GS koma í hús 10. maí nk.

Eindagi félagsgjalda GS er liðinn og nú á næstu dögum munum við fjarlægja þá aðila af skrá sem ekki hafa samið um eða greitt árgjaldið. Verða því þessir einstaklingar ekki virkir á golf.is og geta því ekki leikið Hólmsvöll án þess að greiða vallargjald.

Stjórn GS ákvað nú á dögunum að takmarka félagsfjölda í GS við 600 einstaklinga. Eitthvað vantar upp á þá tölu en um leið félagsfjöldin nær 600 munum við loka fyrir skráningar í klúbbinn fyrir árið 2018. Þetta er gert með hagsmuni félagsmanna að leiðarljósi og tryggja aðgang þeirra að Hólmsvelli á þessu stutta golftímabili sem við búum við. Þessi tala verður svo endurskoðuð fyrir árið 2019.

En líkt og hefur komið fram hér að ofan þá er sumarið byrjað hér á Hólmsvelli og bjóðum við kylfinga velkomna á völlinn og í skálann. Frá og með þriðjudeginum 8. maí verður skálinn opinn frá 08:00 til 22:00 fram á haust.

Ef það eru einhverjar frekari upplýsingar sem ykkur vantar er hægt að kíkja á www.gs.is eða einfaldlega senda mér póst á gs@gs.is og ég svara um hæl.

Með golfkveðju Gunnar Þór Jóhannsson framkvæmdastjóri GS

846-0666 gs@gs.is

4 views0 comments

Comments


bottom of page